Leita í fréttum mbl.is

Aldrei hefði

ég trúað því að spinning gæti hugsanlega gengið að manni dauðum eða alla vega hálfdauðum,fór í fyrsta alvöru spinning tíman minn í morgun hafði bara eitthvað verið að kroppa í þetta áður og guð minn góður ég hélt að fæturnir dyttu undan mér þegar ég steig af hjólinu,en þetta seigjir manni bara það að en er langt í land hvað þjálfun varðar en þetta kemur.

Gærdagurinn var með besta móti hjá kút eftir að heim var komið og líka í skóla samkv samskiptabók,en þegar líða tók á seinni part fór að renna á minn eitthvert æði sem gekkst út á það að góla eins og vitlaus væri og syngja og dansa þess á milli og stríða barnabarninu alveg heil óskop og hann róaðist ekki fyrren kl 21.00 í gærkvöld þannig að hér á bæ var býsna oft talið uppað 10 og stundum mkilu meira en það.

Það er þannig að krakkarnir í þessum skóla fara með skólabíl á milli og með þeim er alltaf einn kennari sem sér um að ferðin fari friðsamlega fram og ef krakkarnir fá 3 mínusa þá liggur við refsing og hún er sú að þau fá ekki að fara með skólabílnum í eina viku og hefur kútur einu sinni fengið þessa refsingu og það sem minn var glaður þegar það var og hans orð voru á þessa leið.....jessss mamma veistu hvað ég er búin að bíða lengi eftir þessu,því í hans huga voru þetta verðlaun að þurfa bara að labba útí bíl og vera sóttur að skóla,þetta fannst mínum manni ekki slæmt og lét ég skólan vita af því að verið væri að refsa mér en ekki honum,þannig að tekið var á það ráð að veita honum einhverja aðra refsingu ef þess þyrfti.sem svo síðan kom til í dag og eftir því sem hann seigjir mér þá var hann keyrður eitthvað lengst í burtu og látinn labba til baka,hversu mikið er satt af þessu ætla ég ekki að fullyrða.Hins vegar ef þetta reynist rétt hjá honum og vegalengdinn verið jafnlöng og hann seigjir þá finnst mér þetta nú fullangt gengið.

En það kemur hins vegar í ljós á morgun hvort svo sé þegar ég fer á fund í skólanum eins og í hverri viku,hins vegar gæti líka alveg verið að mömmuhjartað mitt höndli frekar ílla þegar verið er að refsa honum annar staðar en heima hjá sér.Því að í norge hljómuðu allar refsingar uppá það að taka hann útúr skólastofuni og fara með hann á kaffihús eða eitthvað álíka sem var náttúrulega ekki refsing heldur verðlaun í sinni bestu mynd.

Öll árinn okkar saman hef ég staðið 70% að honum ein og þegar svo er þá er voða erfitt að sleppa af honum hendini og fá einhverja aðra til þess að taka þátt í lífi hans með manni og samt er ég svo óendanlega þakklát fyrir það tækifæri sem að honum er veitt í skólanum og ég get endalaust dásamað það góða starf sem verið er að vinna með hann þó að ég sé kanski ekki 100% sammála því sem gert er þá veit ég að verið er að gera góða hluti með hann og ég og kennarinn hans erum að komast á sömu bylgjulengd sem er bara FRÁBÆRT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Helga mín, ég man það auðvitað núna að þið eruð komin heim. Þú ættir því að geta fundið líkamsrækt við hans hæfi ef hann er til í slíkt.

Ég skil hvað þú meinar að það sé erfitt að leyfa skyndilega fleirum að taka þátt í lífinu hans. En við verðum víst að sleppa hendinni af þessum elskum á endanum.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

p.s. spinning hef ég prófað tvisvar og ég held ég geri það ekki aftur

Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Helga skjol

er með augu og eyru opinn fyrir öllu svol,það er bara vandinn að hann er ekki orðinn nógu gamall í ræktina eða þá að námskeið eru ekki byrjuð ennþá hjá líkamsræktarstöðvum hérna fyrir norðan,en mér skilst að það eigi að byrja í febrúar.

Helga skjol, 26.1.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband