Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Jæja þá er bíllinn seldur

og gekk það fljótt og vel fyrir sig. Það er með mig eins og marga aðra að tími var kominn til að minnka aðeins greiðslubyrðina og fá sér minni bensínhák og merkilegt nokk að þá leið ekki langur tími frá því að ég setti hann á sölu að tilboð kom um skipti á bíl sem er nákvæmlega eins nema nýji minn er beinskiptur, dekkri blár og þremur árum eldri, en ég fékk toppverð fyrir minn plús það að ég gat stytt lánið um 2 ár og greiðslubyrðinn minnkaði um slatta góðan pening líka, ekki slæmt. Hvað þá á þessum síðustu og verstu tímumWink

Lengi vel var ég búin að velta vöngum yfir því að fara á Hríseyjarhátíðina þessa helgi en kútur minn tekur það bara alls ekki í mál og ég á voða erfitt með að draga hann eitthvað sem hann vill ekki fara, honum finnst nóg komið af ferðalögum í sumar. Annars er spáinn ekkert til þess að hrópa húrra fyrir þannig að það er kannski alveg eins gott að halda sig bara heima við, ég ætla nú samt að kíkja með tíltuna þarna á morgun og leyfa henni að taka þátt í söngvakeppnini þeirri sömu og hún vann í fyrra.

Annars er bara verið að bíða eftir því að uslinn sem gerður var í borginni verði uppgötvaður, en það mun gerast á Sunnudag og þá kemur í ljós hvort við verðum hausnum styttri eða viðkomandi ráði sér ekki af gleði, það gæti nefnilega farið á báða bóga miðað við það sem gekk á þarna syðra hehe. Enn allur þessi usli var gerður með góðum hug og engu öðru, svo er bara spurning hvort þessum usla verði tekið sem slíkum eða ekki.

 


Komin heim.

Eftir hvíldina í borginni sem síðan varð engin hvíld þvi við tókum okkur 3 saman og gerðum smá usla sem ekki má seigja frá fyrir enn á næsta mánudag því það á að koma á óvart. Annars var fínt að vera í borgini þennan tíma nema hvað að ég og kútur gátum engan vegin sofið í þessari íbúð sem við fengum að láni útaf hverju veit ég ekki  það var bara títlan sem náði að sofa á sínu græna, þannig að í rauninni komum við þreyttari heim heldur en þegar við fórum  af stað.

Við kíktum til Grindavíkur á laugardag til vina okkar þar sem okkur var boðið í grill og gistingu og þegar þangað var komið var húsmóðirnn á bænum ekki heima því hún var vant við látinn að vera viðstödd fæðingu fyrsta barnabarnsins þannig að henni var alveg fyrirgefið það og í heiminn kom líka þessi fallegi drengur sem var hvorki meira né minna en 18 merkur og 58 cm. En húsbandið hennar tók vel á móti okkur og var grillað hvorki meira né minna en 2 læri ofaní mannskapinn en eftir stóð eitt alveg ósnert læri en gott var það.

Annars er ég óskop löt að blogga þessa dagana, finnst ég hafa eitthvað lítið að seigja þó reyndar ég hafi alveg fullt að seigja frá, er bara ekki að nenna því. 

knúsHeart


Þá er það borg óttans.

Já mín er sko mætt í borg óttans ásamt minni fjölskyldu og verð hér í einhverja daga, það gerðist frekar óvænt að tekinn var stefnan hingað suður en þar sem okkur stóð til boða fríkeypis (eins og þeir hjá vodafone seigja)íbúð þá ákváðum við að slá til og skella okkur hingað.

Kútur var nú ekki alveg sáttur við þetta ferðalag finnst vera komið nóg af því í bili en fyrir rest þá hafðist það að tala hann til með góðu, reyndar á þeim forsendum að hálft herbergið hans væri með í för og þar sem ég er nú ekki á beint stórum bíl og með 2 hunda líka þá mátti  gjöra svo vel að tengja kerru í bílinn fyrir farangurinn því það var ekki nokkur leið að koma þessu í skottið þegar risastórt hundabúr var komið þar.

Birtan hennar ömmu sinnar var líka með í för því hún var að fara heimsækja fósturömmu sína í nokkra daga og það alein, en það er líka í góðu lagi þar sem hún þekkir hana mjög vel líka, annars lét þessi amma eins og hún væri að kveðja sitt eigið barn þegar hún var sótt að hafði fósturamman orð á því við mig og lofaði að passa hana rosa vel hehe, sem ég veit að hún gerir því þetta er yndisleg kona, þessi kona var semsagt gift pabba elstu dóttir minnar áður en hann dó en hún hefur alltaf tekið dóttir minni sem sinni eiginn og hennar núverandi maður líka, þau eru bara æðisleg bæði tvo.

Títlan mín var vel sátt við þetta ferðaleg því hún elskar að vera á fullu allan daginn og þar sem hún hitti frænku sína strax við komuna hingað þá hefur varla þurft að hafa fyrir henni.

Gaurinn minn varð eftir hjá pabba sínum þar sem hann er að vinna fyrir hann og hefur verið að gera það síðustu 3 vikur núna og gengur bara glimrandi vel eftir því sem ég kemst næst, ég spjallaði aðeins við pabban um síðustu helgi og gaurinn er bara hörkuduglegur hjá honum sem ég reyndar vissi að hann væri, það vantaði bara að fleiri hefðu trú á honum heldur en ég og ég vona svo sannarlega að svo sé í dag, ég veit að þessi elska er alveg hörkuduglegur ef hann vill vera það og ég held að hann hafi sýnt pabba sínum það hvers megnugur hann er. Enn nr 1, 2 og 3 er að hann er sáttur við að vera þarna þannig að ég held að lífið sé eins og best verður á kosið fyrir þessa elsku.

Mín skoðun er sú að ef að börnum er hrósað fyrir það sem vel er gert að þá tíeflast þau og vilja sanna sig ennþá meira og ég held einmitt að það sé málið með þessa elsku að hann er sko sannarlega að sýna það hvað í honum býr, mér fannst svo æðislegt í gær þegar ég heyrði í honum og spurði hvort það væri brjálað að gera hjá honum þá var svarið já ég og pabbi erum að gera við eina vél hérna og bara það að þessi elska hafi verið að gera við vél með pabba sínum seigjir mér hversu mikið hann sé tilbúin að leggja á sig og þetta er einmitt eitt af því.

Það er svo stutt síðan að mér leið eins og ég væri að keyra hann í einangrunarvist á hrauninu þegar ég skutlaði honum í sveitina, elskan gaf sér alveg extra langan tíma til þess að bera inn dótið sitt og kveðja mömmu sína en það leið ekki dagur áður enn að minn var orðinn sáttur við sína vinnu.

Ég held satt að seigja að málið með hann hafi verið að það væri ekki kúl að vinna í sveit, hvað skildu vinirinir seigja, en þar sem hann hefur alltaf elskaði að vera hjá pabba sínum og umgangast dýrinn hér áður fyrr  þá var ég nokkuð vissum að hér væri verið að taka rétta ákvörðun þegar hann fékk já frá pabba sínum við því að taka hann í vinnu. Ég vona svo af öllu hjarta að þeir feðgar nái að mynda þau tengsl sem horfinn voru og að þeir verði sáttir hvor við annan.

Jæja elskurnar nær og fjær ég mun reyna að blogga eitthvað meir á þessu ferðalagi mínu en þangað til.

ADIOS. 


Nei Anna mín ég slapp við það að detta í ánna.

Hehe bara búið að vera mikið að gera síðan að heim var komið á Sunnudag, hér eru ennþá gestir með börn og í nógu að snúast, hvað þá þegar þetta eru 3 ársgamlar títlur sem finnst gaman að skoða allt sem nýtt er.

Annars var helginn alveg frábær og allir skemmtu sér vel í Vaglaskógi, veðrið var yndislegt nánast allan tíman og ég er ekki frá því að maður hafi tekið meiri lit þarna á 2 dögum heldur en á Mallorca í 2 vikur, enda sat maður úti frá morgni til kvölds. Það var gjörsamlega stappað af fólki þarna en sem betur fer var nánast ekkert um fylleri eða læti, alla vega varð ég ekki var við neitt sem raskaði ró minni þarna. Krakkarnir léku flest við hvern sinn fingur og alltaf var nóg að gera hjá þeim, kútur var sá eini sem ekki var alveg sáttur við þessa útilegu og vildi fara heim á hverjum degi, annars kynntist hann 2 bræðurum sem að hafa sömu áhugamál og hann, þannig að þeim varð vel til vina og gátu dundað sér vel og lengi með yu gi oh spil og var það alveg meiriháttar að horfa uppá þá 3 leika sér saman. Yfirleitt er það nefnilega þannig að hann fellur ekki í hópinn neins staðar þannig að úr verður að þessi elska er í flestum tilfellum einn með okkur fullorðna fólkinu, eða þá að hann ráfar eitthvert í burtu í leit að félagsskap og nánast undantekingarlaust endar það í einhverjum krísum og ofast nær vegna þess að honum er strítt útaf útiliti sínu.

Það er svo skelfilegt hvað börn geta verið miskunnarlaus við þá sem eitthvað eru öðruvísi í útiliti, reyndar ekki bara börn því oft sér maður fullorðið fólk sem gjörsamlega ætlar að missa útúr sér augun þegar það sér hann, síðast í gærkvöldi vorum við vitni af því á greifanum að við borð nálægt okkur sat kona nokkur og hún reyndi ekki einu sinni að fela það þegar hún starði úr sér augun á kút, það var ekki fyrren búið var að  stara á hana á móti í þónokkra stund og einn við borðið seigjir það mætti halda að þessi kona hafi aldrei séð börn sem eru öðruvísi en önnur börn sem hún vaknaði til lífsins og varð skömmustuleg, því ekki fór á milli mála að hún heyrði það sem sagt var og skildi að sneiðinni var beint til hennar.

Oft get ég alveg ímyndað mér hvað fólk hugsar þegar það sér hann að þetta sé nú alfarið mataræðinu að kenna og ég sem foreldri sé ekkert að hugsa um hvað hann borðar en því miður er það ekki svo, því ef svo væri þá ættu hin 3 börnin mín að vera svona líka þar sem þau öll hafa verið á sama mataræðinu og eru hin 3 eins og  tannstönglar, það hefur nánast allt verið reynt til þess að láta hann léttast en ílla hefur gengið í þeim efnum, að vísu má samt seigja að hann hafi lést þar sem hann hefur lengst gríðarlega mikið síðasta árið en ekkert þyngst með því heldur bara staðið í stað sem er gott mál.

Eigið góðan dag elskurnar og knús á ykkur öllHeart


Títlan að koma heim

og mikið hef ég saknað hennar þessa daga, það er búið að vera alveg hrikalega tómlegt síðustu daga þegar að 2 börn vantar á heimilið, meira að seigja kútur saknar systur sinnar mjög mikið og er bara ekkert sáttur við það að hún sé svona lengi í burtu.

Annars er húsið að fyllast hér eftir örskamma stund því Aníta systir og hennar fjölskylda er að mæta í bæinn eftir smástund og í þessari fjölskyldu teljast hvorki meira né minna en 6 börn en inní því eru þríburadúllur rúmlega ársgamlar þannig að það verður mikið fjör hér á eftir, reyndar kemur ekki elsta dóttirinn með þar sem hún er á götusmiðjuni en hin 5 eru öll með í för, þannig að hér í kvöld verða hvorki fleiri né færri enn 7 stykki af börnum og 4 fullorðnir, plús allir gestirnir sem vilja sjá þríbura dúllurnar mikið gaman og mikið fjör.

Svo er stefnan tekinn á Vaglaskóg á morgun með öllu fólkinu og ég er alveg vissum að það verður mjög gaman sérstaklega ef að veðurspáinn stenst sem ég trúi að hún geri.

Knús á ykkur inní helgina ef ég skildi ekki sjást hér meir fyrren eftir helgi.Heart 


« Fyrri síða

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband