Leita í fréttum mbl.is

jæja komst loksins

í ræktina í morgun,hafði ekkert getað mætt þessa viku útaf bakinu og verkurinn leiddi niður í fót þannig að ég er ennþá smá hölt og það var bara frábært að mæta aftur og tíminn flaug áfram og meira að seigja þrátt fyrir ekkert aðhald eða æfingar náði ég samt að losa mig við alveg heil 200 gr Grin hihi finnst það ógó mikið,sérstaklega í ljósi þess að ég léttist ekkert í síðustu viku sem var hollasta vikan mín plús það að fara 4 sinnum í ræktina,en núna þessa vikuna hefur verið sukkað og ekkert æft og samt fara 200gr jebb jebb er bara helv ánægð.

næsta vika verður svo tekin með trompi bæði í mat og æfingum,ég finn það í fyrsta skipti á ævinni hvað þetta er að gera mér gott og hvað ég saknaði þess að geta ekki mætt þessa 2 daga,fékk að meira seigja hrós fyrir að leggja það á mig að skakklappast þetta allt í morgun,BARA FRÁBÆRT.

Mikið lifandis skelfing er ég nú samt að verða leið á þessum vetri er þetta ekki að verða komið nóg,ég held að það sé bara spurning um að skella sér á sólaströnd og bæta sér upp þennan ömurlega vetur,uuhhhhhmmmmmm hvað það væri næs,en það er líka um að gera að láta sig dreyma ekki satt.Whistling

Síðustu 2 eða 3 dagar hafa verið bara nokkuð góðir hjá kút og gaur,jafnvægi bara nokkuð gott hjá báðum,kútur fékk að hafa gistifélaga síðustu nótt,einn einhverfan frænda okkar sem er bara yndislegur ég elska hvað þessi börn eru alltaf einlæg og hlý alla vega þessi frændi og þeir una sér svo vel saman að það er bara æði.

Títlan er söm við sig og er ekki sagt að engar fréttir eru góðar fréttir,hún er svo sjálfstæð þessi elska að stundum óar mér við framtíðinni ef hún heldur svona áfram,en ætli þessi elska hafa ekki bara fundið hjá sér þörf fyrir sínu sjálfstæði vegna bróðir síns,en þegar hún vill vera litla barnið eða réttara sagt það yngsta þá að sjálfsögðu leyfi ég henni það,því auðvitað þarf hún að fá að vera barnið sem hún er og vonandi verður hún það sem lengst.Kissing.

over and out.

Helga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband