Leita í fréttum mbl.is

Búin að taka

blogg hring,en reyndar kvitta ég nú ekki hjá öllum.

Annars er maður bara á hanginu aldrei slíku vant,er svo gjörsamlega að drepast úr strengjum eftir ræktina í gær að það hálfa væri alveg miklu meira en nóg,maður er alltaf að finna nýja og nýja vöðva sem ég hafði ekki hugmynd um að ég hafði einu sinni,gaurinn minn hleypur hér um allt hús og er að pakka niður fyrir ferðina í borg óttans,það verður ábyggilega tómlegt í kotinu þessa helgina þegar það vantar hann og tíkina,en restin af fjölskylduni ætlum að hafa það gott og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Ég á meira að seigja deit með elstu dóttluni minni annað kvöld við mæðgur ætlum saman í bió og er það sko löngu tímabært að við gerum eitthvað 2 saman,sambandið á milli okkar hefur tekið svolitlar dýfur undanfarna mánuði en sem betur fer er það allt að lagast,við höfum alltaf verið mjög nánar en svo breyttist eitthvað á milli okkar sem við erum svo að vinna úr núna og gengur bara vel,ætli aðalmálið sé ekki það að ég hafi verið ósátt við það hversu lík hún er mömmuni þegar hún var á þessum aldri og ég vildi alls ekki að hún fetaði í þau fótspor sem ég fór í vissum efnum,en sem betur fer þá hlustar þessi elska á mig í flestum tilfellum og veit að í þessu tilfelli er gamlan kanski að fara með rétt mál,ég vona það alla vega.

Kútur kom laskaður heim úr skóla í gær,með heljarinar sár á hökuni,en þannig var að hann og annar skólafélagi fóru í göngutúr saman og skólafélaginn hljóp eitthvað á undan mínum manni sem ætlaði þá að gera sér lítið fyrir og togaði í svona staur eins og eru meðfram öllum þjóðvegum með endurskinsmerkjum til þess að láta staurinn slengjast í félagan en það heppnaðist ekki betur en svo að hann fékk staurinn sjálfur í andlitið,hehe þetta er nú pínu fyndið Joyful.

Þannig að nú er minn laskaður á enni og á höku,spurning hvað verður í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Gott að þið mæðgur séuð að ná saman aftur Hef einmitt verið að díla við svipað með stóru mína..Ekki vill ég að hún verði eins og ég og sem betur fer er hún miklu duglegri en ég að takast á við vandamál og stendur sig rosa vel núna, en hún var í aðgerð í gær og þolir ekki svæfingar þannig að það er nog að gera hjá mér núna..En hún fékk sponsorinn sinn til sín í gærkvöldi og það fannst mér alveg æðislegt, sýnir mér styrkinn í henni. Þetta með kútinn þinn er bara fyndið, þrátt fyrir meiðsli

Unnur R. H., 28.2.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Helga skjol

hehe nákvæmlega eiginlega bara fyndið

Helga skjol, 28.2.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að þið gerið eitthvað saman mæðgurnar, alltaf gott að eiga góð samskipti við sína nánustu, og fyndið með litla stubbinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: lady

takk Helga mín fyrir að kvitta hjá mér,,,ég segi sama og þú ég er ekki nógu dugleg að kvitta en það er bara í góðu og gaman að það eru góðir hlutir að gerast hjá þér óska þér og fjölsk innilega góða helgi

lady, 28.2.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Njótið mæðgur samverunnar.

Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 18:03

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband