Leita í fréttum mbl.is

stundum kemur það fyrir

að maður hefur meiri þörf fyrir að tjá sig en ella og er ég einmitt að ganga í gegnum eitt af þeim skiptum núna,enda er þetta góður vettvangur til þess að mér finnst.

Ég á 14 ára gamlan strák sem er alveg meiriháttar flottur karakter,alveg frá því að hann er u.þ.b. 3ja ára gamall fór að bera á því að hann vildi sem minnst leika við stráka heldur vildi hann alltaf vera með stelpum og öllum þeim leikjum sem þær leika,hann t.d. elskaði að herma allt upp eftir systir sinni sem er rúmum 7 árum eldri, á þeim tímanum var ég svosem ekkert að velta vöngum yfir þessu nema ef einhver að mínum vinkonum nefndi þetta af fyrra bragði hvort hann kæmi til með að verða samkynhneigður,ég tók þann pólinn að vera opinn fyrir öllu því sem uppá kæmi ef eitthv skildi vera.

Jæja árinn líða og ennþá sýnir þessi elska mikla takta í þá veruna að vera samkynhneigður en við létum það ógert að ræða þetta ofaní kjölinn enda fannst okkur ekki ástæða til þess að láta barnið fara að velta vöngum yfir sinni kynhneigð svo ungur á bilinu 8 til 11 ára.

Hins vegar var það alltaf þannig að allir skólabræður hans virtust sjá þetta og byrjaði MIKIÐ einelti í skóla útaf þessu sem svo síðan varð verra og verra,en sem barn 11 til 13 ára var hann að sjálfsögðu ekki tilbúinn að viðurkenna sína kynhneigð opinberlega, en ræddi þetta mikið við mig og við veltum vöngum yfir því hvað væri í gangi,honum fannst hann vera eitthvað bilaður að vera með kenndir til annara drengja og var mjög ósáttur við þeir tilfinningar hjá sjálfum sér,hann spurði mig meðal annars að því hvort ég myndi afneita honum ef hann væri hommi og ég sagði honum það að það kæmi ALDREI til greina, hann væri sonur minn hvað sem gengi á og hvaða átt sem hann færi þá skipti það mig nákvæmlega ENGU máli,númer 1,2 og 3 væri það að honum liði vel og væri sáttur við sjálfan sig.

Ég meðal annars leitaði til sálfræings í noregi og spurði hann álits og hans ráðleggingar voru þær að best væri fyrir okkur að snúa heim til íslands sökum MIKILLA fordóma í sínu heimalandi semsagt norge,enda var eineltið sem þessa elska lenti í síðustu 2 árinn úti alveg HRÆÐILEGT, honum var hrint niður stiga,hann laminn og barinn uppnefndur á allan þann viðbjóðslega máta sem hægt er að hugsa sér,meira að seigja gekk þetta svo langt að umsjónarkennarinn hans í ungdomsskole barði hann með kústskafti,ég hef ekki tölu á því hversu oft ég fór á fund rektors og jós úr skálum reiðar minnar en allt kom fyrir ekki það var nækvæmlega ekkert gert til þess að stoppa það sem átti sér stað innan veggja skólans,jújú það var rætt við ákveðna nemendur og kennara líka til þess að friðþægja þessa geðveiku mömmu sem var að reyna vernda barnið sitt en á þeim samtölum var enginn eftirfylgni þannig að hlutirnir endurtóku sig í sífellu.

Þetta gekk svo svakalega langt að ég varð að keyra hann og sækja í skólan og ef hann fór út með sínum vinkonum að kvöldi þá ævinlega sótti ég hann svo hann þyrfti ekki að labba einn heim ef ske kynni að einhver skildi vera á ferðini af þeim einstaklingum sem lögðu hann í sem mesta eineltið.

Það er ekki fyrren en við komum aftur heim frá noregi eftir 4ra ára dvöl að elskan mín getur um frjálst höfuð strokið,en það gerðist nú ekki strax heldur þurfti hann að ganga smá þrautargöngu í unglingavinnuni í sumar því þar virtust allir sjá það líka að hann væri hommi,það var ekki fyrren en við fengum annan homma hérna í heimsókn til okkar til þess að ræða þessi mál og hvort tímabært væri fyrir hann að koma útúr skápnum eins og sagt er.

Niðurstaðan var sú að úr því sem komið væri þá væri það besta lausnin þó ungur sé,enda held ég að sú sé raunin því þegar hann kom fram þá hætti allt sem í uppsiglingu var á nótum eineltis þvi nú hefur enginn neitt á hann,hann er hommi og búin að viðurkenna það þannig að nú er ekkert gaman hjá hinum.

Ég skal alveg viðurkenna það að eiga dreng sem er samkynhneigður og kemur svona ungur útúr skápnum er svolítið meira en að seigja það,við töldum best að gera hinar og þessar ráðstafanir hvað varðar íþróttir og sund í skóla en það er líka bara allt í lagi,hann valdi það sjálfur að fá sér klefa til þess að hinir gauranir hafi ekkert á hann,að hann sé eitthvað að horfa eða því um líkt.

Þessi elsku fallegi sonur minn er afskaplega skynsamur og vel af guði gerður,hann hefur þurft að ganga mikla þrautargöngu síðastliðin 2 til 4 ár og ber mikil og stór ör á sálini fyrir vikið en miðað við 14 ára gamlan ungling þá er þessi elska þroskaðri en margur 14 ára unglingurinn.

við höfum hins vegar komist að því að þú gerist ekki hommi, þú fæðist hommi svo einfalt er það. það er alla vega mín skoðun og margra annara sem ég hef leitað til  og hommar eru fólk eins og ég og þú og eiga sama tilveru rétt í lífinu.

megið þið öll eiga góðan og yndislegan dag. 

kv

Helga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Það er ljótt til þess að vita að fordómar séu enn svona miklir árið 2007. Mér finnst hann sonur þinn hetja

Unnur R. H., 24.11.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband