Leita í fréttum mbl.is

Ég fékk extra skugga.

Kútur er alveg að tapa sér þessa dagana í áráttu og kvíðahegðun, alla helgina er hann búin að fylgja mér eins og skugginn og hefur ekki mátt af mér sjá. Það gekk svo langt í gærkv að gaurinn mátti ekki fara út og títlan ekki heldur, en hún ætlaði að gista hjá vikonu sinni.

Þegar svona er ástatt fyrir honum verð ég svo hryllilega þreytt að það hálfa væri nóg, meira að seigja það að ef ég þurfti að skreppa eitthv út varð hann að koma með mér, sem er reyndar jákvætt því hann vill helst ekkert fara, en þetta er reyndar skammgóður vermir þar sem nánast allan tíman sem við erum utan dyra er suðað um að fara heim, nema áðan þegar við kíktum til bróðir míns og mágkonu þá var allt í lagi því þar gat hann horft eða spilað þannig að þar fékk ég frið.

Að öðru leyti er þetta búið að vera afskaplega góð helgi, við erum búin að kúsa okkur yfir myndum bæði kvöldin og haft nammi með og snakk þannig að það er fínt.

Á morgun mun ég svo kannski uppljóstra smá leyndó hérna inni, ef allt gengur að óskum, en það fæddist viðskiptahugmynd hjá mér og mágkonu minni fyrir helgi, sem við þegar hentum í framkvæmd og á morgun verður vonandi hægt að auglýsa það hérna sem og annars staðar. Alla vega er ég sannfærð um að þetta mun lukkast vel hjá okkur ef allt gengur að óskum.

On til next my darlingsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á lítinn, skrítinn skugga, skömmin er svo líkur mér, leikur með mér úti og inni alla daga hverts sem fer. Gangi ykkur vel elskan mín  bíð spennt eftir leyndó

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú er ég svo forvitin, býð spennt.
æ það er slæmt er honum líður svona illa, en þetta fylgir.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er líka forvitin

Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Anna Guðný

Bíð spennt

Anna Guðný , 30.11.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Nooo... spennandi

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

??

Birna Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband