Leita í fréttum mbl.is

Hér fjölgaði all skyndilega

En í góðu lagi samt. Dóttir mín þessi elsta verður 23ja ára gömul á næstkomandi Miðvikudag og bauð til sín 2 af sínum bestu vinkonum sem búa fyrir sunnan og er ein þeirra með einn 3ja ára gutta með sér og er stefnan hjá þeim að halda uppá fyrsta í afmæli í kvöld, hér verða eldaðar kjúllabringur með tilheyrnadi meðlæti og svo ætla gellurnar að skreppa útá lífið og gaurinn mun passa fyrir þær, bara gaman.

Sem betur fer er húsið stórt og engin þarf að rekast á frekar en þeir vilja, hehe. 

Títlan mín var líka með næturgest þannig að hér er nóg af fólki þessa helgina.

Annars er búið að ver hér rok nánast alla vikuna og rigning með af og til, gluggakistur hafa orðið þaknar af sandi því hér í grenndinni er verið að byggja og helv sandrokið sem fylgir því er ömurlegt, ég er að þurrka úr gluggunum 2svar til 3svar á dag og skúra annað eins því þetta smýgur alls staðar þetta ógeð.

Fyrir 3 árum síðan gaf pabbi minn kútnum mínum vasaúr sem hann hafði fengið í afmæisgj þegar hann varð fimmtugur, öl héldum við að úrið væri löngu orðið ónýtt eða í það minnsta úrverkið staðnað þar sem aldrei hefur það verið notað, en nei ekki aldeilis, kútnum mínum tókst að koma því í gang og nú gengur það eins og nýtt, þetta vasaúr er semsagt orðið 33ja ára gamalt og er alveg hrikalega fallegt, ég hef geymt það á vísum stað til þess að það týnist ekki en af og til tökum við það fram ég og kútur og skoðum þennan dýrgrip í bak og fyrir.

Honum finnst þetta vera það fallegasta sem hann á og hefur aldrei verið með vesen við mig yfir því að vilja ekki leyfa honum að hafa það inní sínu herb, hann virðist skilja það að þetta sé mjög verðmætt í mínum augum, eitthvað sem alls ekki má leika sér með og er afskaplega glaður með það að afi skildi gefa honum þetta á sínum tíma og einnig ég.

Það fer um mig svona sælutillfinning að þessi sonur minn sem fáir hafa lagt lag sitt við skuli hafa fengið þetta frá afa sínum og ég veit að hann mun passa úrið eins og sjáaldur augna sinna þegar hann fær það í sína vörslu þegar þar að kemur.

Megi helgin verða ykkur öllum sem eitt allra bestHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndisleg færsla hjá þér Helga mín.
Kærleik til þín og þinna.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Helga mín, það er altaf nóg pláss hjá þér eins og altaf

Kristín Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað þetta er yndislegt að heyra Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

æji krúttið hann hann er svo flottur strákur

knús knús

Anita Björk Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband