Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að verða seinheppnari, nei ég held ekki.

Í morgun þurfti ég að fara út og vesenast með pappíra sem er allt í góðu en þegar ég er hér í einu fyrirtæki hérna í bænum og tók lyftuna uppá 4 hæð ( já ég veit nennti ekki að labba) haldið þið ekki að lyftuskömminn hafi ekki fest á milli 3ju og 4 hæðar og hoppið sem lyftan tók þegar hún stöðvaðist var ekkert smá, sem betur fer var ég nú ekki ein í lyftuni þannig að það var hringt eftir hjálp sem kom að vörpu spori og komumst við út eftir ca 15 mín og máttum gjöra svo vel að klöngrast út á milli 3ju og 4 hæðar hehe.

Ég skal alveg viðurkenna það að mér stóð nú ekki alveg á sama sérstaklega þegar ég var að príla út, það ruur alskyns hugsanir um hausinn á mér á þessum stutta tíma, td það ef að hurðin myndi nú lokast og á ég milli birrr ekki þæginlega tilhugsun.

Rétt eftir að ég var búin að sinna mínu erindi þarna þá hringir gaurinn og biður mig um að ná í sig þar sem hann er orðinn veikur, þannig að það var rúllað útí skóla og hann sóttur og þá var elskan orðin náfölur í framan og komin með bullandi hita greyjið.

Ég hef velt fyrir mér í dágóðan tíma þessu með að vera jákvæður og hef komist að þeirri niðurstöðu að það að sjá hjörtun hérna vítt og breytt um bæinn yljar manni alveg ótrúlega mikið um hjartarætur. Mér finnst svo æðislegt að horfa hérna yfir í heiði á morgnana og kvöldin og sjá þar þetta dásamlega fallega hjarta sem þar er, ég er farin að taka meira eftir eða leita hreinlega eftir þeim hjörtum sem ég veit að eru um bæinn, sumstaðar eru þau í görljósunum svo fallega rauð að það er gaman að bíða eftir því græna.

Þessa vikurnar er ég stolt af því að vera Akureyingur og fá að njóta þess að sjá þetta á hverjum degi og stundum oft á dag, ég held að hvergi annars staðar á landinu er þetta svona, en það er bara það sem ég held.

knús elskurnarHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Já, mikið er ég sammála þér með hjörtum og allt þetta jákvæða sem er verið að gera hérna í bænum. Ertu búin að skoða hvað er í gangi í KA heimilinu? Endilega skoðaðu það .

Hundleiðinlegar þessar pestar. Við erum búin að vera alveg ótrúlega heppin á þessu heimili í vetur. Var að sjá að valkirjuna mína er bara búið að vanta tvo daga í skólann í vetur. Einn í hvort skiptið.Meira hjá hinum ef samt vel undir meðaltali.

Saknaði þín í gær. Þú finnur enga afsökun næst, ég dreg þig með. 28. febrúar kl. 16.00. Bókaðu þig.

Anna Guðný , 19.1.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 16:41

3 identicon

Þetta er meiriháttar flott framtak hjá ykkur á Akureyri. Þetta er bara frábært. Þeir sem standa að þessu verkefni eiga heiður skilinn. Þetta er bara frábært. Langaði annars bara að senda á þig góðar kveðjur Helga mín og eigðu góða daga framundan og innilega gott kvöld.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Helga skjol

Já Anna mín finnst þér þetta ekki æði, og jú ég er búin að kynna mér þetta hjá KA og ég verð bara að seigja það að ég er stolt af því að vera Akureyringur í dag, mér finnst bara svo frábært hvað allir eru tilb til þess að gera eitt og annað svo okkur geti liðið vel.

Á ekki að skella sér á brosum með hjartanu á fimmtudagskv.

Helga skjol, 19.1.2009 kl. 19:19

5 Smámynd: Helga skjol

Ásdís mín

Helga skjol, 19.1.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir kveðjuna minn kæri vinur

Helga skjol, 19.1.2009 kl. 19:20

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:13

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svo innilega sammála þér með hjörtunGangi þér vel og labbaðu bara stigana, ég geri það hvort sem ég nenni eða ekki...

Jónína Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 08:39

9 Smámynd: Helga skjol

Já ég held að ég haldi mér við stigana, alla vega til þess að byrja með, verð að viðurkenna það að eftir þetta er mér ekkert sérstaklega vel við lyftur.

Helga skjol, 20.1.2009 kl. 08:55

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hjörtun eru æðisleg og hjartað í heiðinni orðið hrikalega flott, þau ylja manni öll þessi hjörtu en viltu segja hvaða hús þetta var sem þú festist í ég er óstjórnlega hrædd við lyftur

eigði góðan dag Helga mín

Huld S. Ringsted, 20.1.2009 kl. 09:27

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sniðugt hjá ykkur, það vantar svona hjörtu hingað.   Væruð þið til í að setja inn myndir af þessum hjörtum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 10:24

12 Smámynd: Helga skjol

Huld, ég er búin að senda þér skilaboð

Helga skjol, 20.1.2009 kl. 11:53

13 Smámynd: Helga skjol

Já finnst þér það ekki Ásthildur, það er svo hlýlegt að sjá þessi hjörtu vítt og breytt um bæinn og ekki skemmir RISASTÓRA hjartað í Vaðlaheiði fyrir.

Ég ætla að fá lánaða myndavél til þess að taka af þessu myndir ef einhver annar verður ekki á undan mér mín vél er nefnilega ónýt.

Helga skjol, 20.1.2009 kl. 11:56

14 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Sædís Hafsteinsdóttir, 20.1.2009 kl. 13:16

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flott þetta með hjartað

Birna Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband