Leita í fréttum mbl.is

Títlan mín litla

uppistóð það að sig langaði svo mikið til þess að fara í sveit í síðustu viku og þar sem ég tel að öll börn hafi gott af því að kynnast sveitalífinu þá var lagst í síman og farið að reyna finna sveitapláss fyrir hana í eina viku eða tvær, það gekk nú ekki vel svona til að byrja með, ég hringdi í barnsföður minn og fyrrverandi mág minn til þess að athuga hvort þeir vissu um einhverja sem tækju svona títlur að sér en því miður vissu þeir nú ekki um neinn sem það gerði en báðir bentu þeir mér á bændasamtökinn og hringdi ég þangað líka og var mér gefið upp nafn á konu sem ég gat haft samb við sem ég og reyndi að gera, en það gekk ekkert þannig að ákveðið var að setja þessa hugmynd í salt þangað til í þessari viku.

Enn á föstudagskvöldið fæ ég símtal frá fyrrverandi mági mínum og eru þá hann og kona hans búin að spjalla saman og ákváðu þau að bjóða títluni að koma til sín í einhverja daga og sjá hvernig gengur, það varð úr að brunað var með hana á Sunnudag í sveitina og er hún þar enn þessi elska.

Ég er svo óendanlega þakklát þeim hjónum að hafa boðið henni að koma til sín þau eru bara hreint og beint yndisleg að vera tilbúinn að taka að sér barn sem þau þekkja ekki neitt, sem betur fer þá þekkjumst við að sjálfsögðu frá fyrri tíð ég og mágur minn fyrrverandi og ég veit að þarna er sóma maður á ferð, litla frænka mín býr þarna líka hjá sínum pabba þannig að títlan var nú kannski ekki að koma að tómum kofanum ef svo má seigja. 

Góðmennska fólks á sér stundum enginn takmörk, ég veit sem er að nóg er að gera hjá þessum yndislegu hjónum, með 4 börn og bú en voru samt tilbúinn til þess að taka að sér 5 barnið í nokkra daga, ég segji bara geri aðrir betur.

Elsku hjón ég hugsa að seint geti ég þakkað ykkur nógsamlega fyrir þetta tækifæri títluni til handa en ég mun gera mitt besta til þess.

Títlan þrífst þarna eins og við var að búast, þarna getur hún gosslast allan daginn og lært að vinna létt verk með hinum börnunum og ég veit að minni leiðist það ekki því að útivera er nú eitthvað fyrir mína, ég hugsa að ég geti talið það á fingrum annari handar hversu oft ég hef heyrt.....ég nenni ekki út mamma, þannig að ég held að hún sé á hárréttum stað í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að hún komst í sveitina Títlan þín. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Takk fyrir.

Skákfélagið Goðinn, 24.6.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband