Leita í fréttum mbl.is

Áramótakveðja og Árið 2008 kvatt og nýju ári heilsað.

Og ætla ég mér að kveðja það hérna og stikla á stóru með það hvernig árið hefur verið hjá mér.

Janúar byrjaði alveg ágætlega, allir undu glaðir við sitt og taldi ég okkur örugg í því húsnæði sem við hefðum átt að hafa á leigu í 3 ár og var fyrsta árinu ekki lokið, en nei svo gott var það ekki, í lok jan fæ ég uppsagnarbréf og forsendur uppsagnar eru þær að elsta dóttirinn þjáist af heimþrá og jary jary, ok ég fór og leitaði réttar míns með þetta og viti menn, uppsögninn var ólögleg, en þar sem ég kunni ekki við að sitja í húsi vitandi að eigendur þess væru á leigumarkaðnum ákvað ég að taka þessari uppsögn. Ok tímin líður og ég finn aðra íbúð fyrir okkur, en þegar einhverjir dagar eru eftir að leigutímanum draga þau uppsögnina til baka og lofa mér því að þetta rugl sé á enda komið og ekki verði meira vesen af þeirra hálfu, ok ég tek því og trúi, en nei svo gott var það ekki.

u.þ.b. tveimur mán seinna er mér aftur sagt upp og nú á forsendum skilnaðar þeirra hjóna, en nú með 6 mán fyrirvara, þarna var mér allri lokið og eftir vangaveltur í einhverja daga ákvað ég að koma mér útúr þessu rugli, ég gat bara ekki staðið í þessu lengur andlega og fann mér annað húsnæði sem ég er í nú, kosturinn við að vera hérna er sá að leigutíminn er bara þetta langur og ekki orð um það meir.

80234560_564098e214.jpg

Kúturinn minn gekk í gegnum eitt og annað læknisfræðilega séð, þ.á.m. var hnekkt einum tveimur greiningum sem ég kom með frá Noregi og er það gott mál, hann var tekinn af sínum svefnlyfjum og dregur það enn dilk á eftir sér hvað varðar svefninn, en að sama skapi er hann allur að lifna við og verða opnari og félagslyndari, sem er frábært. Hann er ennþá í besta skóla í heimi og tel ég það vera forréttindi að hann hafi fengið þar inni á sínum tíma, er hann að byrja sína fjórðu önn þar, en þar er ástandið metið eftir hverja önn.

80234561_518188c347.jpg

Gaurinn minn hefur svo tekið þvílíkum stökkbreytingum á árinu að það hálfa væri alveg nóg, ég held ég hafi aldrei séð nokkra manneskju þroskast eins hratt og hann hefur gert þetta árið, bæði andlega og líkamlega, oft hef ég sagt við hann og aðra að án hans hefði ég sennilega lent uppá deild í einhver skipti, því svo mikið hefur hann verið mér innan handar með svo margt. Það er leitinn að jafn þrifnum ungling og honum, þessi elska tekur sig til og setur í þvottavél fyrir mömmu sína oft í viku, herb hans er alltaf hreint og fínt og á hann voða erfitt með að sjá drasl útúm allt. Af honum er ég einstaklega stolt.

80234562_437e78febe.jpg

Títlan mín hefur svo gengið í gegnum eitt og annað, margt gott en annað verra, þessi elska er ein af þeim sem alltaf hefur þurft að eiga mikið af vinum og lengst framan af gekk það vel, hins vegar seig á ógæfuhliðina þegar við fluttum á milli hverfa hér í bæ, hún þreifst mjög ílla og náði engum tengslum við nýja skólafélaga, þannig að á það ráð var tekið að flytja hana aftur í sinn gamla skóla og byrjar hún aftur í honum eftir áramót.

956332893flugeldar.jpg

Stórasta stelpan mín hefur svo staðið sig eins og hetja þetta árið sem og öll önnur, þær mæðgur fluttu til okkar á haustmánuðum og voru hjá mér til loka nóv en þá fengu þær loksins íbúð á viðráðanlegu verði og una þær sáttar með sitt á nýju heimili.

fireworks-palms-mf2.jpg

Annars verður dagurinn í dag tekin með trompi, stefnan er að elda hérna eins og eitt stykki kalkún og gúmmelaði með, síðan verður haldið af stað og farið á brennu og flugeldasýningu en eftir það verður haldið til tveggja vinahjóna og þar verður horft á skaupið og skálað á nýju ári.

Kæru vinir nær og fjær, ykkur óska ég GLEÐILEGS ÁRS OG MIKILAR FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI. Megi árið 2009 verða ykkur öllum sem best. 

k17-s033-32_2.jpg

ÁRAMÓTAKNÚS Á YKKUR ÖLL ELSKURNAR MÍNAR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt nýtt ár mín kæra fyrir þig og alla fjölskylduna þína, takk fyrir bloggvináttuna á gamla árinu ! Skjáumst og jafnvel sjáumst, hressar á nýju ári

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár til þín og þinna Jónína mín og já vonandi hittumst á nýju ári

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 10:36

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár elsku Helga mín og njóttu nú nýja ársins til hins ýtrasta. Það verður án efa gott og gjöfult fyrir okkur öll hér á landi. Það er ég viss um. En við þurfum að halda vel á spilunum, því annars fer illa.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið aftur Helga mín. Knúsar og kossar.

Með áramóta kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

óska þer og þínum gleðilegs árs og friðar og takk fyrir bloggvináttu.Hlakka til að sjá hvað nyja árið ber í skauti ser í bloggheiminum hja þer

Sædís Hafsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Flottar myndir...

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt nýtt ár til þín líka Valgeir minn og megi árið 2009 verða þér sem allra best

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Helga skjol

Kæra Sædís ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðlegs árs og farsældar á árinu 2009

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 13:30

8 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár til þín Dóra mín og megi árið 2009 verða þér allra best

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 13:31

9 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár til þin líka mín kæra og takk fyrir það gamla, megi árið 2009 verða þér sem allra best.

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 13:33

10 Smámynd: Líney

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það sem er að líða,knús

Líney, 31.12.2008 kl. 13:52

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gleðilegt nýtt ár.Meigi það færa þér gleði og góða heilsu

Birna Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 13:52

12 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár til þín sömuleiðis kæra Líney og megi árið 2009 færa þér og þínum gleði og hamingju

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 14:08

13 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt nýtt ár til þín kæra Birna og megi árið 2009 verða þér og þínum til gleði og hamingju

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 14:09

14 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gleðilegt ár Helga mín, takk fyrir allt hið liðna.. Vona að 2009 færi þér frelsi og gleði til framtíðar. 

Sigríður B Svavarsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:34

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 16:57

16 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegt ár til þín sömuleiðis kæra Sigga mín, megi árið 2009 færa þér gleði og hamingju

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 16:59

17 Smámynd: Helga skjol

Elsku Ásdís mín þér sendi ég mínar hjartans óskir um gleði og gæfuríkt komandi ár, megi árið 2009 verða þér og þínum til gleði og hamingju

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 17:00

18 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleðilegt ár elsku systir og takk fyrir það gamla. Hringi i þig í fyrramálið

Kristín Gunnarsdóttir, 1.1.2009 kl. 15:19

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár Helga mín

Huld S. Ringsted, 2.1.2009 kl. 09:29

20 identicon

Gleðilegt ár kæra Helga

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:10

21 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég var alveg viss um ad hafa skrifad hérna inn um daginn ...Tad er greinilega vitleysa.

Sendi tér og tínum bestu óskir um farsæld og gledi í hjarta á nýju ári.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 15:12

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár elsku Helga og fjölsk vonandi líðu ykkur vel á nýja árinu. Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 16:43

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Helga mín gleðilegt ár til þín og þinna vonandi sjáumst við í næsta hitting sem verður í endann janúar.
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband