Leita í fréttum mbl.is

Það er alltaf eitthvað.

Í sambland við upp og niðurgang bættist við þetta líka rosalega kvef og hálsbólga og það besta við það er að ég er með svo mikið kvef í vinstra auga að nú er ég að verða búin að skæla í sólarhring en bara á því vinstra,mér finnst það bara fyndið,þetta er 4 dagur inniverunar og ef áfram heldur sem horfir þá er ég ekkert á leiðini út næstu daga heldur.

Any ways,ég ætlaði að koma með hina hliðina á skilnaðarbörnum í gær en heilsan leyfði það bara ekki,en þar sem ég er skást á morgnana þá ætla ég að prófa núna.

Þessi kona á semsagt 2 börn með 2 mönnum og að því kom að þau slitu samvistum hún og barnsfaðir nr 2,en þar horfðu málin allt öðru vísi við,allt föðurfólk þessa barns tóku öll virkan þátt í uppeldi barnsins og pabbin stóð sig eins og best verður á kosið og sömuleiðis amman og afinn,barnið fór alltaf aðra hverja helgi til pabba síns og foreldrar skiptu með sér fríium samviskusamlega og ekkert vesen þar.

Alla tíð hafa föðuramman og afinn haft reglulega samb við barnið öll árinn og alltaf hafa þau látið jafnt yfir öll barnabörnin sín ganga,barnið hefur aldrei þurft að finna til þess að það sé skilnaðarbarn af hálfu föðurfjölskyldunar og þannig á það nákvæmlega að vera,en þann dag í dag mörgum árum seinna og barnið að verða fullorðið er samb held ég eins og best verður á kosið og ekki hægt að biðja um meira,alla vega ekki hvað varðar föðurömmuna og afan.

Það sorglega við þessar 2 sögur sem ég seigji frá hér er það að börnin eiga ekki sömu pabbana sem varð til þess að eldra barnið fann fyrir höfnun frá sinni föðurfjölskyldu en það yngra var vafið ást og umhyggju frá sinni föðurfjölskyldu.

Ástæða þess að ég skrifa þetta hér er vegna greinar sem birtist í að mig minnir í 24stundum fyrir nokkrum dögum þar sem talað er um að barnið skilji við pabban,afan og ömmuna,en ég tel að það geti alveg eins verið á hin vegin eins og ég bendi á í fyrri sögu minni.

Mín skoðun er sú að þegar um skilnaðarbarn er að ræða er það í verkahring fullorðna fólksins að halda sambandinu gangandi meðan að barnið er barn,en þegar barnið er orðið 18 ára gamalt eða alla vega komin með það mikin þroska að það geti tekið við stjórninni sjálft og það heldur áfram að viðhalda sambandi við sitt föðurfólk.

Sjálf á ég 15 ára gamlan son eins og komið hefur fram áður og í dag læt ég hann um að mestu leyti að hafa samb við sitt fólk,auðvitað kemur það fyrir að ég þarf að minna hann á það að nú sé kanski komin tími til þess að hringja í sitt fólk eða hvort það sé nú ekki kominn tími á það að kíkja til pabba síns,en sem betur fer að þá í flestum tilfellum er hann þessi elska búin að vera hringja í sitt fólk úr sínum GSM og þarf örsjaldan áminningar við,þannig að hann er að sýna þann þroska sem að marga hverja vantar og er ég alveg óendanlega þakklát fyrir það hversu mikinn þroska hann getur sýnt og séð hversu mikils virði sitt föðurfólk er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Innlitskvitt... og þakkir fyrir öll innlitin hjá mér þau eru notlaleg og hughreistandi... TAKK

Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.3.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ja

Kristín Gunnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já það er stór munur á þessum 2 sögum systir góð

Kristín Gunnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæran pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

ég er svo sammála þér helga mín þetta er allt undir fullorna fólkinu komið en sonur þinn er einstakur eins og öll þin börn takk fyrir flot blogg

Dísa Gunnlaugsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:26

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla og það er mikið til í þessu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband