Leita í fréttum mbl.is

Laugardagsmorgun :)

Og ég svaf alveg til kl 8 vá, reyndar er það mikið í mínum huga þar sem ég hef farið á fætur alla morgna í þessari viku kl 5.30 til að bera út fréttablaðið með gaurnum mínum og gengur okkur svona glimrandi vel með það og frábært að fá hreyfinguna og það skemmir ekkert fyrir að fá borgað fyrir það líka, reyndar renna þessir aurar í vasa gaursins en ég styrki hann með labbinu í staðinn því ekki veitir manni af því að hreyfa sig aðeins og svo aðeins meira.

Á næsta Miðvikudag (Öskudag) er stefnan tekin á að bruna í orlofshús í Munaðarnesi og leika sér þar með börnunum frammá Sunnudag, það verður reyndar ekki lagt í hann fyrren að börnin eru búin að sýna sína sönghæfileika hér í fyrirtækjum bæjarins, en mikið ofsalega hlakkar mig til að komast í breytt umhverfi og gera eitthvað annað en að hanga heima hjá, þetta er að miklu leyti gert til þess að ná kút enn meira úr tölvu og tv glápi, fá hann til þess að njóta náttúrunar líka og sjá að heimurinn er ekki bara eitt herb með tölvudóti og svol inní.

Ég er ákveðinn í því að ferðir til borgarinar verða takmarkaðar einfaldlega vegna þess að ég er ekki að fara í bústað til þess að hanga í RVK alla daga, enda hugsa ég sem svo að þeir sem vilja hitta okkur hljóta geta gert sér ferð til okkar eins og við til þeirra og hana nú.

Ég var að lesa rétt í þessu komment hjá einni bloggvinkonu til annarar að um næstu helgi er blogghittingur hérna og enn og aftur missi ég af honum (demm) en ætli ég láti ekki eigin fjölskyldu vera í fyrirrúmi og njóti hennar í staðinn, ég vonandi kemst þá bara þar næst.

Takmarkaður tími fyrir kút í pc og tv gengur ágætlega, ég viðurkenni að það hefur komið fyrir að ég hafi gleymt tímanum en þessi elska má alveg eiga það að hann hlýðir mér þegar ég seigji stopp, þó hann sé ekki sáttur, en hann hlýðir þó og það er það sem skiptir máli, reyndar passa ég mig á því að hann fái strax eitthv annað verkefni eins og það að koma fram að spila spil eða við förum að teikna, nú eða ég læt hann hjálpa mér við matargerð, fara aðeins út með Jenny eða bara það sem mér dettur í hug hverju sinni.

ADIOS ELSKURNARHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Frábært að heyra hvað gengur vel með litla kút og það verður gott fyrir ykkur öll að eyða fjölskyldu tíma saman í orlofshúsi, eins og þú segir þá hafa allir gott af því að draga sig út úr amstri daglegs lífs öðru hvoru.

Hafðu það gott elskuleg og knús á þig

Auður Proppé, 21.2.2009 kl. 09:30

2 identicon

Gangi þér rosalega vel í dag Helga mín. Það er gott að geta sofið. Það vildi ég að ég gæti. Hafðu það rosa gott í dag vinkona og knúsi, knús. Og eitt í viðbót. Það er frábært að strákurinn þinn gengur vel. Það er meirriháttar.

Knús og kjamms. 

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hugmynd að fara í bústaðinn og ná tengslum við náttúruna, það er alveg bráðnauðsynlegt annað slagið

Góðan dag

Jónína Dúadóttir, 21.2.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband