Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Eitthvað voða
andlaus eitthvað þessa daganna,kemst bara rétt svo í gegnum daginn og ekkert meira en það,gaurinn minn þessi 14 ára hringdi í mig úr skólanum uppúr hádegi og bað mig að sækja sig,það hafði liðið yfir hann í íþróttum og hann var allur handónýtur greyjið en gat samt enga skýringu gefið eða hvar honum væri íllt,var bara íllt alls staðar svo náði hann að leggjast í sófan hérna heima og svaf í 2 tíma en hresstist eftir það,ég fer nú með hann til dr ef þetta kemur fyrir aftur.
Það er bara þannig með þessa elsku að hann heldur og finnst hann svo skelfilega feitur að hann er alltaf að passa sig á því hvað hann lætur ofaní í síg en vandamálið er það að hann er eiginlega alltof grannur að mínu mati, gaurinn er 172cm á hæð og rétt um 60 kg.En það sorglegasta er að fyrir nokkrum árum síðan óx hann á breiddina á tímabili og þá hafði ljótt fólk orð á því hversu feitur hann væri sem var alls ekki rétt og er þetta að meira seigja fólk sem stendur honum mjög nálægt og núði því honum um nasir að hann gæti ekki einu sinni æft íþróttir sökum offitu,en svo tók minn gaur sig til og óx á langveginn og að sjálfsögðu hvarf þessi smábumba sem hafði myndast en því miður í hans eigin augum er hann svo skelfilega feitur að það er alveg sama hvað hver seigjir það eru allir að ljúga þegar honum er hrósað fyrir útlitið.
Ég velti því oft fyrir mér hvort að þetta gæti eitthvað haft með samkynhneigðina hans að gera,hvort að öðrum samkynhneigðum sé svona umhugað um útlitið eins og honum,svo liggur þessari elsku svo á að verða fullorðinn,reyndar finnst mér hann full þroskaður andlega miðað við aldur og jafnaldra,ég er nátturulega að stíga mín fyrstu skref í því að ala upp samkynhneigðan ungling þannig að ég veit óskop lítið um tilveru þessara einstaklinga,ég bara hélt í einfeldni minni að það væri miklu auðveldara að ala upp gaur en gellu,en svo er víst ekki á mínu heimili,enda er hann kanski ekki gaur í bókstaflegum skilningi þessa orðs,en hvað veit ég svosem.
Ég er búin að bjóðast til þess að koma með honum á fundi ungliðahreyfingar samkynhneigðra hérna á ak en hann vill sko ekki hafa þá gömlu með sér í það og hefur bara sjálfur farið á einn fund og leist ekkert of vel á og ég held að það sé vegna þess að hann var sá yngsti á svæðinu þvi eins og málinn standa í dag eru ekki svo ýkja margir komnir útúr skápnum á þessum aldri,eftir þvi sem ég kemst næst er hann með þeim yngstu hér á landi sem komið hafa út svona snemma.
Ég verð samt að viðurkenna það að ég tek út fyrir það hversu oft honum virðist líða ílla og vill ekki ræða það við mig né nokkurn annan hvað sé að,ekki einu sinni stóru systur sína sem yfirleitt hefur náð til hans en ekki lengur því miður.
jæja nóg komið af úrhelli í dag,
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Sæl Helga
Fyrir ekki löngu síðan, datt ég inn á síðuna þína og finnst áhugavert hvernig þú tekst á við daglegt líf með börnunum þínum ,sem eru með misjafnar þarfir. Mig langar til að benda þér á að tala við Sverri Pál Erlendsson fyrir son þinn sem er samkynhneigður, en hann hefur unnið mikið með samkynhneigðum krökkum á framhaldsskólaaldri og hann getur kannski bent ykkur á rétta sporið svp@ma.is eins er hann með heimasíðu http://www.svp.is/ og svo er slóð á eldri síðu hjá honum http://www.ma.is/kenn/svp/ og að lokum ein slóð í viðbót sem gæti gagnast syni þínum http://simnet.is/nn/ahannkaerasta.html Kannski eruð þið búin að skoða þetta allt, en ef ekki, þá gæti þetta hjálpað ykkur. En mæli með að þið ræðið við Sverri Pál, hann hefur skilning á því sem sonur þinn er að ganga í gegnum.
kveðja, Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:28
Kæra Kristín,mikið ofsalega þakka ég þér fyrir að benda mér á þessar síður,ég hafði ekki hugmynd um að þær væru til einu sinni,ég hafði reyndar heyrt um hann Sverrir og ætla svo sannarlega að hafa samb við hann sem fyrst,ég seigji bara enn og aftur takk æðislega fyrir þetta.
Kv Helga.
Helga skjol, 29.1.2008 kl. 20:06
Sæl aftur Helga
Verði þér að góðu. Ég varð svo lánsöm árið 2006 að njóta þeirra forréttinda að verða móðir og ég myndi vaða eld og brennistein fyrir son minn. Ég þekki nokkuð til hjá samkynhneigðum í gegnum yndislegan fjölskyldumeðlim, sem hefur verið brautriðjandi í ýmsum málum samkynhneigðra og því finnst mér mikilvægt að samfélagið sé opið fyrir öllum. Það er yndislegt að elska einhvern og verða ástfangin/nn og mér var kennt að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá einstaklingur sem maður elskaði væri, svo lengi sem að viðkomandi kæmi vel fram við mann og elskaði mann til baka. Ef ég hugsa til baka til unglingsáranna, sem eru ekkert fyrir neitt rosalega mörgum árum, þá var maður nú að kljást við nóg þó ekki væri líka hlutir, sem enn í dag þykja oft tabú.
Þú ert svo greinilega sjálf með opið hjarta og tilbúin að gera allt fyrir börnin þín og því fannst mér gott að geta kannski bent þér á eitthvað sem vísaði veginn, því stundum sjá augu betur en auga :) Gangi ykkur vel, ég er viss um að það geri þér líka gott að tala við Sverri Pál því auðvitað vakna spurningar hjá okkur foreldrum líka við ýmsu sem börnin okkar eru að takast á við. Ég er langt á eftir þér í foreldrareynslunni og kannski þess vegna finnst mér svona skemmtilegt að lesa þín skrif og það sem þú ert að takast á við. Takk fyrir að vera tilbúin til að deila þinni reynslu með öðrum og gangi ykkur mæðginum virkilega vel.
kveðja, Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:10
Frábært.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 21:41
þá á ég sko við kommentin hennar Kristínar. Það er gott að vita að samkynhneigðir krakkar hafi einhvern að leita til og eitthvert að snúa sér
Jóna Á. Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.