Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó, ónei. :(

þetta fer nú að verða fínt, þetta veður sem búið að geysa hérna undanfarna daga, já eða alla vega einn eða tvö ;).  Það kafsnjóðaði svo þvílíkt hérna í fyrradag og smá í gær að það var engin hemja, mér finnst þessi vetur bæði búin að vera langur og leiðinlegur. Ég var nú alveg búin að telja mér trú um það eftir fjögur ár í Norge að ég elskaði snjó, því þar sem ég bjó var bara nánast engin snjór, en ég er búin að komast að því að mér er jafnílla við hann nú og mér var áður en ég flutti út hihi.

Morgnuninn byrjaði á því að ég festi mig hérna beint fyrir utan bílageymsluna þegar ég var að keyra uppúr henni í morgun sem varð til þess að öll börnin mín komu of seint í skólan, málið var nefnilega það að ég ætlaði að mæta á kynningu hjá gaurnum í samb við framhaldsskóla nám kl 8 og þess vegna tóku þau ekki skólabíl, loksins svo þegar búið var að losa bílin þá var ég búin að missa af öllu saman því þetta stóð bara yfir í 40mín.

Svo mátti ég gjöra svo vel að keyra kútinn líka í sinn skóla sem er hérna út fyrir bæinn og þegar þangað kom þá var ófært upp að skóla þannig að við urðum að labba smá spotta, sem er reyndar allt í góðu.

Blöðinn komu náttúrulega mikið seinna en venjulega þannig að byrjað var að bera út að ganga 11 og það get ég svarið að sumt fólk fær ekki blaðið sitt á morgun ef ekki verður búið að moka þar, sum staðar mátti maður vaða snjó uppí klof og ég get svarið fyrir það að ég var orðinn blaut uppað herðablöðum þegar að heim var komið, já eða svona næstum því.

Púff, fer þetta hvíta rusl ekki að bráðna fljótlega, ég viðurkenni að það þetta er orðið frekar þreytandi  svona til lengdar að minnsta kosti.

Annars erum við bara góð og tökum stefnuna á að vera jávkæð eitthv frammá við.

ADIOS.


Já það er Laugardagskvöld ..........

og ég nánast búin að hanga í náttfötum í allan dag, rétt skellti mér úr þeim til að bera út í morgun, síðan heim í sturtu og aftur í náttföt, ekki það að ég hafi ekk haft nóg að gera hérna heima heldur ákvað ég bara að hafa þetta kósý dag.

Systurdóttir mín var mætt hér kl 9 í morgun og verður hjá okkur frammá seinni part á morgun og er bara gaman af því að hafa þessa elsku hjá okkur því hún kemur alltof sjaldan til okkar, það var síðan hrært í vöfflur og búið til rækjusalat, Mamma mín og Pabbi minn kom svo í kaffi og var það bara frábært, svo kom líka systir mín hér í kaffi, sú sem er næst fyrir ofan mig í aldri og var það bara frábært líka, allir sátu og gúffúðu í sig vöfflur og salat og líka kleinur sem steiktar voru í gær.

Lærið fór svo í ofninn og fékk að malla þar í dágóðan tíma því ég átti von á gestum en því miður bilaði bílinn þeirra á miðri leið þannig að ekkert varð úr þeirri heimsókn, en lærið smakkaðist engu síður frábærlega vel og bráðnaði í munni.

Ég hef gert það undanfarna daga að taka kútinn með mér í ca 30mín labb með fréttablaðið áður en hann fer í skólan á morgnana og er hann bara vel sáttur við það, því hann mun fá borgað fyrir það og það sama gildir um hin börnin mín, þau sem nenna að bera út með mér fá að hirða launinn og verður þeim þá bara skipt í þrennt ef svo ber undir.

Ég hef verið rosalega löt að blogga undanfarið, en fyrir því liggja margar ástæður, oft hef ég hugsað með mér að um þetta eða hitt geti ég bloggað um en svo einhvern veginn gleymist það.

Það gekk mikið á í öllum skólum barna minna í nýliðinni viku, fyrst urðu árekstrar á milli títlunar og tveggja annara en sem betur fer er það komið í lag, nú svo var komið að fundi á milli mín og kennara gaursins því hann er ekki að sýna náminu neinn áhuga og gerir það honum býsna erfitt fyrir uppá framhaldsskóla að gera því þangað liggur leiðinn næsta haust, það er búið að reyna tala hann til en lítið viriðst ganga í þeim efnum, ég veit nú samt að hann skilur alveg hversu mikils virði skólaganga er, það er bara málið að nenna leggja á sig eitthvað extra til þess að komast vel frá grunnskólanum.

Nú og svo pungturinn yfir I var þegar kútur lenti í árekstri í sínum skóla líka og voru þar víst látinn fjúka ljót orð á milli hans og annars nemanda, en mér skilst að það sé komið í gott lag líka, annars er ég að fara á fund þar á Mánudag og þá skýrist það allt saman betur.

ADIOS MY DARLINGSHeart


Púff ekkert nema vesen alls staðar.

Það er ekki ofsögum sagt hjá mér að síðustu tveir dagar eru búnir að vera hreint ömurlegir fyrir margar sakir.

Ég er að lenda í vandræðum með einstakling sem ég aldrei bjóst við að þurfa kljást við á þennan máta, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ég er í eilífu argaþrasi við mann og annan og er það bara ömurlegt, svo til að bæta gráu ofaná svart þá kom kútur kom svona líka sárlasinn heim eftir skóla að ræfillinn lagðist beint uppí rúm og steinsofnaði og þetta er barn sem hægt er að telja á fingrum annarar handa hversu oft hann sofnar þegar hann veikist, og það allra versta er að hann er nýbúin að stíga uppúr einni pestinni og þá veikist hann aftur.

Annars gekk sumarbústaðarferðinn ljómandi vel að flestu leyti, eina sem var að þessi elsku börn mín voru ekki alveg að fíla nándina við hvort annað, þannig að það var mikil barrningur þeirra á milli alla dagana, sem gerði annars mjög góða ferð frekar erfiða.

Við kíktum á systur mína á Skaganum ásamt sinni stóru fjölskyldu og var það alveg meiriháttar gaman, þar á hún þríburadömur sem verða 2ja ára nú í mars og þær eru alveg yndislegar allar þrjár, svo hrikalega gaman af þeim. Gaurinn hennar sem er 10 ára kom svo með okkur í bústaðinn að gisti eina nótt og er hann alveg yndislegur líka, ásamt fleiri góðum gestum sem einnig gistu hjá okkur eina nótt.

Svo var líka kíkt í borg óttans og þar hitt maður gott fólk, það var kíkt í Ikea og kolaportið en að öðru leyti var ekki farið neitt.

Það var heitipottur við bústaðinn og var hann í stöðugri notkun alla daga þegar við vorum þar, og á títlan heiðurinn af þeirri miklu notkun sem þar átti sér stað, að sjálfsögðu skelltu aðrir sér þangað líka en þó ekki í jafnmiklum mæli og hún, ég sagði henni það að hún yrði bráðlega gegnsósa ef hún héldi áfram að hanga í pottinum því ekki nóg með það heldur varð hún að skella sér í sund líka þá daga sem farið var á skagan, haha bara snilld þetta barn mitt.

Annars veit ég að það sem á undan er gengið á eftir að lagast og það vonandi sem allra fyrst.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart


Kanntu brauð að baka, já það kann ég,

svo úr því verði kaka, já það kann ég.

Hehe, nú er maður bara að verða hagsýn húsmóðir og er ég að baka fyrir bústaðaferðina á morgun, ætla bæði að taka með mér mat og bakkelsi þvi ekki veitir af að spara pening á þessum síðustu og verstu, en mikið ofsalega hlakkar mig til að fara og breyta um umhverfi og það að gera eitthvað með börnunum annað en að hanga heima alla daga.

Við munum leggja í hann eftir að þau eru búin að syngja sig hás í búðum og fyrirtækjum bæjarins, svo ég tali nú ekki um að leyfa öðrum að njóta þeirra yndisfögru radda, títlan mín hefur alveg hrikalega góð rödd og hefur hún tekið þátt í söngvakeppnum og unnið eina þeirra líka :)

Annars erum við bara góð á þessum við undirbúning fyrir þetta frábæra ferðalag sem við erum að leggja í á morgun :)

Knús á ykkur elskurnar og megi næstu dagar verða ykkur yndislegir, þannig ætla ég að hafa þá hjá mérHeart


Og þurfti einhverja vísindamenn

til þess að seigja okkur þetta, ég þarf ekki annað en að líta í spegill og ég lít út fyrir að vera mörgum árum yngri en ég er hahahahahahaha, alveg bara 29 sko.

Enn að öllu gamni slepptu þá er ég vissum að þetta reynist rétt, maður þarf ekki annað en að horfa í kringum sig til að sjá þetta;)


mbl.is Fitan yngir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Shit hvað það er gott að getað verið latur á Sunnudegi og haft efni á því líka.

Ég var svo sniðug í gær að gera allt sem þurfti að gera hérna heima í gær þannig að í dag er hægt að leyfa sér að hangsa í allan dag og þarf ekki einu sinni að hafa móral yfir þvi. Birtan hennar ömmu sinnar ætlar að koma hérna og eyða deginum með okkur þar sem mamma hennar þarf að vinna, en það er líka bara í góðu lagi þvi elskuni leiðist nú ekki að vappa hér um á nærfötunum einum fata þvi það er ævinlega hennar fyrsta verk þegar hún kemur, það er að hátta sig, bara æði þetta barn.

Í gærkv var okkur boðið í mat til snilldarkokksins hennar mágkonu minnar og jammý ekkert smá gott sem var þar á borðum, hún bjó til eitthv nammi og setti inní pönnsur með alls kyns gúmmelaði og þetta var bara hreint sælgæti, Takk æðislega fyrir okkur.

Svo var komið við á videoleigu og leigð mynd til að hafa í fjöskyldustund, kveikt var að trilljón kertum og nammi sett á borð ásamt snakki og fl, þetta var bara æði, meira að seigja gaurinn minn horfði með okkur og það hefur ekki gerst í langan tíma.

Undanfarið hef ég stundað svolitla sjálfskoðunog ég finn hversu það gerir mér gott að skoða lífið og sjálfan sig um leið og af einhverjum ástæðum er ég full af jákvæðni og bjartsýni ég finn það að þett á allt saman eftir að fara vel, hvað svo sem þetta er, en það er önnur saga.

Knús á ykkur elskurnar og konur innilega til hamingju með daginn Heart

 


Laugardagsmorgun :)

Og ég svaf alveg til kl 8 vá, reyndar er það mikið í mínum huga þar sem ég hef farið á fætur alla morgna í þessari viku kl 5.30 til að bera út fréttablaðið með gaurnum mínum og gengur okkur svona glimrandi vel með það og frábært að fá hreyfinguna og það skemmir ekkert fyrir að fá borgað fyrir það líka, reyndar renna þessir aurar í vasa gaursins en ég styrki hann með labbinu í staðinn því ekki veitir manni af því að hreyfa sig aðeins og svo aðeins meira.

Á næsta Miðvikudag (Öskudag) er stefnan tekin á að bruna í orlofshús í Munaðarnesi og leika sér þar með börnunum frammá Sunnudag, það verður reyndar ekki lagt í hann fyrren að börnin eru búin að sýna sína sönghæfileika hér í fyrirtækjum bæjarins, en mikið ofsalega hlakkar mig til að komast í breytt umhverfi og gera eitthvað annað en að hanga heima hjá, þetta er að miklu leyti gert til þess að ná kút enn meira úr tölvu og tv glápi, fá hann til þess að njóta náttúrunar líka og sjá að heimurinn er ekki bara eitt herb með tölvudóti og svol inní.

Ég er ákveðinn í því að ferðir til borgarinar verða takmarkaðar einfaldlega vegna þess að ég er ekki að fara í bústað til þess að hanga í RVK alla daga, enda hugsa ég sem svo að þeir sem vilja hitta okkur hljóta geta gert sér ferð til okkar eins og við til þeirra og hana nú.

Ég var að lesa rétt í þessu komment hjá einni bloggvinkonu til annarar að um næstu helgi er blogghittingur hérna og enn og aftur missi ég af honum (demm) en ætli ég láti ekki eigin fjölskyldu vera í fyrirrúmi og njóti hennar í staðinn, ég vonandi kemst þá bara þar næst.

Takmarkaður tími fyrir kút í pc og tv gengur ágætlega, ég viðurkenni að það hefur komið fyrir að ég hafi gleymt tímanum en þessi elska má alveg eiga það að hann hlýðir mér þegar ég seigji stopp, þó hann sé ekki sáttur, en hann hlýðir þó og það er það sem skiptir máli, reyndar passa ég mig á því að hann fái strax eitthv annað verkefni eins og það að koma fram að spila spil eða við förum að teikna, nú eða ég læt hann hjálpa mér við matargerð, fara aðeins út með Jenny eða bara það sem mér dettur í hug hverju sinni.

ADIOS ELSKURNARHeart 


Jebb er á lífi :)

Bara búin að vera löt að blogga undanfarið, á þessu heimili er verið að vinna í ýmsum breytingum hjá kút og allar eru þær góðar, ég er að rembast við að minnka all verulega við hann bæði tölvu og tv notkun og gengur það svona misjafnlega vel (eða ílla) eftir því hvernig á það er litið.

Ætli vandamálið liggi ekki einna helst í því að ég fer alltof lítið með hann útaf heimilinu því sjálf er ég svo heimakær að það hálfa væri nóg, en alla vega þá höfum við gert svolítið af því að spila hin ýmsu spil og spjalla mikið saman og leikið okkur líka :)

Svo er nú reyndar stefnan að fara með hann í kjarnaskóg einu sinni í viku og sund líka, en enn sem komið er hef ég ekki haft mig í það, orkan er einhvers staðar allt annars staðar en hjá mér þessa dagana og þar sem ég og gaurinn byrjuðum að bera út í tvö hverfi hjá fréttablaðinu í gær þá er ég enn þreyttari fyrir vikið, en mikið ofsalega er nú samt gott að taka góðan sprett á morgnana, því ég þarf alltaf að vera í kapphlaupi við tíman og verða fljótari og fljótari og finna upp nýjar aðferðir og aðrar leiðir til að sjá hvaða leið er fljótust.

Hehe. ekki er umræðuefnið merkilegt hjá mér þessa dagana enda svosem ekki mikið um að vera þannig lagað, alla vega ekkert sem kemur hér inni.

Heyrðu jú annars við erum að fara í Munaðarnes í næstu viku og ætlum að eyða þar 4 góðum dögum tvær fjölskyldur saman, það er ég vissum að þetta verður frábær ferð, þar sem samferðarfólk mitt er ekki af verri endanum, þannig að þetta getur ekki orðið annað en gaman.

Einhvern tíman fyrir ekki svo margt löngu nefndi ég hjörtu okkar Akureyringa sem mér þykir orðið svo vænt sér í lagi það sem slær yfir í Vaðlaheiði og eins þau sem búið er að koma fyrir í mörgun umferðarljósum hérna i bænum, ég tók mér það bessaleyfi og googlaði ljósið yfir í heiði til sýna ykkur sem ekki njótið góðs af þessu og hérna kemur útkoman, vonandi verður mér fyrirgefin þessi þjófnaður.

stefansdottir-0457.jpg

Og svo annað.

januar_2009_261.jpg

Því miður mun það hverfa okkur sjónum nú í lok Feb, bæði vegna dýrs viðhaldskostnaðar og svo það að svo virðist sem einhverjir óprúttnir nánungar hafa gert sér það að leik að stela perum úr neðsta hluta hjartans, skamm, skamm.

Þetta hefur svo sannarlega yljað mér þegar ég hef horft yfir í heiði og í dag þarf ég ekki nema að kíkja útum gluggan hjá mér í forstofuni þá sé ég þetta yndislega verk góðra manna.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart


Nú er útlit fyrir að áralöngu stríði hjá mér sé loksins að ljúka.

Í morgun fékk ég mjög góðar/slæmar fréttir, góðar fyrir mig en slæmar fyrir ákveðinn einstakling sem ég hef barist við í nokkuð mörg ár útaf einu tilteknu máli, í morgun var svo í rauninni sleginn endahnútur á það mál fyrir þennan einstakling sem þýðir það að þessi einstaklingur var málaður útí horn og verður að gjöra svo vel að láta af fyrri hegðun sinni og gera eitthvað í sínum málum.

Mikið ofsalega var það gott og ánægjulegt þegar ég fékk þær fréttir í morgun að málið væri komið á endastöð hvað varðar þennan einstakling, það er þungum byrðum af mér létt og kannski nú eftir mörg ár get ég farið að verða frjáls og hætta á vaktini, því þessi vakt er búin að vera ansi löng og ströng, ég hef verið vakandi/sofandi í mörg ár svo núna get ég kannski farið að hvílast af einhverju viti.

Reyndar er ferlið fyrir því að þessu linni rétt að byrja og mun taka langan langan tíma, en það er alla vega komið úr mínum höndum að miklu leyti þannig að nú eru aðrir sem þurfa taka við vaktinni og ég farið að hugsa um sjálfa mig og börnin mín, ég vona það að minnsta kosti.

Svo nú er ég afskaplega þreytt og andlaus, langar mig helst að skríða undir sæng og vera þar mjög lengi, en það er víst eitt sem mér stendur ekki til boða á þessari stundu en kannski kemur að því.

Það sorglegasta við þetta allt saman er það að börnin hafa dregist inní atburðarrás sem engin börn eiga þurfa að ganga í gegnum en því miður var það svo að ekki varð komist hjá því.

Þið fyrirgefið mér elskurnar hversu sundurlaus og óskýr þessi færsla, en því miður hvorki get ég né vil fara nánar útí þetta mál hér að svo stöddu.

Knús á ykkur elskurnar og megi helgin verða ykkur sem allra bestHeart


Burrrrrr það er kalt :(

Það að stíga út þegar svona rosalega kalt er þá langar manni bara helst að fara aftur undir sæng og vera þar þangað til það fer að hlýna, það er reyndar von á smá hlýindum á morgun og laugard en svo á að kólna aftur og ég sem er að fara bera út Fréttablaðið á morgnana með gaurnum mínum eftir helgi.

Já við ákváðum það að fara bera út, bæði til þess að hreyfa okkur aðeins og vinna sér inn smá aur í leiðini ekki slæmt. Annars hef ég voða lítið að seigja þessa dagana en einhvern vegin alveg þurrausinn af fréttum, finnst bara einhvern vegin að ekkert sé að ske hjá mér, enda byrjaði ég á því að tala um veðrið hehe.

Annars held ég að þetta sé mest megnis svona langþreyta hjá mér útaf svefnveseninu hjá kút en vonandi breytast það eftir helgi þegar ég er búin að fara til doksan hans og heyra hvað hann vill eða ætlar að gera.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband