Sunnudagur, 27. janúar 2008
Hann smakkaðist
ágætlega þorramaturinn þó ekki eins og ég var búin að vonast eftir,kanski var ég bara búin að sjá hann á rósrauðum skýjum því að mín 4 ár í norge fékk ég bara þorramat einu sinni og mikið var ég búin að sakna hans þá,ætli það hafi ekki verið stemminginn í kringum matinn sem mér finnst svona góð ég hugsa það.
Ég fékk nú ekki kútinn til þess að smakka þetta eina sem hann vildi var hangikjötið,títlan smakkaði punga og þóttu þeir vægast sagt geðslegir,gaurinn þessi 14 ára borðar reyndar pungana eða gerði hann fékk sér nú lítið af þeim í gær,og ekki fékk ég elstu dóttirina til þess að stoppa við og fá sér að borða hehe hún vildi miklu frekar fara heim með Birtuna og elda kjúlla haha henni leist nú ekkert of vel á þennan óbjóð eins og hún kallaði það.
Mikið ofsalega er það skrýtinn tilfinning að vera byrjuð aftur með hann á lyfjum og mikið skelfilega er maður ruglaður sjálfur,ég beið í þessar 2 vikur eftir því að hann myndi byrja og svo loksins þegar að því kom þá er ég með nagnadi samviskubit yfir þvi að hann skuli þurfa þessi lyf.
Það væri óskandi að fundið yrði upp eitthvað annað heldur en lyf handa þessum elskum sem þjást af röskun í einni eða annari mynd,ég er búin að prófa svosem eitt og annað,alls kyns vítamín,breytt mataræði,en ég held að með kútinn sé bara ekkert svo einfalt því að hans raskanir virðast vera svo margþættar að meira að seigja þegar ég er spurð hvað sé að honum þá eiginlega veit ég ekki hvað ég á að seigja eða hvar ég á að byrja.
Annars finnst mér það svo merkilegt með þau börn sem eitthvað er að að þau virðast sjaldnast fá þær umgangspestir sem ganga hverju sinni,nú á ég 4 börn og 2 af þeim semsagt sú elsta mín og kúturinn minn teljast bæði til langveikra barna og það heyrði og heyrir til undantekninga ef þau fengu og fá pestir.
Elsta dóttlan mín fæddist með gat á maga og garnir lágu úti og lá hún í 3 og hálfan mán á vökudeild LSP árið 1985 fram á árið 1986 og eftir það tók við mikið eftirlit hérna á ak en svo undarlegt sem það er þá fékk hún aldrei neinar pestir sama hversu mikið var að ganga alltaf slapp hún og hefur alla tíð verið mjög hraust,svolítið skrýtið.
Kútur er eins og hann er og fær líka mjög sjaldan pestir,hins vegar fær hann miklu frekar eitthvað sem er ekki að ganga heldur gripur eitthvað sem fáir eru með.
Hin 2 þessi 14 og 9 ára hafa hins vegar gripið nánast allar pestir sem upp koma sérstaklega þessi 14 ára það má engin pest vera að ganga þá er minn búin að næla sér í hana með hvelli,skrýtlan er nú ekki alveg svo slæm sem betur fer.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er merkilegt hefurðu rætt þetta við einhvern, skrýtið að þau sleppi betur langveiku börnin. Þetta hlýtur að vera rosalegt álag á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:39
Þú ert ekki verkefnalaus kona
Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.1.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.