Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Það er sem ég seigji
alltaf að gerast eitthvað gott hjá kút,það kom jákvætt útúr því að kennarinn hans fær að fara með honum í líkamsrækt 3svar í viku og byrjar þetta á fullu næsta mánudag svo nú er bara að krossleggja allt sem hægt er að krossleggja og biðja til guðs að hann höndli þetta prógramm.
Hann var að vísu ekkert sérstaklega glaður þegar ég sagði honum þetta en það kemur til af því að það mega bara alls engar breytingar verða hjá honum og hann tilkynnti mér það að hann væri ánægður með sig eins og hann væri,málið er bara það að ef áfram heldur sem horfir þá á þessi elska ekki auðvelt líf fyrir höndum og það er akkúrat það sem við erum að reyna að forðast með því að fá hann í einhverjar íþróttir,ég varð að vísu að fara mjög svo fögrum orðum um þetta allt saman og fá hann til að gleðjast og hlakka til þess að fara og ég vona bara að mér hafi tekist það.
Ég er svo yfirmáta þakklát fyrir það hvað kennarinn hans og líkamsræktarstöðin bjarg eru tilbúin að leggja á sig fyrir þessa elsku,það er nefnilega svo langt því frá að vera sjálfsagt að fá að koma inn 10 ára gömlu barni inná stöð þar sem aldurstakmarkið er 14 ára,en ég hringdi í þjálfaran minn sem jafnframt á stöðina og spjallaði við hana um kút og viti menn,bara ekkert nema sjálfsagt að leyfa honum að koma og æfa.
Æji fólk er bara svo yndislegt,spáið þið í það fyrir það fyrsta býður kennarinn sig fram til þess að fara með hann 3svar í viku og svo það að stöðin skuli taka honum opnum örmum og gera undanþágu fyrir hann,og það er sko ekki allt búið enn því þjálfarinn sagði mér það að fyrst í stað yrði ekkert rukkað fyrir þetta,bara að leyfa honum að prufa sig áfram og sjá hvernig gengur og svo í framhaldi af því tekin ákvörðun um rukkun eða ekki,viljið bara spá í góðmennsku fólks.
Mér líður eins og ég hafi fengið þann stóra í lotto eina ferðina enn,fyrsta skipti þegar okkur var boðið til orlando á vegum vildarbarna og svo núna.
Ég gæti ábyggilega haldið áfram að vera væminn í allan dag en þeir foreldrar sem eiga börn með einhverjar raskanir skilja mig ábyggilega best,því oft erum við alls ekki svo heppin,en eins og ég hef komið inná svo oft áður að þá á ég sjálfsagt hlíðarskóla líf kútsins að þakka því loksins er hægt að horfa bjartari augum til framtíðar fyrir þessa elsku.
kærleikskveðja.
Helga.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Innilega til lukku með þetta Helga mín. Það er alltaf svo gott að finna að einhver þarna úti er tilbúinn fyrir mann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 18:13
Þetta er frábært, ég þyrfti að athuga eitthvað svona fyrir mína stelpu. En ég verð að segja að mér finnst frábær þjónustan hérna við þessa krakka, þeir sem eru í Reykjavík segja mér að þeir séu langt á eftir fyrir sunnan!
Gangi þér vel Helga með strákinn þinn
Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 21:20
Já því verður sko seint neitað hversu frábær þjónustan er orðin hérna fyrir norðan Huld,enda tel ég okkur mjög heppnar með bæjarfélagið okkar,það hefur svo sannarlega mikið vatn runnið til sjávar síðan ég bjó hérna fyrir 6 árum síðan og taldi ég mig þó heppna á þeim tímanum líka,en endilega leitaðu leiða fyrir eitthvað svona fyrir þína dömu sem ég þarf reyndar ekkert að ítreka við þig,því það fer ekki á milli mála á þínum skrifum hversu góð mamma þú ert.
Og Ásthildur takk kærlega fyrir kveðjuna.
Helga skjol, 14.2.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.