Leita í fréttum mbl.is

Jey öskudagur að kveldi kominn.

dagurinn byrjaði kl 5.35 í morgun þegar við drifum okkur á fætur fyrir undirbúning dagsins og að morgunmat loknum var hafist handa við að útbúa búniinga kútur ákvað eftir miklar vangaveltur að vera múmían úr myndini the mummy og mátti ég gjöra svo vel að rífa niður 3 stór lök í ræmur svo þetta myndi nú ganga almennilega hjá honum og þegar ég var búinn að klæða hann í hvítt frá toppi til táar þá var hafist handa við að vefja kút og tók það ekki nema 90mín takk fyrir og þá var eftir að gera ræmurnar skítugar og hann sjálfan þar sem sást í hörund.

Hann var að vísu alveg kominn að því að guggna á þessu öllu saman og vildi bara vera heima hjá mömmu en sem betur fer náði ég að tala hann til og hann fór til vinar síns sem er í sama skóla og mamma hans sá um að keyra kúta um bæinn meðan ég  keyrði  títluna  og hennar  vinkonu  og það er sko ekkert smáræði sem þessi börn voru að fá af nammi guð minn góðu,en um kl 11 var minn alveg búin á því og þegar hann hitti okkur á glerártorgi þá vildi minn bara fara heim,en það sem mestu máli skiptir er að hann er sáttur eftir daginn og títlan líka.

Hún tók þátt í söngvakeppni á glerártorgi og eins söng hún fyrir n4 sjónvarpsstöðina hérna norðan heiða og er mín bara afskaplega ánægð með sinn hlut þó að ekki hafi hún unnið þessa söngvakeppni,en það er líka bara gott þegar börn læra það að maður getur ekki alltaf unnið.

Kúrur datt um eina frekjjudós í dag að eigin sögn og þegar hann var að útskýra það fyrir mér hversu frekur sá gaur hefði verið þá var lýsing svona..........Sko mamma ef við mælum sylvíu í frekjukasti þá mælist hún 47 stig en þessi gaur hann mælist sko alveg 1007 stig,þannig að þú skilur mamma að þá hlýtur hann að vera ótrúlega frekur.... ha mamma. og ég gat nú ekki annað en hlegið innra með mér þegar lýsinginn átti sér stað,því honum blöskrar býsna oft þegar systir hans tekur sín frekjuköst hehe en þarna varð hann vitni að einhverjum miklu frekari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Alveg milljón þessi blessuð börn

Birna Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Skemmtileg kríli

Emma Vilhjálmsdóttir, 6.2.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha rosalega tókst honum að koma þessu myndrænt frá sér.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband