Miðvikudagur, 12. mars 2008
Litla títlan
er þannig úr garði gerð að hún er ekki von að kvarta þegar gengið er yfir hana en í gærkvöldi sprakk á minni og jós hún úr skálum reiðar sinnar sökum einhvers gutta í hennar skóla sem búin er að vera gera henni lífið leitt undanfarnar vikur og mánuði.
Það sem þessi drengur er ekki búin að láta útúr sér við hana er varla prenthæft en ég ætla samt að láta það flakka.
Hann byrjar á því eftir að hafa verið boðið hér í afmæli til hennar að tilkynna henni það að bróðir hennar sé þroskaheftur og ógeðslega feitur og lét dæluna ganga áfram,svo bætti hann um betur og tjáði henni það að hin bróðir hennar væri ógeðslegur hommi.
Svo fór drengurinn að bæta um enn betur og kallaði hana alskynsónefnum eins og tussa,ógeð,lessa,gleraugnaglámur,ljót og ég veit ekki hvað og hvað,ræfilsdruslan mín búin að láta þetta yfir sig ganga í óratíma og ekkert sagt fyrren í gærkvöldi.
Þannig að ég fór með minni í skólan í morgun og talaði þar við kennaran hennar sem síðan kallaði á viðkomandi dreng og lét hann standa fyrir máli sínu og ég get svarið fyrir það að annan eins hrokagikk hef ég sjaldan eða aldrei hitt hvað þá heldur á níunda eða tíunda ári,hann byrjaði á því að ljúga uppí opið geðið á okkur en varð svo á þau mistök að tala af sér þannig að hið sanna kom í ljós og hann neyddist til að biðja títluna mína afsökunar á sinni hegðun í hennar garð og já ég seigji neyddist því að í mínum huga lá engin meining á bak við þá afsökun.
Ég bara á svo erfitt með að skilja hegðun svona barna,eitthvað hlýtur að var að hjá þeim einstaklingum sem láta svona við önnur börn,en ég bara spyr hvaðan kemur þessi mannvonska.
Ég verð svo ofsalega sár og reið þegar ráðist er á minni máttar og skiptir þá ekki máli hvort það séu mín börn eða annara,vandamálið finnst mér liggja svo djúpt og svo víða að það er eins og engin geti tekið á því almennilega,í mínum huga er þetta einelti og ekkert annað.
Í fyrsta skólanum sem börnin mín voru í í norge var sett á laggirnar verkefni sem kallað var zero og allir krakkarnir í skólanum fengu boli með zero áletrun og ef upp kom einelti í skólanum voru allir látnir mæta í bolunum í skólan dagin eftir til þess að minna á hvert verkefni zero væri en það var einmitt til þess að uppræta einelti í þessum skóla.
Ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem báðir mínir guttar og einn annar til höfðu verið lagðir í einelti eftir að þetta verkefni hófst að þá tók aðstoðarskólastjóri sig til og labbaði í allar stofur skólans og tilkynnti að á morgun skildu allir mæta í sínum Zero bolum og ef því yrði ekki hlýtt þyrfti viðkomandi að labba heim til sín og sækja bolinn sama hversu langt hann byggi frá skóla og ég tek það fram að þetta var sveitaskóli sem þjónaði býsna stóru svæði.
Viti menn daginn eftir mættu 2 án bols og máttu gjöra svo vel að labba heim og sækja sína boli sem þeir og gerðu,en eftir þennan dag datt allt einelti niður og ekki bar meira á því þann tíma sem börnin mín sóttu þennan skóla.
En því miður var ekki hægt að leyfa þeim að halda áfram í þessum skóla eftir að við keyptum okkur hús hinu megin á eyjuni og taldi kommunan of langt fyrir þau að sækja skólan svona langt,sem að mörgu leyti var alveg rétt,en ef ég hefði vitað útí hvað við værum að fara með því að flytja þá hefði ég alveg örugglega látið það ógert og haldið mig á þeim slóðum sem ég fór á í upphafi.
Ég veit ekki hvort eitthvað svona verkefni sé í gangi í skólum þess lands en ef svo er ekki,væri þá ekki reynandi eitthvað svona kerfi og sjá til hvernig tækist,ég held að það myndi alla vega ekki skaða einn eða neinn.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Ég finn til með títlunni þinni.Henni hefur örugglega verið búið að líða skelfilega.
Svona hegðun eins og hjá þessum strák þarf að uppræta.Ég var sjálf fórnarlamb eineltis alla mína skólagöngu. Ég var í heimavistarskóla og upplifði þar verstu ár lífs míns.
Ég vona svo sannarlega að það verði fylgst vel með því að svona atvik endurtaki sig ekki.Það getur verið hægara sagt en gert svo mikið er víst.Strákurinn gæti jafnvel orðið enn forhertari finnist honum hann hafa verið niðurlægður.Hann gæti jafnvel fengið fleiri í lið með sér.Svo í öllum bænum fylgstu vel með.
Turetta Stefanía Tuborg, 12.3.2008 kl. 20:32
Ljótt er að heyra þetta Helga mín og von að þér sárni, og litlu stúlkunni verið um. Þetta er hræðilegt að heyra. Í skólanum hér er allavega teymi sem fer af stað ef svona kemur uppá. Ég er mikið á verði gagnvart mínum, vegna foreldra hans. Og það er haldið vel utan um hann, sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 20:37
Sorglegt er að heyra (lesa)þetta.Gangi ykkur vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:07
Þekki vel til afleiðinga af einelti, vonandi er þetta afgreitt mál og hún fær frið.
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.3.2008 kl. 01:26
Einelti á aldrei að líðast og gott er að heyra að það sé tekið á því yfirleitt. Voða leitt að heyra þetta með títluna þína og eins gott að fylgjast með til að geta tekið strax á því ef eitthvað er í gangi. Hræðilegt þegar börnin lenda í svona leiðindum og erfiðleikum, á bara ekki að gerast!
Tiger, 13.3.2008 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.