Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Það mætti halda að dagurinn væri föstudagurinn 13 mai en ekki föstudagurinn 30 mai.

Það hefur rignt yfir mig slæmum fréttum í dag, fréttum sem ég hálfpartinn bjóst við en var að vonast til að myndu ekki rætast, en þar sem ég er ákveðinn í því að láta þessar fréttir ekki breyta lífi mínu heldur í stað þess ætla ég að muna eftir öllu því góða sem gerist í kringum mig og leyfa mér að telja það upp hér og verða þess vegna bara hund væminn ef svo ber undir, málið er einfaldega það að ég þarf að sjá björtu hliðarnar svart á hvítu því ég veit að þá líður mér betur.

Ég á 4 yndisleg börn öll með sín sérkenni og elska ég öll þess sérkenni af öllu hjarta.

Elsta dóttir mín að verða 23ja ára er sú manneskja sem ég hef minnstu áhyggjurnar þurft að hafa af eftir að hún náði sér eftir sinn fæðingargalla, hún hefur alla tíð verið elskuð af öllum þeim sem hún hefur kynnst, hún hefur aldrei dottið í neina óreglu, aldrei reykt á ævi sinni, smakkað áfengi í hófi og stundað sína vinnu með sóma. Hún jafnframt gaf mér fyrsta barnabarnið mitt fyrir rétt um 2 árum síðan og það var dásamleg upplifun að verða amma 38 ára gömul, ég man að ég var spurð hvernig í óskopunum ég gæti verið ánægð með að verða svona ung amma en það er alls ekki málið heldur það að þegar maður er bara sjálfur 17 ára þegar maður verður mamma þá má alveg búast við því að verða ung amma og það er bara ÆÐISLEGT.

Síðan á ég son 15 ára gamlan sem er alveg yndislegur líka, hann hefur þurft að ganga í gegnum marga erfiða hluti í lífinu þrátt fyrir ungan aldur, td vítavert einelti að hálfu kennara og hluta nemenda í noregi í ungdomskolanum sem hann var í einn vetur og það nánast keyrði hann niður að fullu og lífið varð hrikalega erfitt hjá þessari elsku, en hann stóð upp sem sigurvegari og tók þá ákvörðun að koma útúr skápnum með sína kynhneigð aðeins 14 ára gamall og get ég ekki annað en verið mjög stolt af honum fyrir það að sjá það að betra væri að koma útúr skápnum heldur enn að fórna sálinni eða lífinu fyrir vanlíðan.

Þá er það kúturinn minn að verða 11 ára gamall sem greindist með hin ýmsu vandamál aðeins 3ja ára gamall og hefur þurft að vera á hinum ýmsum lyfjum síðan, þessi elska var seinn til alls sama hvað það var, hann lærði varla að tala fyrren um 4ra ára aldurinn af einhverju viti en fram að þeim tíma töluðu þau systkini saman á sínu eigin tungumáli sem nánast engin skildi nema nánasta fólkið þeirra. Við fluttum svo til noregs og þar bættust við fleiri og fleiri greiningar sem síðan hefur komið í ljós að eiga sér ekki miklar stoðir í raunveruleikanum SEM BETUR FER, mér var td tjáð það að ég skildi undirbúa mig fyrir það að setja hann á stofnun innan einhverja ára, en viti menn að eftir að heim var komið á ný hefur þessi elska tekið meiri framförum á þessu eina ári heldur enn öll 4 árinn í noregi, hann er farinn að lesa, skrifa vel, tala betur, eignast vini og það fleiri enn einn, síðast í gær fór hann í dagsferðalega með skólanum sínum og var í burtu í heila 12 tíma og mér fannst ég fá heim gutta sem elst hafði um einhver ár svo þroskaður fannst mér hann vera þegar hann kom til baka og það fyrsta sem hann sagði þegar hann labbaði innum dyrnar hérna heima var......Mamma ég fór á tippasafnið, hahahahaha og honum fannst bara mjög gaman að vera í burtu í þennan tíma.

Svo loksins er það títlan mín sem er að verða 10 ára, þetta er eflaust það barnið mitt sem hefur komið best útúr lífinu enn sem komið er alla vega, það er hægt að telja það á fingrum annara handar hversu oft hún hefur orðið lasinn um ævina eða eitthvað verið að hjá þessari elsku minni, hún er ákveðnari en allt sem ákveðið er og ég vona bara að það verði henni til framdráttar í lífinu, ég hef oft sagt að ganni mínu að hún þyrfti að verða einræðisherra á einhverri eyju til þess að getað stjórnað öllum í kringum sig hehe, húin er alveg einstakur persónuleiki og ég vona svo af öllu mínu hjarta að svo verði áfram.

Ég veit að ég er kannski skelfilega væminn en það verður bara að hafa sig því ég finn það að bara hafa ritað þessi orð hér niður léttir á mér, ég hef svo margt að þakka fyrir, ég hef þak yfir höfuðið sem ég kem til með að verða trygg með fram til í júnilok 2010 og ég skal ekki lúffa aftur eins og ég gerði síðast ef þessi staða skildi koma upp aftur, ég næ að standa í skilum með allt mitt og er þá nokkuð hægt að biðja um meira, ég vonast til þess að á 2 árum liðnum muni verða komið að mér í búseta og þá geti ég og mín fjölskylda verið þar eins lengi og hugurinn girnist.

Ég er staðráðinn í því að láta þessar slæmu fréttir sem ég fékk EKKI koma mér úr jafnvægi meir, ég er orðinn þreytt á því að láta utanaðkomandi hluti hræra í mínu lífi, hluti sem ég get ekkert gert í þó ég svo gjarnan vildi.

Jæja þá er ég næstum því búin að telja upp allt hið góða í mínu lífi, að sjálfsögðu gæti ég talið upp miklu fleiri hluti en ég hugsa að þá sæti ég hérna til morguns þannig að ég læt mér nægja að hugsa um restina í bili að minnsta kosti.

Þessi færsla er eingöngu skrifuð fyrir sjálfa mig til þess að lesa yfir og sjá hversu heppinn ég er, nú ef einhver vill lesa þá er það bara gott mál líka.

Megið þið öll eiga yndislegt kvöld og yndislega helgi því það ætla ég að gera líka.Heart


Þessi dagur, þessi dagur.

Ja eða ég gæti allt eins sagt gærkvöldið, þetta virðist vera akkúrat sá tími sem öll heimilstækinn hrynja, í gærkvöldi þegar ég setti uppþvottavélina í gang þá ætlaði hún fyrir það fyrsta aædrei að koma sér af stað, en svo loksins hökkti hún í gang með þvílíkum látum og svo frussaði hún vatni útum allt gólf (helv vélinn), það var náttúrulega fenginn til maður og kíkt var á græjuna og nei takk hún er dáinn bévítans druslan.

Þannig að það var farið í uppþvottavéla leiðangur í morgun og með mér heim fór ein ágætis vél eða ég vona það alla vega, ég veit óskop vel að þetta telst til munaðar að hafa svona græju en þegar maður er orðin góðu vanur þá er erfitt að venja sig af því og þessi tæki í dag eru nánast orðin einnota, það svarar ekki kostnaði að láta gera við þetta nema þetta sé græja sem er þess dýrari og ég viðurkenni það að ég er ekki von að kaupa heimilstæki í dýrari kantinum.

Annars eru allir gemlingarnir mínír farnir að bíða spenntir eftir að skólaárinu ljúki og í mér er bæði spenna og tilhlökkun,spenna yfir því að hversu erfitt það getur orðið að draga kútinn með í útilegur en í þær ætla ég vonandi að fara í margar í sumar og tilhlökkun yfir því að geta vonandi verið aðeins frjálsari en venjulega, að þurfa ekki að bíða eftir að skóladegi ljúki til þess að getað farið eitthvað þó ekki sé nema í kjarnaskóg, lystigarðinn, sund eða hvað svo sem manni dettur til hugar.

Það er svo svakalegur sumarfílingur mér núna vegna þess hvað veðrið er gott og ég vona bara að það haldist svona sem allra lengst, maður má alla vega láta sig dreyma, er það ekki.

Sólarknús á ykkur elskurnar. 


Ég fór til læknis

sem væri svosem ekkert merkilegt svona öllu jafna, en hann var svona að athuga eitt og annað og þar á meðal þyngdina og hæðina og já viti menn, ég hef minnkað um heila 3cm á einu og hálfu ári, ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar hann sagði 1.66 cm og ég bara kváði og sagði nei þetta er ekki rétt ég er 1.69 cm og hann nei Helga mín þú ert 1.66 cm, svo ég bað hann um að mæla mig aftur og jú rétt skal vera rétt ég er að minnka því aftur mældist ég 1.66 cm þetta er æginlega bara fyndið, ég taldi mig nú ekki svo gamla að ég væri farinn að skreppa saman, en það er víst svo, ég skaut því að honum að um fimmtugt yrði ég orðin 1.50 cm og öll börnin mín löngu vaxin mér yfir höfuð hehe og örugglega barnabarnið líka. Það er bara verst að ég skuli ekki minnka á þverveginn líka þá væri þetta í góðu lagi, en ætli stefnan verði ekki tekinn á það næst, þannig að það verði nú smá samsvörun í þessu hjá mér.

Annars eins og fram hefur komið hérna áður að þá erum við að passa eitt stykki hund og þessi hundur er með geltisýki á háu stigi, hann geltir nánast orðið allan daginn, það má ekki heyrast minnsta þrusk eða bíll keyra eftir götuni þá byrjar hann og mikið lifinadis skelfing er þetta orðið leiðinlegt, Jenny tíkin okkar er meira að seigja að verða þreytt á þessu, hún tók reyndar uppá því að gera þetta með honum og fannst það voða sport en nú finnst henni hann bara vera orðinn leiðinlegur og horfir á hann með svona aumkunarverðum svip sem seigjir.......Æji góði farðu að þeigja.

Ég hef eða hafði aldrei verið mikil hundamanneskja áður en að gaurinn keypti sér tíkina en í dag þá gæti ég ekki hugsað mér lífið án hennar, hún er með svo mikin karakter og það er svo gaman að sjá það hvernig hún sýnir hinum að þetta sé hennar heimili en ekki hans, hún er alls ekki vond við hann heldur meira svona urrar á hann ef hann er eitthvað að reyna að troða sér inná hennar yfirráðasvæði og lætur hann alveg vita það að hún sé prinsessan á þessum bæ en hann bara aðskotahlutur hehe, gaman að fylgjast með þeim, því hann kemst ekki upp með neitt múður við hana.

Hún getur sýnt svo mörg sviðbrigði og það er svo fyndið hvernig maður þykist getað lesið eitt og annað útúr svipnum hjá henni. Æji hún er bara svo mikið æði þannig að ég varð að vera smá væminn núna hehe.

Hafið góðan dag í dag elskurnarHeart


Mánudagur til mæðu.

Nei seigji bara svona, góð helgi að baki og veðrið yndislegt. Það var mikið gaman í eurovision teitinu og mikið hlegið, hins vegar komst maður ekki hjá því að verða pínu fúll þegar maður sá hvers kyns var í kosningunni, en ég er mjög stolt af okkar fólki þau stóðu sig með prýði og Friðrik hreint og beint geislaði á sviðinu og framstaðan þeirra var til fyrirmyndar.

Hér er grillað alla daga og alltaf verið að prófa eitthvað nýtt á grillið og alltaf heppnast það jafnvel, hér var svo farið út í morgun en af garðinum girtur af fyrir hana Jenny svo hún stingi ekki af þessi óþekkatarormur.

Kútur virðist ætla að ætla að enda skólaárið á því að vera veikur, hann veiktist á laugardaginn með hálsbólgu og hita þessi ræfill en hann hafði það samt af að stinga af í gærkvöldi með báða hundana eða öllu heldur Jenny stakk af og kútur skellti max (það er hundur sem við erum að passa) í band og trallaði sér úr á naríonum einum fata að elta Jenny án þess svo mikið að láta mig vita, hér varð að sjálfsögðu uppi fótur og fit og allir út að leita en ekki fundust þau í fyrstu atrennu, en svo þegar lagt var aftur af stað þá kom kútur trallandi með Max í bandi en einhver yndislegur strákur hélt á Jenny og hjálpaði honum heim aftur, en þetta er svona lýsandi dæmi um hvatvísina sem getur fylgt honu, það er bara farið eitthvað án þess að láta kóng eða prest vita.

Þetta verður til þess að maður missir úr slag af hræðslu, því útí norge átti hann til að stinga svona af en rataði svo ekki heim aftur greyjið, hann getur verið svo eiginlega áttavilltur þessi ræfill og veit ekki hvort hann er að koma eða fara.

Eigið góðan dag elskurnar. 


Munið þið eftir þessu.

Ég verð bara að seigja það að mér finnst dansararnir þvælast meira fyrir heldur en hitt, þetta eru flottir dansar en það er ekki málið mér finnst þeir bara skyggja algjörlega á Friðrik og Regínu.Það er aldeilis munur á sögnum þarna og núna.

Hummm hvað varð um bloggletina

Nei seigji bara svona, annars mátti ég til með að láta vita af því að þar sem ég er vog í orðsins fyllstu merkingu, að þá er ég búin að vera valhoppa hérna eins og hæna síðan á Fimmtudagskvöldið því á ákváðum ég og 2 aðrar vinkonur mínar að ef að Ísland kæmist áfram þá skildi sko vera haldið eurovision partý hjá einni okkar, en mín var bara engan vegin að getað  ákveðið sig eins og venjulega  eftir að við komumst áfram, en svo fékk ég spark í minn æðri enda þannig að það varð úr að í eurovision partý verður farið í kvöld og ekkert vesen með það.

Ég viðurkenni það fúslega að eftir að vera búin að taka ákvörðun þá bara virkilega hlakkar mig til að fara, það er nú ekki eins og maður fari svo andsk mikið út fyrir dyr heimilsins til þess að hitta annað fólk nema þá í bónus eða svol sjoppum.

Þannig að í kvöld ætla ég að skemmta mér í góðra vina hóp og engum mun koma til með að leiðast, það er alveg á hreinu, enda eru þessar tvær vinkonur mínar alveg yndislegar í alla staði og það er svo gott og gaman að eiga góða vini....Ekki satt.

Ég vona að kvöldið hjá ykkur verði gaman eins og ég ætla að hafa það hjá mér.

Knús á ykkur öll elskurnar mínarHeart


Það er bloggleti í gangi.

Já satt að seigja er ég að fyllast af bloggleti, kannski vegna þess að vikan hefur einkennst af mikilli spennu við það að koma sér fyrir aftur í húsinu, nú svo er veðrið búið að vera hreint út sagt dásamlegt síðustu daga, hér var tekið sig til í gærmorgun að tjaldinu tjaldað út í garði við mikla lukku barnana, sérstaklega títlunar og fékk hún og vinkona hennar að sofa í tjaldi og gellurnar sofa enn, ekkert smá duglegar.

Það er komin alveg heljarinnar útilegufílingur í mig og mig er farið að hlakka alveg hrikalega til að skella mér í útilegu og ætla ég að gera mikið af því ef veður leyfir og ég ætla bara að trúa því að veðrið verði gott í allt sumar um allt land.

Þar sem að mín er með þennan sumarfíling enn er eins og næpa eftir veturinn og er hætt að vilja liggja í ljósabekkjum þá ákvað gellan að notfæra sér eitt af þessum brúnku spreyjum sem eru á markaðnum í dag og viti menn það var sebrahestur sem skreið framúr rúminu í morgun hehe, eða svona allt að því, ég var nefnilega svo gáfuð að þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn þá náttúrulega er ég að vinna með vatn sem varð til þess að vatn rann eftir handleggjunum á mér og ég er semsagt hvít á kafla en fagurbrún á öðrum stöðum, andlitið tókst að vísu vel sem betur fer og er ég bar þokkalega fín þar, en núna verður mín að gjöra svo vel að haga sér eins og prinsessa og koma ekki nálægt vatni næstu tímana því auðvitað varð ég að laga skemmdirnar áðan.

Nú hef ég sleppt því að lesa slæmar fréttir í dágóðan tíma og svei mér þá það virkar alveg þrælvel, ég finn að ég er mikið léttari í skapi og slepp við það að taka inná mig allar heimsins áhyggjur í staðinn, bara gott mál.

Eigið góðan laugardag elskurnarHeart


Allir að leggjast á eitt með hjálp fyrir þessa yndislegu fjölskyldu.

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

 Viljið þið vera svo væn að setja þetta á ykkur síðu.

Velunnarar.


Enn ein dagur í upppökkun hehe

en nú er það líka búið, sem betur fer kláraði að ganga frá restinni af því sem ég var búin að pakk niður fyrir flutninga og var ráðist á ruslapokana og þeir tæmdir, svo nú er bara eins og maður sé nýfluttur eina ferðina enn, en er samt á sama stað, þetta er eiginlega pínu fyndið svona ef maður lítur að björtu hliðarnar í þessu öllu saman.

Annars er búið að vera hér stöðugur gestagangur síðan um hádegi fékk fjórar góðar vinkonur í heimsókn og það var mikið spjallað og hlegið, svo um 3 leytið kom elsku litla systurdóttir mín til mín og ætlar að gista hjá okkur í nótt, hún er reyndar ekkert lítill lengur orðinn 13 ára en þar sem hún er svona bland í poka eins og frændi sinn þá finnst manni hún alltaf lítil, en það er bara yndislegt að hafa hana hjá sér, hún er svo einlæg og samt stundum svo gömul í orðum og maður getur alveg drepist úr hlátri stundum, hún sagði við gaurinn minn....Árni minn þú ert mikið fallegri rauðhærður en dökkhærður, viltu ekki bara lita  þig rauðan aftur Árni minn og þetta var sagt í svona ömmutón, alveg hrikalega fyndið þegar það kom frá henni, en kannski ekki jafn fyndið á prenti hehe.

Hér var stokkið til í gær og stefnt á jysk (rúmfatalagerinn) til þess að kaupa öryggisnet á trampolínið sem ég keypti í jysk í norge og ég taldi nú víst að þar sem þetta væri sama stærð og sama búð að þá ætti netið að passa en það var nú ekki svo gott, því nú er búið að breyta fótunum á líninu og þá er ekki hægt að festa netið á það Devil þannig að eina lausinn er að kaupa nýtt trampolín þegar þau koma aftur í sölu, ömurlega fúlt að ekki sé hægt að nota þetta net, því nú er kútur aldeilis farinn að hreyfa sig, hann hoppar og hoppar endalaust eftir að hann kemur heim úr skólanum og það er ekki verra.

Eigið gott kvöld elskurnar mínar og trúum því að Ísland komist áfram í kvöld 


Er hægt að hafa meira að gera.

Ég bara spyr, ég hef ekki einu sinni haft tíma til að fara blogghring hvað þá að blogga eins og ég ætlaði mér í gær.

Ég fór á þennan fund í gær sem ég er búin að tala um hérna en því miður var mér ráðlagt að fara ekki með það hingað inn að svo stöddu því mér skilst að ekki verði það mér til framdráttar vegna manneskju sem kíkjir hérna við reglulega, en ég get samt sagt ykkur það að þetta var meiriháttar góð niðurstaða í þessu fyrir mig og mig eina, það er komið af stað ákveðið ferli sem síðan verður hrint í framkvæmd næsta vor svo mikið get ég alla vega sagt ykkur, kannski kemur sá tími að ég blasti þessu öllu hérna inn en því miður bara ekki að svo komnu máli.

En þið elskurunar mínar verðið bara að sætta ykkur við það að vita bara það að þetta voru langþráðar fréttir fyrir mig af hinu góða.

Annars hafa fjórir síðustu dagar einkennst af því að hér er ekki stoppað frá morgni til kvölds, því hér er verið að koma öllu í samt horf aftur, ég var náttúrulega að fara flytja og var þar að leiðandi búin að pakka niður alveg helling og bjó hér í kössum, þannig að nú er verið að pakka uppúr þeim aftur og koma sér fyrir eina ferðina enn og það á sama stað, alveg ótrúlegt.

En kostirnir eru þeir að nú er vandað til verksins og aukið við geymlsudótið því ekki ætla ég að rífa allt uppúr kössum aftur því það er hellingur sem maður notar aldrei en tímir samt ekki að henda alveg strax, þannig að það verður geymt aðeins lengur eða í eins og tvö ár í viðbót, því hérna ætla ég að vera þangað til að upphaflegum leigusamning lýkur og ekkert múður með það.

Nú þýðir ekkert rugl við mig lengur og ef þetta kemur aftur uppá af hálfu leigusala þá seigji ég stopp, ég get bara einfaldlega ekki lagt þetta á börnin mín aftur, því að sjálfsögðu hafa þau fundið fyrir spennuni hjá mér útaf tilvonandi flutningum sem síðan varð svo ekkert af.

Annars er það að frétta af kútnum mínum að hann var trappaður niður af einum lyfjum sem hann byrjaði að fá í norge fyrir tveimur árum síðan en búið er að taka af honum núna og ég seigji það satt að það eru að gerast ótrúlegar breytingar til hins betra með hann, nú fer minn maður orðið út að leika sér, hann hangir í símanum eins og sönnum tilvonandi ungling sæmir að leita eftir félagsskap og er farinn að bjarga sér miklu meira hérna heima en hann gerði áður, hann stundar alls kyns tilraunastrafssemi í eldhúsinu með eitt og annað matarkyns ekki til þess að borða ónei heldur er minn að búa til sprengjur að eigin sögn úr hinum og þessum efnum sem tengjast bakstri, ekkert hættulegt heldur bara gaman að sjá þessa elsku vera að vakna til lífsins og það besta af öllu er að hann gengur frá öllu eftir sig og eldhúsið verður nánast spikk og span af hreinlæti og sprengjan hefur ekki heppnast ennþáWink kannski vegna þess að hann á það til að bæta við uppþvottalegi í gjörninginn LoL en svo einhverjir fari nú ekki að hafa áhyggjur þá er alltaf einhver sem situr við eldhúsborðið og fylgist með aðförum kúts.

Annað sem líka er svo gaman og það er að stóra systir hans kom hérna færandi hendi með gamlan gsm handa honum og hann varð svo ánægður að fá gemsa að það var bara nánast fyndið, stóra systir splæst á hann 500 kr inneign í leiðini og minn var fljótur að klára hana því hann varð að hringja í okkur hin og láta okkur vita að hann ætti gemsa þó við værum öll stödd hérna heim, hann bara varð að prófa nýja gemsan sinn og hvernig er hægt að stoppa það af þegar maður sér barnið sitt vakna til lífsins þó það kosti smá aur, alla vega gat ég það ekki.

Jæja elskurnar mínar ég vona að þið fyrirgefið mér að geta ekki komið með nánari upplýsingar um fundinn minn góða alla vega ekki strax.

Vá hvað þetta er orðinn löng færsla. 

Eigið góðan dag öll sem eitt það ætla ég að gera. 

 


Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband