Leita í fréttum mbl.is

Átti samtal

við ákveðinn einstakling í morgun útaf gaurnum mínum,samtal sem mér er búið að kvíða fyrir í langan tíma,ég meira að seigja sleppti ræktini fyrir þetta samtal því ég vissi að á þessum tíma gæti ég náð þessum einstakling einum og sem betur fer heppnaðist það.

Alla vega náði ég að koma mínu til skila og var því reyndar tekið mun betur en ég þorði að vona og ákveðið var að reyna að bæta samskipti milli gaurs og þessa einstaklings svo nú er boltinn hjá þessum einstaking og verður hann að taka næsta skref í átt að betra samkomulagi þeirra á milli.

Þetta er manneskja sem skiptir gaurinn minn mjög miklu máli og þrátt fyrir hroka og kjaft að hálfu gaursins þá veit ég að honum hefur virkilega sárnað þessi þögn sem ríkt hefur á milli þeirra tveggja,svo nú er bara að bíða og sjá hvað næst verður þeirra á milli.

Annars er bakið alveg að gera útaf við mig ennþá og er ég að verða býsna þreytt á þessu og vona að þessu fari nú að linna,ég hef mætt í ræktina 5 sinnum þessa viku til þess að bæta mér upp missirinn í síðustu viku og já ég náði 5 æfingum á 4 dögum jibbý,fór reyndar ekki á vigtina í morgun af því að ég mætti ekki en ætla bara í staðinn að láta vigta mig á mánudag.

Kútur var sko heldur betur EKKI glaður þegar hann kom heim úr skólanum og vissi það að hann ætti að æfa 3svar í viku með kennaranum sínum en eins og alltaf tókst mér að snúa því uppí í eitthvað jákvætt og þessa stundina er kúturinn sáttur bæði við guð og menn.

títlan mín er búin að vera á einhverju mótþróaskeiði þessa vikuna bæði hér heima og í skóla en enginn veit samt útaf hverju og síst af öllu hún sjálf,bæði ég og kennarinn hennar höfum reynt að tala við hana en ekkert gengið.

Yfirleitt er hún hvers manns hugljúfi í skóla þó hún eigi til að taka einhver frekjuköst hérna heima þannig að þetta er búið að koma kennaranum frekar spánskt fyrir sjónir,en vonandi jafnar þessi elska sig sem fyrst og verður eins og hún er vön að vera.

over and out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband