Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Niðurtalning er hafinn á þessu heimili

Allir komnir á fætur sem ætla að horfa á leikinn og sestir spenntir fyrir framan imban.

Svo nú er gargað ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM ÍSLAND.

10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1,

AND WE GO ON 


Mikið hefur verið skrifað um.

Björgvin unga snillinginn í markinu í handboltanum á bloggsíðum í dag og eflaust margir lesið viðtalið við móðir hans í 24 stundum. Mér finnst það aðdáunarvert hversu ákveðin hún var með það að láta hann ekki á lyf á sínum tíma, enda kannski ekki ástæða til þar sem hann var greindur á mörkum ofvirknis og athyglisbrestar, sjálfri finnst mér að ekki ætti að setja börn á lyf þegar þau eru greind á mörkum ofvirknis og oft finnst mér börnum verið gefið lyf fyrir nánast minna en ekki neitt.

Hins vegar á ég son sem er á lyfjum og oft vildi ég að guð gæfi að þess þyrfti ekki, oftar en ekki hef ég fyllst þvíliku samviskubiti yfir því að gefa honum lyf á hverjum einasta morgni og þvílík kvöl sem það er  að eiga barn sem þarf lyf, ég hef af og til reynt að draga það að gefa honum lyf að morgni til að sjá hvort hann sé bara ekki orðinn heilbirgður, en því miður verða vonbrigðinn alltaf þau sömu þegar kannski ein eða tvær klst eru liðnar og heimilið er komið í upplausn, systir hans grætur vegna barsmíða sem hún verður fyrir, öskrin og lætinn í kút yfirgnæfa allt annað á heimilinu, þá loksins gefst ég upp fyrir sjálfri mér og gef honum sinn reglulega dagskammt því öðruvísi fúnkerar hvorki hann né aðrir fjölskyldumeðlimir.

Hann reyndar er með greiningu á hæðsta stigi og fór uppfyrir öll venjuleg viðmið plús það að hann hefur fleiri greiningar en AD/HD sem ég nenni ekki að tíunda hér, en mikið gæfi ég fyrir það ef ég bara gæti sleppt lyfjum fyrir hann og hann gæti bæði vakið og sofið án þeirra.

Ég svona hálfvegis fyllist öfund þegar ég les um  eða sé börn sem hafa einhvers konar greiningar en komast í gegnum daginn án þess að nota til þess lyf.

Ég er samt sem áður sannfærð um það að minn sonur gæti aldrei fúnkerað í daglegu lífi ef hann væri lyfjalaus því erfitt er það á stundum að fúnkera með lyfjum hvað þá ef hann væri án þeirra.

Kannski kom uppí í mér sjálfsvorkunn, ég veit það ekki, ég hins vegar veit það að ég elska kútinn minn með öllum sínum köstum og göllum og ég trúi því að hann fæddist í þennan heim með tilgangi og það sem þessi elska hefur kennt mér í gegnum okkar ár saman er ómetanlegt og eitthvað sem ég hefði kannski aldrei lært.

 Smá vangaveltur á laugardegi elskurnarHeart


Skólastart og læknakvart.

Við mættum 3 í skólan í morgun, ég, gaurinn og títlan.

Fyrst var byrjað í viðtali hjá kennara gaursins og gekk það ljómadi vel og hann jákvæður fyrir lokaári sínu í grunnskóla, honum er jafnframt boðið að byrja í framhaldsnámi í norsku þar sem hann stóð sig svo roslega vel í samræmda prófinu í vor og fékk þar 9 í einkunn sem er náttúrulega bara FRÁBÆRT.

Títlan var nú ekki alveg nógu sátt við svörinn sem mamman gaf á spurningablaði sem við fengum um óhlýðni og óþæg í minn garð, hún er nefnilega stundum einum of ákveðinn á hluti sem hún á ekki að stjórna með og henni fannst mamman fullgróf að láta kennarann vita af því, en sættir náðust okkar á milli fljótlega aftur hehe, já það er ekkert grín að eiga barn sem stundum vill láta sem hún sé töluvert eldri en hún er.

Nú svo loksins í morgun átti ég tíma hjá lækninum mínum eftir rúmlega hálfsmánaðarbið, en nei nei þá er hringt og mér sagt að hún sé ekki við og verði ekki við fyrren í sept og þá geti ég fengið tíma.

Ég varð nú bara helv fúl þegar hún hringdi því mér fannst alveg nóg að hafa beðið nú í rúman hálfan mán en að þurfa svo að bíða í annan eins tíma finnst mér bara ömurlegt og ég tek það fram að þetta er hjá heimilislæknir en ekki sérfræðing, símadaman sá hins vegar aum á mér þegar ég sagði henni hver kynns væri og bauð mér tíma hjá öðrum lækni á næsta miðvikudag sem ég tók, en málið er bara það að til hvers að vera með fastan heimilislækni þegar þú kemst aldrei til hans.

Nú er ég búin að vera með þennan læknir í ár og ég hef einu sinni komist til hans á þessu ári, annar hef ég þurft að leita til annara lækna með mín mál vegna þess að hann er aldrei við. mér leiðist bara svo hryllilega að þurfa að þylja upp sögu mína aftur og aftur. Ég vill bara kynnast mínum lækni og hafa hann og hana nú.

Áður fyrr var ég búin að vera með minn sama læknir frá því ég varð 18 ára gömul og það er bara svo þægilegt að hitta læknir sem veit manns sögu og þekkir mann og þannig vill ég hafa það.

Kannski er ég bara svona fastheldinn það getur vel verið en so what þetta er bara ég.

Ég sé það á skrifum mínum að ég er ótrúlega pirruð útaf þessu og kannski er það vegna þess að ég er búinn að bíða þetta lengi og svo er maður kannski farinn að huga betur að heilsuni og vill fá bót meina sinna, ég verð að viðurkenna það að mér stendur alls ekki á sama um þessar hjartatruflanir sem hrjá mig og vill fá að vita af hverju þetta stafar, þetta er alla vega það óþægilegt að ég verð að láta kíkja á þetta.

Kannski endar bara með þvi að ég fari í opinn tíma þó mér sé meinílla við það, einhvern veginn er það svo fast í hausnum á mér að ég sé kannski ekki alveg nógu veik til þess að vera taka frá tíma frá öðrum sem þurfa kannski meira á því að halda heldur en ég.

On til next my darlings.Heart


Lífið er yndislegt.

Ég fékk símtal í morgunsárið og mér er boðið til Seville á Spáni í nóvember, gerist það nokkuð betra en þetta, að fá fría utanlandsferð og allt uppihald greitt líka, ég held ekki.

Þetta verður yndislegt þvi eftir því sem ég kemst næst er borginn svona meiri menningarborg en verslunar þannig að ég tek stefnuna á það að skoða mig um og liggja svo í leti uppá herb, stefnan er ekki tekinn á það að versla nema þá kannski eitthvað smá handa börnunum mínum til að gefa þeim þegar heim verður komið og þar sem ég er nú þegar byrjuð í jólgjafa innkaupum þá ætla ég að vera búin með þann pakka áður en að farið verður svo ég fari ekki að kaupa neitt úti, aldrei slíku vant þá bara nenni ég ekki að fara að rápa í verslanir og verslanir oná, bara afslöppun og næs.

Ég finn alveg skelfilega fyrir því hversu mikið ég afrekaði hérna heima í gær pg fyrrakvöld því nú öskrar líkaminn af verkjum og ég geng um eins og níræð kona, haltra hér um allt og emja ef ég þarf að beygja mig of mikið, bakið fór algjörlega úr samb við þetta allt saman. Það er bara málið með mig að ég kann ekki að vinna í hollum ég vill alltaf drífa alla hluti af í gær helst því mér leiðist svo mikið að horfa um húsið og ekki er allt klárað sem klára þarf, en alla vega þá er þessari törn lokið í bili af minni hálfu því nú seigjir líkaminn stopp og honum verð ég að hlýða og hana nú. 


Staðið á haus.

Í gærkvöldi hófst flutningur á milli hæða þar sem gaurinn flutti sig niðurí tölvuherb svo að stóra systir hans geti fengið hans herb með Birtuna.

Það var byrjað á því að tæma tölvuherb og þaðan var allt flutt upp á hol fataskápurinn sem ég hafði þar var tæmdur og borið upp, síðan var allt hans dót borið niður og herbergin þrifinn hágt og lágt.

Í dag er svo búið að vera ganga frá fötum á efri hæðinni og finna þar helling sem komin er í 2 fulla ruslapoka og verður farið með þá á herinn og rauða krossinn, síðan er ég búin að fara í gegnum allan skófatnað sem til er að heimilinu og þar náði ég að hálffylla einn ruslapoka til af fínum skóm, sérstaklega af gaurnum, hann keypti sér slatta mikið af skóm útí U.S.A.  í desember en er svo ekkert að nota þá þannig að þeir fara sömu leið og fötinn.

Með þessu öllu hafa svo að sjáfsögðu flygt alsherjarþrif svo nú ilmar húsið mitt af hreinlæti og góði lofti ekki slæmt.

Gaurinn er semsagt alkominn heim úr sinni sveitadvöl hjá pabba sínum og er hann hvíldinni óskop feginn svona fyrir skólabyrjun, annars er hann að skella sér til Tenerife eftir 6 daga og kemur til með að slappa þar af og sóla sig í 1 viku með pabba sínum og fjölskyldu, þannig að hann fær nú ágætis hvíld fyrir átök vetrarins ég vona bara að hann muni leggja allan sinn metnað í námið í vetur því þá veit ég að honum verða allir vegir færir þegar kemur að framhladsskóla námi. 


Óvænt heimsókn

Hér var dinglað bjölluni um kl 19.30 í gærkv og úti fyrir stendur ung dama og spyr hvort Sylvía sé heima og ég seigji nei en í því sem ég ætla að loka hurðinni sé ég glitta í 2 andlit sem mér fannst ég kannast við, þá sé ég að þetta eru tvíburasystur frá Norge sem voru bestu vinkonur Sylvíu þegar við bjuggum þar, ég ríf upp hurðina aftur og áður en ég veit af er ég farinn að gala á norsku.........Nei eruð þetta þið elskurnar, svo það varð úr að ég fór með þeim og sótti Sylvíu þar sem hún var og það var sko engin smá gleði í gangi hjá þeim öllum.

U.þ.b. 1 klst síðar birtust svo foreldrar þeirra hérna í kaffi hjá mér og það var alveg meiriháttar gaman að fá þau í kaffi líka, við vorum ágætisvinkonur þegar ég bjó úti þannig að það var um nóg að spjalla og ýmislegt að frétta úr noreginu sem maður var ekki búin að frétta áður, en bara gaman af þessu öllu saman, vinkona mína sá það svart á hvítu að nú væri ég á réttum stað, hérna ætti ég auðsjáanlega heima því hún sá svo gríðarlega breytingu á mér frá því að ég var úti og var ég roslega ánægð með að heyra það, þá svona einhvern veginn veit maður að maður var að gera rétt með því að flytja heim.

Ekki það að ég hafi ekki vitað það í hjarta mér, heldur er bara svo gott að þegar fólk sér mann og sér hvað maður er ánægður með sitt og enginn eftirsjá í því að fara frá norge. 


FRÁBÆRT

Ég óska vinningshöfum innilega til hamingju með vinninginn, ég er sannfærð um að hann kemur í góðar þarfir.
mbl.is Hjón með 3 börn fengu stóra vinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú líður að skólabyrjun

og húsið að fyllast að börnunum mínum aftur, elsta að flytja heim með dóttir sína, gaurinn að hætta að vinna í sveitinni hjá pabba sínum þannig að hér verður mikið fjör í vetur, en það er líka bara gott því ég elska að hafa börnin mín í kringum mig og þá skiptir ekki máli á hvaða aædri þau eru, ég kem sjálf úr það stórum systkinahóp þar sem ég er næstyngst af 10 systkinum þannig að ég er vön því að hafa marga í kringum mig.

Mig svona bæði hlakka til og kvíður fyrir skólanum, hlakka til af því að þá kemst regla aftur á hlutina en kvíður fyrir vegna þess að mér leiðist að standa í stríði við kútin á morgnana þegar hann vill ekki fara í skólan, en ég er nú reyndar þegar byrjuð á undirbúningsvinnuni með hann, er svona að reyna að sýna honum hversu mikils virði skólagangan er fyrir all, ég þarf reyndar að beita hinum ýmsu brögðum til þess að hann verði pínu jákvæður en það verður bara að hafa sig ef tilganginum verður náð með því.

Eftir því sem ég kemst næst hefur gaurnum gengið vel í sveitinni og að ég held í flestum tilfellum unnið sín verk ég vona það að minnsta kosti, ég veit reyndar að hann er orðinn býsna þreyttur á þessu en það er bara allt í lagi hann þá kannski er búin að kynnast því hversu mikil vinna þetta er að vera með bú eins og pabbi hans er með.

Ég held reyndar að ég hafi verið fullfljót á mér þegar ég var að vonast til þess að þeir feðgar myndu ná einhverjum tengslum hvor við annan en svo virðist því miður ekki hafa gengið, en það er því miður ekkert sem ég get gert í því, ætli þeir séu ekki bara báðir jafnmiklir þverhausar ég hugsa það.

Títlan er hins vegar að rifna úr spenning yfir því að byrja í skólanum aftur enda ekki við örðu að búast þegar hún er annars vegar, hún þarf að hafa eitthvað fyrir stafni allan daginn og þá er skólinn góð afþreying, svo byrjar hún í söngskóla og verður þar í vetur líka sem og í fimleikum þannig að það verður nóg að gera hjá henni.

Ég ræddi aðeins möguleikana við kút í gær hvaða íþróttir hann væri til í að æfa í vetur og uppúr kafinu kom að honum langar að æfa glímu og ef það verður í boði fyrir hann þá ætla ég að leyfa honum að æfa það því ekki veitir honum af hreyfinguni.

Gaurinn minn er að fara í 10 bekk og ég vona svo sannarlega að hann muni leggja meiri metnað í námið þennan vetur heldur en hann gerði þann síðasta, annars sýndu voreinnkanir hans að hann getur svo auðveldlega lært bara ef hann nennir því, því meðaleinkunn hans á vorönn var 6,5 ef ég man rétt og það finnst mér fínt hjá dreng sem ekki hefur setið á íslenskum skólabekk 4 ár þar á undan og var látinn reka á reiðanum í skólanum í norge.

Hann er reyndar búin að taka samræmt próf í norsku og náði því með stæl og fékk 9 í einkunn á því prófi, enda ekki við öðru að búast hjá svona duglegum gaur.

Þannig að eins og þið sjáið þá er undirbúningur vetrar kominn á fullt á þessu heimili sem og ábyggilega annars staðar líka. 


Síðbúinni afmælisveislu lokið

hjá kút og gæti hann ekki verið sáttari með daginn, ég held bara satt að seigja að þetta sé hans besti afmælisdagur til þessa, hér var fámennt en góðmennt og var minn alveg svakalega sáttur við allt sitt, en útslagið gerði þó ferð okkar í BT  þar sem hann hafði fengið leik sem hann átti fyrir og vildi endilega fara að skipta honum, og þegar komið var í BT  var sjálfsagt mál að skipta í annan leik en það allra besta við þessa ferð var þegar minn sagði........Ég á afmæli í dag við afgreðislumanninn og hann á móti sagði vá til hamingju með daginn og hvíslaði síðan að félaga sínum einhverju og hljóp hinn á bakvið og kom svo fram færandi hendi með dorritos poka og 2ja lítra pepsi max handa kút og svei mér þá það var eins og hann hefði fengið himinn og jörð í afmælisgj svo ánægður var hann með þetta.

Á heimleið leiðist síðan útúr mínum.....Já sæll, mamma trúir þú  því að BT  hafi gefið mér gjöf, ég er alveg vissum að ég er sá eini sem hefur fengið afmælisgjöf frá BT, ég er örugglega sá eini.

En það besta við þetta allt saman er það að hann hvorki borðar dorritos né drekkur pepsi max en það er ekki málið heldur það hversu þakklátur hann var þeim gaurum í BT  að gefa sér gjöf, þetta er bara æði.

 


HAHAHAHAHAHA sumt fólk

er bara hreinlegra ruglaðra en aðrir, hvað er það sem hvetur fólk áfram í því að reyna eiga kynmök við hina og þessa hluti eða dýr, en þið verðir bara að fyrirgefa mér finnst þetta fyndið, ekki kynmökinn sjálf heldur aðstæður sem þessi blessaði maður kom sér í.
mbl.is Ýmislegt reynt til þess að fá fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband