Leita í fréttum mbl.is

Long time no see

Annars erum við bara góð á þessum bæ, nema hvað að títlan mín er komin með hlaupabólu og er afskaplega sár yfir því sér í lagi vegna að þess næstu daga verður árhátíð í skólanum hjá henni og svo á hún að taka þátt í sundkeppni á laugardag og þetta er svo erfitt að geta ekki tekið þátt í svona skemmtileg heitum.

Þessa dagana er hjá okkur ung stúlka frá Norge, hún kom í gær á vegum skólans síns og skóla gaursins eitthvað verkefni sem er í gangi á milli skólana og verður hún hjá okkur frammá föstudag, gaman af því, reyndar svolítið skrýtið að fara tala norsku aftur og þar sem díalegtan er allt önnur í hennar landshluta er svolítið erfitt að skilja hana stundum, en hún seigjist skilja okkur og það er bara fínt.

Í langan tíma hef ég velt því fyrir mér að læsa blogginu eða hreinlega hætta að blogga og í dag tók ég þá ákvörðun að læsa því og sjá hvernig gengur. Ég er svo skelfilega undrandi á allri drulluni og viðbjóðnum sem gengur manna á milli hérna að ég neita að taka þátt í því, ég hreinlega hef ekki orku né kjark til að standa í því að skíta mann eða annan út á opinberum vettvangi.

Í upphafi taldi ég að gaman yrði að blogga um daginn og veginn og tel ég mig hafa gert það hingað til, ég því miður dróst inní atburðarrás sem ég aldrei vildi taka þátt í og er ég búin að sjá það að ég get hreinlega ekki tekið þátt í svona löguðu, þannig að niðurstaðan varð sú að hér verður læst og fáir útvaldir munu fá hér aðgang.

Knús á ykkur elskurnar mínar sem hingað fá að kíkjaHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir að hleypa mér inn

Jónína Dúadóttir, 1.4.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband