Leita í fréttum mbl.is

Í umræðuni undanfarna

mánuði já og ár kemur alltaf sífellt meira uppá yfirborðið með misnotkun í hinum ýmsu myndum sem átt hafa sér stað inná barna og unglingaheimilum ríkisins,það sem ég skrifa hér nú er alfarið gert með samþykki viðkomandi einstaklings.

En hvar ætli sé best að byrja það er spurning,ætli ég reyni ekki bara á byrjuninni.

Fyrir u.þ.b. 20 til 30 árum var ungt barn tekið útaf heimili sínu og sendur á unglingaheimili ríkisins og er þetta barn talið það yngsta sem vistað hefur verið á unglingaheimili ríkisins,enda þónokkuð í það að þetta barn gæti talist til unglings.

Ástæða þess að barnið er vistað þarna er sú að barnið hafði verð misnotað af manni í hans heimbyggð og lausnin á vandanum var að refsa barninu þar sem gerandinn var mikilsmetin í bæjarfélaginu og þótti ekki tilhlýðanlegt að gera mál úr þessu.á unglingaheimilnu tók við vist uppá tæplega 1 ár og þaðan er barnið síðan sent í sveit og var þar í 2 eða 3 ár, á heildina litið var barninu refsað í ein 3 eða 4 ár fyrir það eitt að vera barn og ekki mátti spyrjast út hvers eðlis var.

Ég tala um þetta sem refsingu einfaldlega vegna þess að öðru vísi er mjög erfitt að horfa á þetta mál,loksins þegar barnið sleppur úr sinni refsivist er það að sjálfsögðu ekkert barn lengur,heldur orðin harðnaður unglingur.

Í framhaldi þessa tóku við mörg ár í heimi fíkniefna og og mikillar óreglu og barðist unglingurinn við það að reyna að verða fullorðinn sem gekk mjög hægt, einfaldlega vegna þess að unglingurinn fékk ALDREI neina hjálp til að berjast við það sem gerst hafði,engin sálfræðihjálp eða neitt slíkt var í boði fyrir unglinginn og hefur þessi unglingur burðast með þessa byrði í öll þessi ár einn og óstuddur

Það sem liggur mér einna helst á hjarta með þessari færslu er hvað skildi vera í boði fyrir þennan einstakling þar sem nú eru allar flóðgáttir að opnast og viðkomandi veit ekki hvert hann ætti einna helst að snúa sér eða hvort það sé yfir höfuð eitthvað hægt að gera fyrir viðkomandi,

viðkomandi veit að sjálfsögðu af þeirri sálfræði hjálp sem hægt er að leita sér og hefur viðkomandi nýtt sér þá þjónustu,

það sem viðkomandi liggur helst á hjarta er það hvern sé hægt að draga til ábyrgðar á því að viðkomandi er refsað fyrir það eitt að vera barn á vitlausum stað, á vitlausum tíma.

Er það kanski orðið þannig í okkar blessaða þjófélagi að engan er hægt að draga til ábyrgðar eða þá að allir benda á alla og engin vill gangast við ábyrgð gerða sinna.

Lengi vel hefur hvílt á viðkomandi að fá alla þá pappíra sem um málið fjalla og er viðkomandi byrjaður að því að reyna afla þeirra en hægt virðist ætla að ganga að ná þeim í sínar hendur,kanski vegna þess hversu viðkvæmt málið er,hver veit.

Eða kanski er þetta fallið í gleymskunar dá og firnt. 

Það sem hefur komið fram í þessari færslu minni er eingöngu stiklað á stóru og ég endurtek þetta er skrifað með fullu samþykki viðkomandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill og efni sem þyrfti að koma oftar upp á yfirborðið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Unnur R. H.

mjög góður pistill hjá þér, enda er þörf á að einstaklingar fái að vita rétt sinn, þá sér í lagi, þar sem um barn var að ræða, að láta einstaklinga átta sig á að sökin er ekki þeirra, þótt svo að þeir taki út refsinguna, sem er bara fáránlegt

Unnur R. H., 27.2.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband