Leita í fréttum mbl.is

Púff alltaf nóg að gera.

Ég fékk þá snilldarhugmynd að halda bílskúrsölu í dag en þar sem mikið af dótinu er farið þá aflýsti ég söluni á sama stað og ég auglýsti hana, en eitthvað hefur fólk ekki verið að lesa alla auglýsinguna því að hér er búið að vera rennerí á fólki og ég meira að seigja selt smá.

Það er blogghittingur nú kl 16.00 hér á Ak en ég veit ekki satt að seigja hvort ég hafi tíma til þess að fara því að nóg er að gera, en ég hef nú alveg 30 mín til þess að ákveða mig. Þar fór það, var að fá símtal þar sem fólk sem ég hef ekki séð í óratíð var að boða komu sína.

Annars er ég að verða nett gráhærð(og er ég nú nógu gráhærð fyrir) af kút þessa dagana, ég get svo svarið fyrir það að ef hann ætti tonnatak þá myndi hann skella góðri slettu á bakið á mér og festa sig þar og í þau örfáu skipti sem ég fer eitthvað án hans og bróðir hans er að passa hann þá límist hann á bróðir sinn og er svo síman í hinni hendini sí hringjandi í mig þangað til ég kem heim.

Þessi áráttuhegðun hans getur stundum alveg gert útaf við mig, þegar hann tekur uppá einhverju svona, þetta er reyndar með því versta sem ég hef lent í með hann, jújú hann hefur alltaf verið háður mér, en GUÐ MINN GÓÐUR, þetta er aðeins of mikið af því góða.

Svo er hann farinn að taka uppá því að gefa frá sér alls kyns hljóð. td í gærkv sátum við og horfðum öll saman á mynd og allan tíman gólaði hann...... SKÍTT MEÐ KERFIÐ örugglega svona 150 sinnum og þar sem bæði hann og títlan voru með gistifélaga þá var þetta alveg að gera útaf við alla. Og í allan morgun þegar þau voru að horfa á barnaefnið heyrðist allan tíman...... DUSHBECK DUSHBECK, (kannski vitlaust skrifað)endalaust og auðvitað endaði það með slagsmálum á milli þeirra systkina.

Ég er nokkuð sannfærð um það að allars hans áráttuhegðanir hafa aukist til mikila muna eftir að svefnlyf voru tekin af honum, en þetta er bara eitthvað sem ég verð að takast á við og reyna að fá hann til þess að láta af þessu þó ég viti nú innst inni að það verður hægara sagt en gert.

Jæja elskurnar best að halda áframHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Úff. Þú stendur aldeilis í ströngu þessa dagana. Er ansi hrædd um að mín þolinmæði dygði skammt.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Helga skjol

Seigðu og meira að seigja þó ég hafi nú byggt upp slatta mikið af þolinmæði þessi 11 ár síðan hann fæddist, þá oft þrýtur hún hjá mér þessa dagana.

Helga skjol, 18.1.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts strákurinn

Birna Dúadóttir, 19.1.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband