Leita í fréttum mbl.is

Sunnudags bío og matarboð

Við ákváðum að hafa þetta svona svolítin fjölskyldudag og skundað var með börnin mín í bío að sjá Lukku Láka og að sjálfsögðu Daltonbræður þar líka, þetta var svona allt í lagi afþreying en ekkert meira en það, börnunum fannst þetta þrælskemmtilegt og það er fyrir mestu.

Nú er verið að steikja Hrossafile að hætti bróðir míns og ætla foreldrar mínir að koma og borða með okkur, þessi steik á víst ekki að vera síðri en nautafile þannig að það verður spennandi að borða þetta á eftir, með þessu verða svo ofnbakaðar sætar og nýjar kartöflur kryddaðar með salt og pipar og síðan verður búin til rjómaostsveppasósa ( vá langt orð ) uppbökuð og meðlæti verður svo ferskt salat og maisbaunir hittaðar í smjör og salti jammý, ( en shit fitandi ) hehe.

Annars hefur helgin farið í það að þrífa og þrífa meira, hér eru svona gráhvítar flísar á stórum fleti og

ég satt að seigja er farin að bölva þeim í sand og ösku, það er alveg sama hversu oft og vel ég skúra hérna, alltaf eru einhver ský á flísunum og ég ÞOLI það EKKI. VILL EINHVER PLÍS GEFA MÉR RÁÐ, við því hvernig ég losna við þessi ský á flísunum, ég held sé búin að reyna allt sem ég kann en ekkert virkar.

Ég hef grun um að þeir sem hér þrifu þegar flutt var út hafi notað eitthvað miður skemmtilegt efni sem situr svona hrikalega fast á flísunum.

Annars er helginn búin að vera hin besta, hér datt ég útaf um 10 leytið í gærkvöldið þegar ég var að rembast við að horfa á King Kong, ég náði reyndar slatta af byrjun og svo rest hehe svaf af mér miðjuna.

Chaio all of youHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að helgin var góð, farðu vel með þig mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefur þú prófað að setja smá edik út í hreint vatn?
Það gefur allavega mínum gömlu flísum glans.
Knús knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vona að steikin hafi smakkast vel.Edik er líklegast málið og alls ekki mikið heitt vatn

Birna Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 00:34

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég held að ég flytji heim, bara til að komast í mat hjá þér, altaf svo gott að borða en já fitandi.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband