Leita í fréttum mbl.is

Þá er það komið á hreint.

Í borg óttans verður farið 8 okt því allir fjölskyldumeðlimir ætla að sækja til lækna þannig að þetta verður sannkölluð læknisferð, ekki borgarferð.

Eitt af okkur fer til læknis kl 9 að fimmtudagsm og restinn á svo að mæta um þrjúleytið til augnlæknis þar sem öll þurfum við ný gleraugu, þannig að einhver verða fjárútlátinn þar, síðan þarf ég að mæta til annars læknis á föstud og þá uppá skaga. Gerði mér lítið fyrir og ákvað að elta minn læknir þangað þar sem hann er nýbyrjaður þar og þar sem ég tel mig þurfa hans sérfræðihjálp þá var bara eins gott að nota ferðina, hann mun meira að seigja taka á móti mér þrátt fyrir að hann sé ekki með móttöku á þessum degi sem er bara æði.

Það ætlaði að vísu ekki að verða endasleppt með það að finna sér íbúð þarna syðra, allt upp pantað nema bústaðir annað hvort í Ölfusborgum eða Munaðarnesi og mér finnst það bara full dýrt bensínið til þess að vera keyra frá öðrum hvorum staðnum kannski á hverjum degi í borgina eða uppá skaga, en svo datt mér í hug að hringja aftur í eitt verkalýðsfélag sem ég var búin að tala við áður og viti menn, í gærmorgun kom afpöntun á íbúð hjá þeim og að sjálfsögðu gat ég fengið hana, ég var fljót að grípa hana og keyrði eins og mother fokker ( afsakið orðbragðið ) niður eftir til þeirra og borgaði og fékk meira að seigja lyklana strax.

Nú er svo verið að gæla við það hvort nota eigi ferðina líka til þess að fara á auka minningar tónleikana með mínum uppáhaldssöngvara Vilhjálmi Vilhjálmssyni, en ég get bara ómögulega ákveðið hvort ég tími að borga 4900 í c sæti og sjá kannski minna en ekki neitt eða hvort maður eigi að tíma að splæsa á sig sæti uppá 7900 eða 8900 og fá betri sæti og þar sem við erum 2 þá að sjálfsögðu kostar þetta helmingi meira. Hitt er svo annað að ég gæti nú kannski alveg leyft mér þetta þar sem ég gæti nú kannski bara gefið mér þetta í afmælisgjöf hehe þar sem ég verð náttúru lega bara 29 ára þann 10 og tónleikarnir verða þann 11. En ætli það verði ekki þannig að loksins þegar ég verð búin að ákveða mig þá verður orðið uppselt og ég get hætt að velta vöngum yfir þessu.

ASTA ALA VISTA DARLINGSHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lady

Vilhjálmur var góður söngvari ég á bæði diskin með honum og líka með þeim systkynninum saman,mér langaði svo að fara á tónnleikana en hafði engan til að fara með,en takk fyrir að kvitta hjá mér,fyrigjafðu hvað ég get verið löt að kvitta,en óska þér innilega góða helgi Helga mín kv Ólöf

lady, 27.9.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú eiginlega bara verður að skella þér á tónleikana

Birna Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekkert mál að búa í Öflusborgum, þú ert 40 mín þaðan að sjoppunni í Norðurholti og bara á 90 km. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Sko það hefði verið glæsilegt ef þú hefðir komið hingað austur og þá hefðum við Ásdís geta tekið þig í kaffi húsa rölt... enda værir þú í rólega endanum á Stór Árborgarsvæðinu. (til þess telst : Hafnarfjörður, Álftanes,Garðabær, Kópavogur og svo þessi litla Reykjavík, svo náttúrlega Seltjarnarnes)

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 01:43

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Blessuð skelltu þér á tónleikana. Maður verður nú að láta eitthvað eftir sér þegar maður á afmæli.

Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband