Laugardagur, 29. mars 2008
Örlítið skárri í dag en í gær.
sem betur fer.
Ég hef hins vegar verið að kíkja á mína bloggvini og sé hjá fleirum en einum þar sem skrifað er um skilnaðarbörn og ég kemst bara ekki hjá því að seigja mitt álit á því.
Reyndar er um að ræða 2 sögur af 2 börnum sem sama konan á,þanig var að þegar hún skilur við barnsfaðir sinn af eldra barninu þá var ágætis samb við allt hans fólk alveg fram til þess dags þegar hann dó árið 1995 en þá var eins og barnið hefði dáið líka
Af einhverjum undarlegum ástæðum ákvað þetta fólk að grafa barnið með föður sínum og allt samb datt uppfyrir,konan margreyndi að ná sambandi við föðurömmuna en ekkert gekk,það meira að seigja gekk svo langt að eitt sinn þegar þær mæðgur komu þangað og bönkuðum uppá enn enginn svaraði,þá seigjir barnið....en mamma það er einhver á bakvið gardínurnar og var það alveg rétt hjá barninu það var einhver sem fylgdist með þeim,en alla vega þarna þá fékk móðirinn nóg og ákvað að leggja ekki meiri harm á barnið og taldi réttast að bíða eftir því að föðurfólkið hefði samb að fyrra bragði.
Þannig gekk þetta í nokkur ár,ekkert samb svo heitið getur,barnið fékk af og til að heyra það frá frænku sinni að þess biðu gjafir heima hjá ömmu,það myndi fá þær þegar það kæmi næst í heimsókn en aldrei var barninu boðið í heimsókn og enn þann dag í dag hefur barnið ekki fengið þessar svokölluðu gjafir afhentar,þessa eina frænka sá sér fært að hringja af og til í barnið og ævinlega á afmælisdögum og alltaf fékk barnið að heyra það sama,þú færð afmælisgjöfina um mánaðarmótinn elskan,lengi vel velti barnið því fyrir sér hvað mánaðarmót væri verið að ræða því að þau liðu ansi mörg og aldrei kom neitt.
Jæja svo kemur að því að barnið á að fermast og mamman ákvað að láta í minni pokan og bjóða allri föðurfjölskylduni í ferminguna sem hún og gerir og viti menn það mætti ekki kjaftur,2 voru löglega afsakaðir og var það tekið gott og gilt en aðrir sáu sér ekki svo mikið sem fært að senda barninu skeyti hvað þá annað og er hér verið að tala um ömmuna sem hvorki hringdi né heldur sendi svo mikið sem eitt skeyti til barnsins,ég tek það reyndar fram að einn föðurbróðir sendi barninu gjöf og er það þakkarvert.
Í veisluni sá mamman hversu barninu sárnaði þessi framkoma og að sjálfsögðu blæddi mömmu hjartað með henni en jafnframt gaus uppí mömmuni þvílíka reiðinn að hún sá rautt,þannig að af veislu lokini tók mamman sig til og hringdi í barnsins föðurfólk og jós úr skálum reiðar sinnar í eitt skipti fyrir öll,þegar kom að símtali við föðurömmuna eftir mikla leit að símanúmeri hennar þá voru fyrstu orð mömmunar á þessa leið......Já góða kvöldið er það Xxxxxx xxxxxxxxxx og á línuni er svarað já það er hún þá kynnir mamman sig og seigjir .......Komdu sæl þetta er xxxxx mamma xxxxxxx xxxxxxxxxx,lengra komst mamman ekki því það var skellt á og siðan hefur mamman ekki talað við þessa konu og barnið hefur kanski talað við hana 5 til 10 sinnum síðan.
Barnið og mamman hafa oft á tíðum rætt þessi mál og mamman ævinlega gert barninu það ljóst að þetta sé ekki barninu að kenna heldur sé það að eitthvað sé að hjá ömmuni sem veldur þessu og það sé amman sem eigi erfitt en ekki að það sé eitthvað að hjá barninu.
Engu að síður líða árin og árið 2003 fær barnið loksins jólakort frá ömmuni og í því eru skilaboð þess efnis að nú loksins geti þau farið að hafa samb sín á milli því nú sé mamman ekki fyrir til þess að stoppa það,en sem betur fer fyrir mömmuna þá var barnið orðið svo þroskað að það sendi ömmu sinni línu á móti í jólakorti og í því stóð nokkurn vegin á þennan veg.......
Elsku amma gleðileg jól og farsælt komandi ár,eitt vill ég láta þig samt vita elsku amma mín að mamma mín hefur aldrei staðið í vegi fyrir okkar samb það hefur þú séð ein um.
Ástarkveðja xxxxxxx.
það var mikið rétt, aldrei hafði mamman staðið í vegi fyrir samb þeirra á milli en amman vildi hins vegar kenna mömmuni um vegna þess að hún gat ekki horfst í augu við það að þetta voru hennar gjörðir og engrar annara.
Staðan er svo þannig í dag að barnið er orðið fullorðið og er sjálft orðið foreldri og hefur margreynt að hafa samb við ömmu sína en allt kemur fyrir ekki,gamla konan hagar sér á nákvæmlega sama hátt og hún gerði fyrir 13 árum síðan.
Boðskapur sögunar er eiginlega sá að í þessu tilfelli skildi amman við barnið eða öllu heldur jarðaði það með föður þess.
Þetta barn er í dag reglumanneskja og hefur aldrei lent í óreglu hörkuduglegur einstaklingur og fallegur bæði að utan sem innan.
Seinni sagan kemur í dag þar sem þessi varð svo löng.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Já elsku systir, þetta er góð saga hjá þér og sönn, því miður.
Svona lagað er bara svo ljóttHeirumst í dag, þarf að spurja þig um svolítið
Kristín Gunnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 10:13
Þetta sannar bara það sem maður hefur í raun vitað. Það eru svo margar hliðar til. Vonandi er þér að batna eftir því sem líður á daginn.
Anna Guðný , 29.3.2008 kl. 15:42
elska þig mamma mín:* sumir eru bara veikari en aðrir.
kv stóra stelpan þín:D:D
hehe er í þinni tölvu og er því skráð inn sem skjólið... aha
Helga skjol, 29.3.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.