Sunnudagur, 11. maí 2008
Má til með að sýna ykkur vin gaursins
Þetta er upphafsmyndbandið og svo er hérna vinningslagið hjá honum, ótrúleg rödd sem drengurinn hefur.
Sigurlagið !
frábært alveg hreint, 16 ára gamall og vann þennan þátt og fór heim þetta kvöld með halfa milljón norskar krónur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Í dag er runninn upp þessi yndislegi dagur
eða alla vega ætla ég að hafa hann yndislegan hvort sem hann heitir Hvítasunnudagur, Mæðradagur eða bara Sunnudagur, það var nú reyndar ekki laust við það að ég var að stríða börnunum mínum í gær að nú væri mál að muna eftir Mömmudegi og hafði ég það af að skjóta því inní nánast allar samræður sem ég átti við þau tvö elstu, ég er alla vega mjög þakklát fyrir að eiga þessi börn sem og hin tvö börnin mín líka.
Samræður okkar í gær gengu svolítið útá unglinga drykkju því að gaurinn minn vill fá sér aðeins of oft í glas miðað við aldur og þau tvö elstu voru svona hálfpartinn að reyna sannfæra mömmuna um það að þetta gerðu margir unglingar á þessum aldri, en málið er bara það að ég er ekki móðir þeirra barna, hann að vísu benti mér á það hvort það væri betra ef hann færi á bakvið mig og fengi sér að drekka án þess að spyrja mig leyfis og að sjálfsögðu vill ég það ekki, ég vill geta haft smá stjórn á honum ef það er hægt.
Ég veit óskop vel að margir hverjir unglingarnir gera það sem þeim sýnist og fá sér vín eða eitthvað þaðan af verra ef þeim sýnist svo, málið er bara það að unglingum í dag liggur svo lifandis skelfing á að verða fullorðinn.
Ég svona í hálfgerðu gríni bauð gaurnum í sjómann og ef ég myndi vinna hann þá mætti hann ekkert drekka, en ef hann ynni mig gaf ég leyfi fyrir 2 bjórum, ok hann tók því og vitið þið hvað gamla tók hann í sjómann á báðum höndum hehehe og minn var sko ekki sáttur, málið er nefnilega það að hann er vanur að vinna mömmu sína þegar við bregðum á leik í sjómann, en ætli málið hafi ekki verið það að annað hvort vildi hann að ég ynni sig eða þá að sú gamla hafi lagt alla sína krafta í þennan sjómann til þess að hafa á honum eitthvert tangarhald. það er spurning hvort heldur var.
Það eina sem ég er vissum er það að ég vill ekki að hann byrji á því að fara á bakvið mig þegar hann hefur ekki þurft þess fram til þessa, ég held satt að seigja að þá gætu fyrst vandræðinn byrjað, ég alla vega veit sem er að þegar ekkert er um annað en boð og bönn fyrir börn þá einmitt eiga þau það til að byrja að ljúga og svíkja foreldra sína og hvað er þá eftir þegar allt traust er farið.
Því miður þekki ég orðið ófá dæminn þar sem samskipti barns og foreldris ganga orðið útá lygi og svik, svo þegar upp um barnið kemst þá hefst refsinginn og á endanum verður þetta orðið hálfgerður vítahringur. Lygar og svik af hálfu barnsins og gegndarlausar refsingar af hálfu foreldris og hvað er þá eftir að milli þessara einstaklinga, ekki mikið myndi ég halda.
Ég vil getað treyst börnum mínum fyrir flestum sínum ákvarðanatökum og ég vil að þau geti leitað til mín án þess að eiga von á rifildi eða vantrausti af minni hálfu. Oft á tíðum finnst mér ég vera alltof lin við börnin en það er þetta með að finna þennan gullna meðalveg sem við öll leitum að í lífinu.
Æji þetta eru bara vangaveltur snemma á sunnudagsmorgni, kannski vegna þess að einmitt í dag er mæðradagurinn eða kannski vegna þess að fyrir mig skiptir það nánst öllu máli að börnin mín öll sem eitt verði hamingjusöm og ánægð í lífinu, svo reyndar er þetta málefni sem ég get endalaust talað um og að mínu mati er aldrei of varlega farið í þessum efnum, það er bara svoleiðis.
Kæru mömmur megið þið allar eiga góðan Mömmudag í dag
Knús á ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. maí 2008
Hvers vegna þurfa unglingar
að haga sér eins og fífl, ég skil þetta bara alls ekki. Málið er það að ég fékk símtal klukkan að verða miðnætti í gærkvöldi og þar er manneskja á línuni og er í hálfgerðu sjokki og hrikalega reiður yfir því að barnið hans hefði verið að keyra bíl próflaus og velt bílnum, bíl sem að viðkomandi átti ekki einu sinni og eigandi bílsins dauðadrukkin í farþegasætinu, bíllinn fór einar 3 eða 4 veltur, en ekki urðu alvarleg slys á hvorki þeim próflausa né eiganda bíls.
Hins vegar er foreldrið svo hrikalega reitt og sárt yfir hegðun barnsins að hann veit satt að seigja ekki hvert hann á að snúa sér, það er eilíft vesen á krakkanum hann tekur engu tiltali,lýgur gengdar og þindar laust að foreldrum sínum og er svo lofað öllu fögru en ekki staðið við neitt.
Hvað er það sem veldur að börn geta orðið svona hrikalega lyginn og ósvífinn, alveg sama hvað reynt er að gera fyrir þetta barn það skilar nákvæmlega engum árangri, hvers vegna.
Foreldrarnir eru tilbúnir til þess að vaða eld og brennistein til bjargar barninu sínu, en það er ekkert sem virkar.
Þessi unglingur sem um ræðir ætti að öllu jafna vera allir vegir færir til þess að ganga menntaveginn því ekki vantar í það vitið en NEI það er nú ekki svo gott, heldur hefur það valið leið með fíkniefna DJÖFLINUM, djöfli sem búin er að taka öll völd inná heimilinu.
Lífið og tilveran snýst orðið nánast eingöngu um þennan einstakling,heimilið er sett á annan endan og það er allt reynt til þess að einstaklingnum líði sem best en allt kemur fyrir ekki, það er bara ekkert að virka.
Einstaklingurinn er ekki búin að fara í svo ófáar meðferðar en það er bara varla sem svo að það sé komið út aftur að þá er allt komið í sama farið aftur, þetta barn er búið að lenda í hinum ýmsum hremmingum, hremmingum sem flestir mundu láta staðar numið með fíkniefnadjöfli, en nei ekki þessi einstaklingur.
Barnið nánast drap sig á einni af sinni fyrstu keyrslu með fíkniefnadjöfli og mátt ekki tæpra standa í það skiptið, en allt kemur fyrir ekki, einstaklingurinn lætur sér ekki seigjast.
Þetta er bara vægast sagt ÖMURLEGT líf fyrir foreldra þessa barns og ég sárkenni í brjóst um þau að þurfa að standa í þessum sporum.
Ég veit það ekki kannski hefur maður ekki nægjanlega mikin skilning á þessu öllu saman enda hef ég sloppið fram til þess og vona af öllu hjarta að ég muni sleppa svona vel áfram, maður bara einhvern vegin skilur þetta ekki og kannski telur maður sér trú um að þar sem um barn er að ræða sem ekki hefur verið svo lengi samferða þessum djöfli að kannski sé það ekki orðið nógu háð þessum efnum, en hvað veit maður svosem.
Kannski er eitt skipti nóg til þess að verða háður þessu HELVÍTI og ef svo er af hverju er þá ekki barnið nógu móttækilegt til þess að taka á móti þeirri hjálp sem býðst strax, af hverju þarf allt að vera svona erfitt hjá þessum unglingum sem ánetjast þessu helvíti.
Æji kannski er ég bara svona græn, það getur alveg verið, ég bara finn svo til með öllum þeim foreldrum sem þurfa að ganga þessa þrautargöngu með börnum sínum og ég vildi óska þess að ég ætti einhverja töfralausn fyrir alla þá foreldra sem standa í þessum sporum.
Eigið gott laugardagskvöld elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 10. maí 2008
Langflottastur þessi gaur
![]() |
Fjögurra ára Bítlaaðdáandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. maí 2008
Ég er búin að vera í smá naflaskoðun
undanfarna daga,reyna að finna ástæðu fyrir því af hverju mér hefur ekki liðið neitt of vel og ég held svei mér þá að ég sé búin að finna alla vega eina af ástæðum þess og hún er einfaldlega sú að það er svo mikið vont að gerast í heiminum í dag og svo virðist sem ég taki þetta allt saman svona rosalega inná mig.
Ég hugsa að u.þ.b. 90% frétta sem fluttar eru séu neikvæðar í einni eða annari mynd og ég hef undanfarna dag reynt að finna einhverjar jákvæðar fréttir en þær eru af svo skornum skammti að það er varla að maður finni þær skammlaust, ég finn það að mér finnst orðið erfitt að lesa fréttir og ég er steinhætt að horfa á allar fréttir í sjónvarpi.
Í framhaldi af þessari niðurstöðu minni hef ég ákveðið að snúa mér að einhverju léttara lesefni og skrolla framhjá slæmu fréttunum.
Nú er ég ekki að seigja að þetta sé eingöngu vandamálið en eftir naflaskoðun gærdagsins og lestur á uppbyggilegra efni en öllu því vonda sem er að gerast í heiminum þá finn ég það að það gerir mér alls ekki gott að lesa svona mikið af neikvæðni, kannski tek ég þetta óþarflega mikið inná mig ég veit það ekki, kannski er maður bara svona ruglaður, ég veit það ekki heldur, það eina sem ég veit er að það gerir mér ekkert gott að velta mér uppúr mannvonsku heimsins.
Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 9. maí 2008
Einn alveg þrælgóður svona í morgunsárið á föstudagsmorgni.
Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í. Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður. Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu.
Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.
Virðingarfyllst:
Hr. Tippi
SVAR FRÁ STJÓRN:
Kæri Hr. Tippi. Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftirtöldum ástæðum: Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt.
Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei frumkvæðið, það þarf iðulega að troða þér inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að komast í gang í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna.
Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraganum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára.
Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.
Virðingarfyllst:
Stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Þetta er skömm og ekkert annað.
Hvernig í óskopunum er hægt að rukka fólk sem hefur nú ekki svo mikið á milli handana um að þau borgi sjálf fyrir heimilstækin á sambýlum, það er alltaf gengið lengra og lengra í því að þeir sem minnst mega sín hafi það enn verra.
Ég veit svosem ekki hvort það sé sambærilegt en mér finnst alla vega í lagi að benda á það að þeir sem leigja hjá Búseta þeir fá öll helstu heimilstæki með í leiguni og ef eitthvað bilar er gert við það eða keypt nýtt og ég veit ekki betur að ef maður leigjir einhvers staðar með heimilstækjum að þá séu þau á ábrygð leigusalans og ef eitthvað bilar af tilteknum tækjum er það leigusalans að ganga í málið ekki leigutakans,þar sem leigutaki borgar væntanlega eitthvað hærri leigu útaf einmitt því að tækin fylgja með í leiguni, en ég tek það fram að þetta er það sem ég held bara af minni eigin reynslu. Ég leigði hjá fólki þar sem öll heimilstæki voru innifalinn í leigu og á leigutímanum hrundi 2 af tækjunum á leigutímanum og það var ekkert tiltökumál að hálfu leigusalans að redda nýjum tækjum, þessi tæki fylgdu með í leigu svo einfalt var það.
Hvort sem þetta er rétt eða rangt hjá mér þá að engu að síður er skömm af þessu að láta heimilsfólkið á sambýlinu borga fyrir nýja uppþvottavél.
![]() |
Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Oft á maður það til að gleyma
litlu hlutunum. Eins og ég skrifaði um í gær,deyfðina og þreytuna og las svo öll yndislegu kommentin frá ykkur sem skrifuðu mér þá allt í einu mundi ég eftir msn skilaboðum sem elsku dóttir mín (sú elsta) skrifaði mér í fyrradag, en þar er hún að þakka mér fyrir að vera besta mamma í heimi og hversu þakklát hún sé fyrir að eiga mig fyrir mömmu, en þar sem mamman hékk í einhverju þunglyndiskast eða hvað sem á að kalla það, þá tók hún ekki eftir þessum yndislegum orðum frá dóttir sinni og ég viðurkenni það að ég dauðskammast mín fyrir það, en svona aðeins til þess að verja mig þá þakkaði ég nú elskuni fyrir falleg orð í minn en af einhverjum ástæðum var ég ekki tilbúin til þess að meðtaka þessi skilaboð á þeim tímapunkti.
Það er svo skrýtið með það hversu auðvelt er að detta ofaní í einhvern þunglyndispytt og þá sér maður ekki alla fallegu hlutina sem eru að gerast í kringum mann, td það sem að elsta dóttir mín skrifaði mér, það var svo fallegt og seigjir manni það að eitthvað hefur maður verið að gera rétt í uppeldinu, þó að manni finnist maður oft vera hálf misheppnaður í þegar kemur að foreldrauppeldi, en kannski er það einhver fullkomnunar árátta sem veldur þessu, ég hugsa það.
Það er alla vega mjög mikið sem maður getur verið þakklátur fyrir og vissulega er ég það, hitt er svo annað að það er að muna eftir því sem maður getur verið þakklátur fyrir, það er oft þrautini þyngra.
Mér finnst alveg dásamlegt að geta notað bloggið til þess að tjá mig um flest allt sem mér býr í brjósti og ég finn hvað það gerir mér gott að fá svona yndisleg komment, þetta er ein af ástæðum þess að maður heldur þessu áfram og það er alveg ótrúlegt hvað skrifuð orð frá bláókunnugu fólki geta hjálpað mikið.
Þið eruð yndisleg öll sem eitt og megi dagurinn í dag verða ykkur sem allra bestur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
þreyta og deyfð.
Ég er búin að vera rosalega dauf í dag og þreytt, er eiginlega ekki að höndla ástandið í dag á heimilinu ég er svo langt frá því að vera samkvæm sjálfri mér þessa dagana að það er ekki einu sinni fyndið, ég er svona að reyna að finna einhverja ástæðu fyrir þessari líðan en finn bara enga nógu góða held ég.
Það eina sem mér dettur í hug er að ég er að mikla fyrir mér daglegt líf, það virðist bara vera sem svo að þegar ég fékk uppsagnarbréfið fyrir húsinu sem ég átti að hafa í 3 ár barst mér þá bara var einhvern vegin eins og allt færi á niðurleið á sama tíma, hitt er reyndar svo annað mál að ég er orðin sátt við það að flytja héðan því ég veit að ég er að fara á betri stað en ég er núna, samt einhvern vegin fer þetta í taugarnar á mér.
Mér finnst ég ekki komast útaf heimilinu af því að kútur er heima og ekki get ég verið að þvælast með hann með mér útum allt, eins og hann er í maganum þannig að maður hangir hérna heima, ég held satt að seigja að ég þurfi einhverja vítamínsprautu í þið vitið hvað.
Eigið gott kvöld elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Lazarus ennþá að leyfa okkur
að njóta nærveru sinnar, að vísu fór títlan í skólan það er bara ómögulegt að halda henni heima, hún verður alveg vitlaus af aðgerðaleysi enda held ég að það séu fá börn sem vilja fara í skólan. flest þau börn sem ég þekki ef ekki öll taka það nú framyfir að vera veik heldur en að þurfa að mæta í skólan.
Hún er reyndar hitalaus en hóstinn er ennþá ljótur hjá henni en sem betur fer á hún tíma hjá læknir á morgun, þannig að vonandi fær hún eitthvað við honum.
Kútur er ennþá heima, ég talaði við kennaran hans áðan og hún sagði að best væri að halda honum heima meðan þetta magavesen væri að ganga hjá honum en manni finnst hálfskrýtið að halda barni heima þegar ekki er um að ræða veikindi í þeim skilningnum, heldur svona frekar tilbúin einhvern vegin þar sem hann er á lyfjum sem eru að valda þessu öllu saman hjá honum, en þau eru alla vega farinn að virka og þar að leiðandi er hreinsun hafin hjá honum.
Gaurinn fór eins og ég sagði frá í gær í munnlegt og skriflegt norskupróf og gekk honum mjög vel eftir því sem kennarinn hans sagði og í dag er hann í norsku samræmdu prófi þannig að nú er bara að vona að honum gangi vel þar líka og ég trúi því,það verður alla vega mikill léttir fyrir hann að vera búin með 1 samræmt próf næsta vetur þá verður vonandi minna álag á honum fyrir vikið.
Ég fékk í gærkvöldi meiriháttar gleðifregnir fyrir mig,fregnir sem ég er reyndar ekki tilbúin til þess að opinbera alveg strax en það er alla vega komið af stað ferli sem ég hef lengi beðið eftir, en allt mun þetta skýrast 20 mai en þá fer ég í viðtal og kem þá kannski með fréttir eftir þann fund.
Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Það er ekki að undra
![]() |
Fritzl vill ekki fara úr fangaklefanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. maí 2008
Maður fær alltaf verk fyrir hjartað
þegar maður les um týnd börn, en guð sé lof að hún fannst og heil á húfi.
Dóttir mín sem nú er að verða 23ja ára gömul lét sig einu sinni hverfa að heiman eldsnemma morguns þá 4ra ára og ég get ekki lýst skelfinguni þegar ég áttaði mig á því að hún var horfin.
Ég hljóp útúm alla eyri til þess að leita að henni og heim til foreldra minna og þar tók ég eftir að hjóliið hennar var horfið þaðan og þá datt mér í hug að hún hefði farið þangað en mamma hafði ekkert séð til hennar.
þannig að aftur var hlaupið heim og nei ekki var hún komin þangað, ég var kominn í síman til þess að hringja í lögregluna þegar bankað er hjá mér og úti stendur maður með dömuna sér við hlið, þá hafði daman farið heim til ömmu og afa að sækja hjólið sitt og hjólað svo aðra leið heim en ég fór og að sjálfsögðu var engin heima þegar hún kom þangað en þessi yndislegi maður var með bólstrarverkstæði við hliðina á húsinu sem við bjuggum í og hafði séð hana vera á vappi þarna fyrir utan en engin mamma heima þannig að hann tók hana undir sinn verndarvæng þangað til ég kom heim.
En skelfinginn sem greip um sig var hræðileg.
![]() |
Litla stúlkan fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 5. maí 2008
Tveir lazarusar heima í dag.
Bæði kútur og títlan eru lasin í dag, hann var að byrja á nýju magalyfi til þess að hreinsa ristilinn og fær svona þvílíkan magakrampa með þeim og svo er hreinsuninn að byrja hjá honum þannig að ekki var óhætt að senda hann í skólan.
Títlan er hins vegar komin með svo hrikalega mikla hálsbólgu og hita með því og ljótan hósta þannig að hún er líka heima svo nú er bara rifist yfir tvíinu og bara öllu rett og slett. Þeim semur svo hryllilega í saman að það er ekki fyndið,títlan á sérstaklega eriftt með að umbera bróðir sinn að það er alveg ótrúlegt, hann á það til að vera ferlega góður við hana og vill helst alltaf hafa hana með sér ef eitthvað stendur til en hún hins vegar gæti bitið af honum hausinn stundum ef hann svo mikið sem andar í átt að henni.
Gaurinn minn er að fara í samræmt próf í norsku í fyrramálið og vorprófið í dag og kallanginn er að fara nett á límingunum útaf því, samt er hann búin að vera mjög duglegur að læra undir þetta allt saman núna um helgina og ég hef enga trú á öðru en að hann standist þetta með sóma, hann er svo hrikalega sterkur í norskuni,bæði talar hana og skrifar eins og fæddur norðmaður og kannski betur en margir norðmenn meira að seigja, alla vega fékk hann mikið hrós úti þegar við bjuggum þar og rektor hafði orð á því að ef hann vissi ekki betur myndi hann trúa því að hann væri borin og barnfæddur í norge og það er ekki slæmt hrós að fá, rektor meira að seigja sagði mér það að hann væri sá annar besti sem hann hefði fengið í þennan skóla sem talaði svona lýtalausa norsku af öllum þeim íslensku börnum sem hefðu verið í þessum skóla og væru þau býsna mörg.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Það eina sem mér dettur í hug þegar ég les þessa frétt
eru þvílíku blótsyrðinn að þau eru ekki einu sinni prenthæf, þessi mannræfill þarf að sæta einhverju miklu meira en það að setja hann á stofnun fyrir geðfatlaða, í mínum augum er það móðgun við það fólk sem þar þarf að vera.
Ég held satt að seigja að engin refsing verði nógu hörð fyrir þetta ÓGEÐ.
![]() |
Segir Fritzl ósakhæfan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 3. maí 2008
Yndislegur dagur að kveldi kominn.
Þótt að veðurútlitið hafi ekki verið uppá marga fiska þegar ég fór á fætur í morgun, en sem betur fer þá reif hann af sér og þessi gula sem við hérna norðan heiða erum búin að sjá alltof lítið af undanfarnar vikur kíkti fram úr skýunum svo úr varð þetta dásamlega veður, það var byrjað á því að þrífa og pakka aðeins niður í leiðini, eins og svona í 5 kassa og annað eins í svarta ruslapoka, svo var farið að versla í Bónus og þar fékk kortið mitt smá útreið eins og um hver mánaðarmót því ég hef lagt það í vana minn að versla nánast fyrir allan mánuðinn í einu,alla vega þannig að út mán þarf ég þá bara að kaupa ferskvörurnar og þetta virkar bara þrælfínt fyrir mig.
Síðan var tekin smá rúntur og bæjarlífið skoðað og svo heim.
Það var gerð smá tilraun í gærkvöldi en þá leyfði elsta dóttir mín öllum 3 systkinum sínum að sofa hjá sér þannig að hér var bara (chillað) eins og krakkarnir seigja fram eftir kvöldi og reynt að vaka frameftir en það gekk að sjálfsögðu ekki og var skriðið í bælið um kl 23.00, þvílíkt gamalmenni sem maður er orðinn, ég er vissum það að foreldrar mínir vaka lengur en ég
Kútur var að gista í burtu að heiman í annað sinn síðan við fluttum til landsins og fyrir þann tíma hafði hann ekki sofið annars staðar í svo mörg ár að ég man ekki einu sinni hvænar það var síðast,en þessi nótt gekk svona ágætlega eftir því sem dóttir mín seigjir, kútur er hins vegar ekki alveg sammála systir sinni og vill meina að hann hafi nú ekki sofið of vel.
Ég átti samtal við kútinn áðan um það hversu hollt væri að vera utandyra meira en hann gerir því hann vill bara vera heim hjá sér og það er hrikalega erfitt að fá hann eitthvað með sér þannig að ég fór að seigja honum frá hryllingnum í Austurríki en notaði mun fallegri lýsingu en það sem gerst hefur þar, umræðan snérist aðallega um börnin sem ekki höfðu litið dagsins ljós í öll þessi ár og var að útskýra fyrir honum hvernig húðin er sögð vera á þeim og mínum litla manni brá heldur betur í brún þegar ég var að seigja honum þetta, ég veit svosem ekkert hvort það hafi verið rétt af mér að seigja honum þetta en ég vill nú samt meina það að svo sé, ég hef nefnilega tekið eftir því eftir að vinur hans úr sama skóla hefur verið að koma hingað í heimsókn að ég er búin að vernda þetta barn alltof mikið fyrir umheiminum, svo nú sé ég að tímabært að láta skarar skríða og koma honum meira í burtu frá mér og kenna honum á lífið utan veggja þessa heimilis.
Ég reyndar bind miklar vonar við nýja heimilið okkar þar sem hann á sinn besta vin í næstu götu og vonandi kemur hann til með að rölta þangað sjálfur og svo kannksi eitthvað lengra þegar fram líða stundir, ég verð samt að seigja það mér til varnar að öll árinn okkar í norge þá varð ég að verja hann með kjafti og klóm fyrir einelti og eflaust hef ég eitthvað komið sjálf skemmd undan því, svo má kannski geta þess líka að þar sem hann er í skóla útí sveit og er félagslega heftur þá hefur honum ekki gefist tækifæri á því að kynnast krökkunum hérna í hverfinu okkar, en það sem betur fer horfir allt til betri vegar þegar við flytjum.
Eigið gott kvöld elskurnar mínar öll sem eitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar