Leita í fréttum mbl.is

JÆJA nú eru bara

5 dagar eftir í lyfjaleysi og já ég seigji BARA því mér finnst það algjört kraftaverk að við skulum vera búin að þrauka þetta það sem af er,það byrjaði ekki skemmtilega þegar ég sótti kútinn á stoppustöð í gær hann tapaði sér í geðvonsku vegna þess að hann þurfti að bíða svo lengi eftir mér og honum datt sko ekki til hugar að labba heim ó nei ekki að ræða það,ég reyndi að útskýra það fyrir honum að þetta væri nú ekki langt en ég fékk nú bara öskur á móti.

Ég hafði hugsað mér að taka hann með mér og kaupa nýja skó á hann því hann er algjörlega búin að eyðileggja skóna sem ég keypti í oktober en hann hélt nú aldeilis ekki að hann færi að skipta út skónum sínum og mér hótað öllu íllu ef ég keypti nýja,jæja það endaði á því að ég skildi hann eftir heima hjá stóra bróðir meðan ég fór og fann á hann skó og sem betur fer pössuðu þeir á hann,það er nefnilega þannig að það má engu breyta hjá honum og hvað þá heldur skipta út ég verð að seigjast geyma allt á góðum stað jafnvel þó að hann komi aldrei til með að nota neitt af þessu dóti.

Hann hefur alltaf tekið svona áráttur eða þráhyggjur og þá má engu henda alveg sama hvað það er,þessa stundina kemur hann heim með alla steina sem hann finnur og þá helst nógu stóra og ég á að gjöra svo vel að geyma þá alla í jakkavasanum mínum eins lengi og honum þóknast,á tímabili mátti ekki henda neinum kjötbeinum sama af hvaða dýri það var og hann átti það til að rukka mig um þessi bein mörgum dögum síðar,þannig að ég tók á það ráð eftir að vera búin að gera þau mistök einu sinni að hafa sagt honum að ég hefði hent þeim þá ákvað ég að þau eru öll geymd á góðum stað sem ég ein veit um og hann sættir sig við það ennþá alla vega,ég býð ekki í það ef ég ætti svo kanski að fara sækja þetta allt fyrir hann ég gæti alveg eins sent hann beint á haugana og þá yrði minn nú ekki glaður.

Það má ekki henda pappa kössum utan af neinu,ekki henda plasti,ekki gjafapappír þó hann sé í henglum,ekki gefa nein föt sem passa ekki lengur og skiptir þá ekki máli af hvaða fjölskyldumeðlim þau eru,allt á að vera á sínum stað innan veggja þessa heimilis í hans huga.

En samt sem áður er þessi elska svo yndislegur að oftast nær gæti ég ekki hugsað mér að vera án hans,mikið held ég að lífið væri innantómt,þessi elska hefur líka kennt mér svo ótalmargt sem ég kunni hvorki né gat eða hefði ímyndað mér að ég ætti eftir að gera, en á þessari ævi hans hef ég lært ábyggilega meira en öll árinn á undan,þannig að ég er alveg sannfærð um það að börnin okkar eru send hingað til okkar til þess að kenna okkur eitthvað nýtt,því með hverju barna minna hef ég alltaf lært eitthvað nýtt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir fróðlegt blogg ´

Ég er sammála þér að börnin eru send til okkar til að kenna okkur.
Gangi ykkur vel

Emma Vilhjálmsdóttir, 22.1.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Helga skjol

takk fyrir það.

Helga skjol, 22.1.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji minn góður. Hrikalegt þegar þeir taka upp á svona þráhyggju þessir gaurar okkar. Stundum langar mig bara að henda mínum í ruslið. En miklu oftar langar mig að pakka honum inn í bómull og knúsa hann í kremju.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband