Leita í fréttum mbl.is

Afskaplega er erfitt að vera 10 ára títla í dag með hlaupabólu.

Sorgin hjá minni er svo sár yfir því að geta ekki tekið þátt í öllu því skemmtilega sem að er að gerast í skólanum þessa dagana, ég reyndar talaði við kennarann hennar í morgun og ef hún treystir sér til að koma á morgun og er hitalaus þá má hún það og taka þátt í skemmtuninni því hún er hvort eð er löngu byrjuð að smita þar sem fyrstu bólurnar komu í síðustu viku reyndar án þess að nokkurn grunaði að um hlaupabólu væri að ræða.

Í gærkv tók ég svo eftir því að hún er með heljarinar kýli á bak við annað eyrað og ætla ég að láta athuga það í dag því að við erum að fara til eyrnalæknis og ég ætla biðja hann um að kíkja á þetta í leiðinni ef hann getur, þau eru bæði að fara í heyrnamælingu þar sem vitað er að kútur heyrir ílla og títlan kvartar stóran um hversu ílla húin heyri, þannig að það er um að gera að láta tjékka hjá henni í leiðinni.

Kútur er búin að vera snarvitlaus í geðinu þessa vikuna og þá meina ég snarvitlaus, bæði í gær og í dag barði hann mig einfaldlega vegna þess að ég vildi setja hann í sturtu, hann brjálast ef hann á að gera leksur og það má bara hreinlega ekkert útaf bera hjá honum þessa dagana, kannski er þetta vegna norsku stelpunar sem er hérna hjá okkur ég veit ekki.

Annars er ég ekki frá því að þetta veiti manni ákveðið frelsi að blogga á læstu bloggi, nú get ég bloggað um allt og ekkert án þess að eiga það á hættu að fá skítakomment eða duldar hótanir eins og ég hef fengið af og til.

Ég skil bara engan veginn hvernig hægt að vera með drullukast og vesen inná opnum vettvangi þar sem allir getað lesið, frá 18 mars og til dagsins í gær var ég að velta vöngum yfir því hvort ég ætti að hætta hérna inni, en málið er bara það að mér finnst þetta gaman og gott að getað tjáð mig hérna inni þegar mér hentar.

Knús inní daginn elskurnar sem þetta lesiðHeart þið eruð fólkið sem ég treysti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Helga mín.

Æi, ekki gott að litla sé komin með hlaupabóluna. Það er ömurlegt. Ég man svona óljóst hvernig það var þegar ég var að fá þetta hjá mér. Þetta er ekki gaman. En þetta gengur yfir elsku vinkona. Það er ég viss um. Gott líka að láta athuga hjá þeim með blettina á bakvið eyrun. Það er ekki gott ef það fer að ágerast. Ég veit svo sem ekki hvað það getur verið en það er örugglega að mínu mati ekkert hættulegt. En ég veit svo sem ekki mikið um svona hluti. Þú skilur.

En frábært að heyra frá þér Helga mín og það er alveg meiriháttar að fá að koma hérna inná bloggið þitt þó að það sé búið að lokast fyrir almenningi. Það er bara meiriháttar. Ég vona bara að ég fái að vera hérna á blogginu hjá þér.

Þetta er flott blogg hjá þér elsku Helga mín. Mjög flott og þú ert svo dugleg að segja frá og þú ert bara svo dugleg í hinu daglega lífi. Það finnst mér aðdáunarvert við þig. Gangi ykkur vel elsku vinkona.

Þú ert æði.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband