Leita í fréttum mbl.is

Ljósið í myrkrinu

Ég var á fundi í morgun í skóla kúts og það var ekkert nema jákvætt sem kom útúr því,meira að seigja búið að taka ákvörðun um það að hann verður alla vega fram að næstu áramótum þar sem eru FRÁBÆRAR fréttir það er nefnilega alls ekki sjálfgefið að hann fái að ganga í þennan skóla en þar sem að hann er að taka þvílíkum framförum á hinum ýmsu sviðum og vinna milli heimili og skóla gengur alveg meiriháttar vel að þá var tekin sú ákvörðun að áfram skildi haldið á sömu braut næsta vetur,en eins og ég seigji alla vega fram að áramótum og svo er aftur tekin ákvörðun þá.

Ég fékk alveg hellings hrós fyrir það hversu vel ég hef tekið á öllum málum sem upp hafa komið og hversu hratt ég færi í það að finna úrbætur fyrir kútin þegar þess þyrfti og er ég bara mjög ánægð með það. 

Ég er alveg sannfærð um það að ef allir skólar tækju upp þá stefnu sem þessi skóli hefur þá væri lífið mikið auðveldara bæði fyrir barn og foreldra,hins vegar geri ég mér líka grein fyrir því að þess gefst kanski ekki kostur í öllum skólum,en ég held bara ef ríkið og sveitarfélög tækju sig saman þá væri hægt að vinna miklu betur með öllum þeim börnum sem á því þurfa að halda,en að sjálfsögðu þurfa foreldrar að leggja hart að sér líka til að svo mætti verða.

Þennan tíma sem kútur hefur verið í þessum skóla hef ég þurft að leggja á mig heljarinar vinnu og læra fullt af nýjum aðferðum enn þær eru líka allar að skila sér í dag bæði hér inná heimilnu og útá við,einfaldir hlutir sem mér fannst engu máli skipta en sé í dag að þessir litlu hlutir skipta bara öllu máli til langs tíma litið og ekki nóg með það þá er þetta að nýtast fyrir hin börnin mín líka.

Ég gæti endalaust dásamað þennan skóla og starfsfólk hans því ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri sem kút er gefið.

Þessa elska tók þátt í teiknimynda samkeppni í gær og lenti þar í 6 sæti sem er bara ÆÐISLEGT því þegar við komum frá norge voru fínhreyfingar hans algjörlega í mínus og aldrei hefði hvarflað að mér að þessi elska ætti eftir að taka þátt í teiknimyndakeppni að rúmum 6 mánuðum liðnum í þessum skóla,en jú takk fyrir, það gerði hann og nú geta allir bæjarbúar séð hans listaverk í glugga pennans eymundsson hérna á Akureyri því verkin eru máluð á rúðurnar sjálfar,geri aðrir betur.

Þetta er sko ekki allt því að á morgun koma til með að hanga upp einar 3 myndir eftir þessa elsku í sömu verslun,þetta er bara alveg hreint ótrúlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með þessar fréttir Helga mín.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband