Mánudagur, 17. mars 2008
Hvað er hægt
að fá við síþreytu,ég er orðin svo þreytt á því að vera þreytt endalaust,ég er búin að prófa allan fjanda til þess að lifna við af einhverju heilsudæmi en ekkert virkar,ég vill bara helst sofa en get samt ekki sofið,þannig að ég veit bara ekki hvað er til ráða,ppppllllllíííííísssss vill einhver gefa mér ráð.
Annars er allt gott að frétta allir komnir í páskafrí og börnin mín slappa af.Gaurinn minn verður 15 ára á morgun en heldur að hann sé 18 en eftir miklar samræður sem við áttum saman á laugardag þá fór hann loksins að skilja mitt viðhorf um það að vilja ekki skilja hann eftir einan heima meðan ég fer í borg óttans,hann elskan sendi mér eitt það fallegasta sms sem ég hef fengið og baðst fyrirgefningar á því að valda mér stundum áhyggjum,hann má eiga það þessi elska að við náum yfirleitt alltaf að tala saman um það sem okkur liggur á hjarta.
Annars get ég svosem ekki kvartað af þessum 2 börnum mínum sem eru að skríða í fullorðinsárinn,eða dóttir mín er orðinn fullorðinn að verða 23ja ára og hann 15 á morgun,þau hafa í flestum tilfellum getað leitað til mín og ég í flestum tilfellum líka getað gefið þeim ráð,hvorugt þeirra reykir og elsta mín hringdi í mig að verða 16 ára gömull og spurði mig hvort hún mætti smakka bjór og ég hugsa að mörg börn hefðu nú ekki haft fyrir því að spyrja um þetta þar sem hún var hérna fyrir norðan í heimsókn en ég á skaganum á þeim tíma.
Gaurinn minn er ekki heldur byrjaður að reykja,en ég veit hins vegar að hann hefur smakkað það og ég er alltaf jafn ósátt með það,það er ekki í eðli mínu að rífast og skammast endalaust við börnin mín ef ég kemst hjá því,en að sjálfsögðu kemur það fyrir eins hjá öllum öðrum,ég hef hins vegar reynt að leiða þeim það báðum fyrir sjónir skaðsemi áfengis,tóbaks og eiturlyfja og ég held að mér hafi bara tekist nokkuð vel upp í þeim efnum,vissulega vill maður alltaf geta gert betur og varið börnin sín fyrir öllu því slæma sem heimurinn hefur uppá að bjóða sum staðar, en með því að svo gæti orðið þyrfti ég ábyggilega að hlekkja þau við rúmstökkinn fram að þrítugu og það gengur víst ekki.
Æji þessar hugleiðingar mínar hér í dag eru mest megnis vegna samræðna sem ég átti við gaurinn á laugardaginn og ég er alltaf að reyna fara þennan mjóa meðalveg í því að vera mamman og í því að vera vinur barna minna líka,
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Heyrðu ég var svona á tímabili og var búin að reyna allt mögulegt. Svo kom í ljós að ég væri mjög lítið járnmagn í líkama. Kannski er líkaminn þinn bara að reyna að segja þér eitthvað.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.3.2008 kl. 14:30
vonandi lagast þetta hjá þér Helga mín
lady, 17.3.2008 kl. 15:54
Vonandi finnur þú þína aðferð. Ég fann mína. Herbalife. Búin að vera að nota vöruna í meira en 5 ár. Veit ekki hvernig ég væri án þess. Var orðin nánast örorkumatur áður eftir erfiðar meðgöngur og enn erfiðari fæðingar. Allt önnur manneskja í dag. Get jafnvel hlaupið.Gangi þér vel.
Anna Guðný , 17.3.2008 kl. 16:16
Nanna takk fyrir ábendinguna,ég er einmitt að fara til doksa eftir páska.
Lady takk fyrir hlý orð dúllan mín.
Anna já það er alveg athugandi,ég er í ræktini 3svar til 5 sinnum í viku og að borða hollt uppá hvern dag nánast,hef prófað herbó líka og því miður var það ekki að gera sig fyrir mig batt einmitt heilmiklar vonir við það,en ég heyrði að það virkaði fyrir suma og aðra ekki,tek það samt fram að ég hef fulla trú á herbinu ennþá og aldrei að vita nema ég prófi það aftur seinna.
Helga skjol, 17.3.2008 kl. 16:43
Æi, endalaus þreyta getur verið svo erfið. Ég stunda líkamsrækt og sund af kappi - það sér til þess að líkaminn er ætíð styrkur og laus við þreytu, nema rétt á eftir æfingar - en það líður frá og mikil vellíðan fyllir hvern vöðva á eftir. Nota aldrei nein fæðubótaefni eða grasalækningadót, bara venjulegan náttúrulegan mat með æfingum.
Gott samband við börnin er gulls ígildi og mjög fyrirbyggjandi. Þau læra alltaf eitthvað af öllu sem við segjum - en samt þurfa þau stundum að fá frið til að reka sig á til að læra meira. Dásamlegasti hluturinn er þó að láta þau ætíð vita og lifa í þeirri vissu - að alvega sama hve mikið þau stíga útaf sporinu og hve langt þau detta, þá erum við alltaf og skilyrðislaust til staðar þegar þau þurfa á manni að halda! Þér virðist ganga vel með þín. Knús í vikuna þína Helga..
Tiger, 17.3.2008 kl. 16:55
Hvernig er það Helga, hefurðu eitthvað verið að fara í sund? Þú kannski kemur bara með mér.
Anna Guðný , 17.3.2008 kl. 17:11
Anna.já það er vel þess virði að skoða þetta með sundið tjékkum á þessu eftir páska
Helga skjol, 17.3.2008 kl. 17:40
Hefur verið athugað B12 búskapurinn hjá þér. Ég var í neðri mörkunum og fór á fjórfaldan skammt í 4 vikur og það er allt annað líf í dag.
Kidda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.