Leita í fréttum mbl.is

Fundur og læknisferð í dag.

Morgunin byrjaði á fundi í skólanum hjá kút, en þar mæti ég alltaf reglulega til ræða framvindu mála hjá honum. Eftir því sem mér skilst þá er það teymi sem vinnur með okkur búið að spýta í lófana og farið að krefjast þess að ég og kútur fáum þá þjónustu sem hann á rétt á og vona ég að eitthv gerist í þeim málum sem allra fyrst.

Næturnar fara bara versnandi hjá honum, nú er minn farinn að vakna svona um og uppúr miðnætti og er vaknandi á ca hálftíma fresti fram til svona 4 þá loksins nær hann tæplega 3ja tíma svefn áður en að hann er vakinn í skólan. Ekki veit ég af hverju hann lætur svona núna, jú kannski eru þetta breytingarnar hjá okkur og kostirnir eru þó þeir að hann er í næsta herb við mig og gæti ekki verið nær nema þá alveg inni hjá mér og þar sem ég er alltof fljót að gefast upp þegar ég er svona þreytt þá kemur hann uppí en í gærkv tók ég dýnu inná gólf hjá mér því ég get ekki og hann ekki heldur staðið í þessu allar nætur af hafa svefnin svona slitinn.

Enda sá og heyrði ráðgjafinn okkar þá vel á mér í morgun þar sem ég sagði og spurði um hluti sem ég hef fram til þessa látið kjurrt liggja, en einhvern vegin í dag þá bara vildi ég fá svör og jújú við sumu fékk ég svör en öðru ekki.

Ég get samt þakkað fyrir það að ég hef meiriháttar gott fólk með mér í þessari vinnu og er ég virkilega þakklát fyrir það, því án þeirra væri við ekki í svona góðum málum í dag og fara þau alltaf batnandi sem betur fer.

Svo var farið og gaurinn sóttur í skólan því hann þurfti að fara að láta fjarlægja 3 fæðingarbletti, ekki fyrir það að eitthvað væri að hjá honum heldur einfaldega vegna þess að þeir voru til óþæginda fyrir hann, svo er hann reyndar með 2 stóra á bakinu til viðbótar sem þarf að spá í hvort eigi að fjarlægja en það er ekkert sem liggur á.

Títlan min er að taka sig á bæði í skóla og heima við, ég þurfti að setja hana í straff í 2vikur þegar hún var öllu um koll að keyra, en sem betur fer tók hún því það alvarlega að hún er virkilega búin að vera að vanda sig undanfarið og nú er ég bara að hamra járnið meðan það er heitt svo allt falli ekki í sama farið aftur hjá henni.

Þið verðið að fyrirgefa elskurnar hversu löt ég er að kommenta hjá ykkur, reglulega kíki ég inn en er alltaf á þessari eilífu hraðferð og gef mér ekki tími til að kvitta, en ég mun reyna að bæta úr því á næstu dögum.

Knús á ykkur elskurnar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ósköp held ég að það sé nú oft erfitt hjá þér elskið mitt. Gangi þér vel, duglega kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Auður Proppé

Dugnaðurinn í þér Helga mín  

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Æi kerlingin mín það er svo erfitt þegar þessi börn sofa svona ílla þá er svo erfiður hjá þeim dagurinn,vegna þreytu þetta verður sko pottþétt vítahringur,þú ert bara ótrúlega dugleg.

'Eg þekki þennan sundur slitna svefn og ég veit að hann fylgir ofvirkum,en ég veit ekki hvort þinn er greindur með eitthvað slíkt.

Gangi þér vel með þetta allt Helga mín

Anna Margrét Bragadóttir, 3.2.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Helga skjol

Takk elskurnar mínar

Jú Anna mín hann er með þá greiningu ásamt fleiru

Helga skjol, 4.2.2009 kl. 06:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað það er erfitt hjá kút að geta ekki sofið, og mamman með áhyggjur endalaust.  Mikið er samt gott að þú hefur gott teymi með þér, sem ætlar að ýta hlutunum áfram.  Það skiptir svo miklu máli fyrir mann að finna að maður er ekki einn í heiminum.  Knús á þig elsku Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2009 kl. 09:28

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Heiður Helgadóttir, 4.2.2009 kl. 21:32

8 identicon

Æ elsku Helga mín. Það er leitt að kúti þínum líði svona illa. Það er ekki gott. En ég þekki þetta með mig. Ég var nákvæmlega svona þegar ég var litill. Vildi alltaf kúra uppí hjá mömmu og pabba og svona. Það er bara þannig sem það er.

En þú ert að standa þig rosalega vel Helga mín og ég er afar stoltur af þér. Þú ert að gera svo marga góða og flotta hluti. Gangi þér æðislega vel áfram elsku Helga mín og reyndu að vera sterk. Það birtir alltaf upp um síðir. Það er eitt sem er á hreinu.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:59

9 identicon

Þú ert svo dugleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:17

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband