Leita í fréttum mbl.is

Kominn heim.

Mikið er nú alltaf gott að koma heim eftir ferðalög hversu góð sem þau eru. Við semsagt komum heim um kl 7.30 í gærkvöldi og beið okkar dýrindis máltíð sem elskan hún dóttir mín var búin að matreiða handa okkur og var það æði að fá svona góðar móttökur af henni, gaurnum og Birtuni.

Annars er það úr ferðinni að frétta að við fengum flutning yfir á aðra strönd og annað hótel sem var bara frábært í alla staði, ekkert fyllerí eða neitt þvílíkt á ferðinni heldur var skemmtidagskrá fyrir börnin frá 10 að morgni til 10 að kveldi og þurfti maður engar áhyggjur að hafa af þeim, meira að seigja kútur tók þátt í einu og öðru reyndar ekki hálft á við systir sína sem sást ekki allan daginn en samt nóg fyrir hann. Títlan mín litla er eins og kolamoli á litinn meðan við hin erum svona temmilega brún, hún tók þátt í tveimur keppnum og að sjálfsögðu ekki við annað komandi en að vinna þær báðar sem hún gerði, það er þvílíka keppnisskapið í þessari elsku að það hálfa væri nóg.

Eyjan var keyrð þver og endilöng og allr markvert skoðað og það er alveg hellingur sem hægt er að skoða á mallorca, við vorum þarna með yndislegu fólki og þetta gæti ekki hafa verið betra eða skemmtilegra.

Það eina sem hægt er að setja útá er hversu allt er orðið dýrt á mallorca en það náttúrulega breyttist með tilkomu evrunar eða það held ég, mér finnst ekkert vit að versla þarna enda svosem ekki mikið hægt að versla nema þá helst sumarvörur eða minjagripi en þar sem mér dugar fínt að eiga minningar á filmu eða í huga mér þá sleppti ég því að versla svol, þannig að það var lítið sem ekkert verslað, enda átti þetta að vera frí enn ekki verslunarferð og þannig varð það líka.

Ferðinn endaði svo á því að kútur týndist í flugstöðinni í gærmorgun og ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni, það gerðist þannig að ég var eitthvað að bisast við að ná í peysu ofaní tösku handa títluni sem tók mig kannski 2 mín ef það var svo lengi en á þeim tíma ráfaði minn í burtu og bara gjörsamlega hvarf, það var byrjað að skima um eftir honum því þetta var í röðinni á leiðinni að innritun og svo var byrjað að hlaupa útúm alla stöð enn ekki fannst hann, það kom til mín maður og sagði.... ég sé að þú ert að leita að einhverju og ég svara já honum syni mínum, hann er horfinn, þá spyr hann hvernig lítur hann út og ég seigji stór og mikill, þá spyr hann nú er hann fullorðinn hehe, ég seigji nei hann er nú bara 10 ára en er ekki eins og flest önnur börn ég gat ekki verið að útskýra hvað væri að honum, en alla vega þessi yndislegi maður tók til við að hjálpa mér að leita ásamt einum enn og á endanum fannst kúturinn liggjandi á bekk og þegar komið var með hann til mín þá mátti ekki nema hársbreidd muna að ég færi hreinlega að gráta af létti, en svörinn sem ég fékk hjá honum þegar ég var að spyrja hann af hverju hann hefði farið var....Já en mamma ég var bara að fá mér blund ekkert annað.

Knús á ykkur elskurnar og mikið er gott að vera kominn aftur.

PS ég hendi inn myndum þegar ég nenni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Velkomin heim.Alger dúlla þessi drengur þinn

Birna Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim Helga mín það verður gaman að sjá myndir úr ferðinni
Til hamingju með daginn
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim. það var gott að drengurinn þinn fannst.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Anna Guðný

Blessuð og sæl og velkomin heim.Mikið er gott að heyra að þið fenguð nýtt hótel. Það er alveg ömurlegt að vera búin að borga stórpening fyrir svona ferð og geta svo ekki hvílt sig almeininlega.

Við fundum líka fyrir dýrtíðinni þarna úti. Vorum í hálfu fæði en bara vatn eða gos með mat kostaði helling. Ég fór að vísu í eina verslunarferð og það var skemmtilegt.

Eitt það versta sem maður getur lent í að barnið manns týnist. Úff og svo er bara svona skýring Svonalagað kallar á nokkur grá.

Hafðu það gott í dag Helga mín

Anna Guðný , 19.6.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Velkomin heim..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Jac Norðquist

Welcomin til baka :)

Kveðja

Bói

Jac Norðquist, 19.6.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomin heim Helga

Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband