Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Þegar einn stendur upp
þá fellur annar,loksins þegar ég finn að ég er að skríða saman þá er gaurinn minn lagstur í flensu,ræfillinn er með svo hryllilega ljótan hósta,hálsbólgu og hita að það er skelfilegt,svo nú er ég með 2 lazarusa heima,gaurinn og kútinn.
Ég hef ekkert komist í ræktina síðan miðvikudag fyrir páska og er svona að velta því fyrir mér hvort ég treysti mér í dag,ég hef reyndar þurft að vera skjótast aðeins út bæði í gær og fyrradag en reyni eins og ég get að halda mig innandyra og ég held að það sé kanski best út þessa viku,en þar sem ég er nú týpísk vog þá er voða erfitt að ákveða sig,skynseminn seigjir....Helga vertu lengur inni,en lönguninn seigjir skelltu þér í ræktina svo nú er bara spurninginn um hvort þeirra hefur betur.
Ég var að lesa bloggið hjá Jónu bloggvinkonu nú í morgunsárið og sá að þar er hún að ræða sumarbúðadvöl hjá sínum strák þar sem hann er búin að fara 3 sumur í röð ef ég man það rétt og verð verð bara að seigja það að ég dáist að þeim hjónum að geta sent hann í sumarbúðir,ég einmitt er þessa stundina að verða fyrir smá þrysting með þetta sama um það hvort ég vilji ekki senda kútinn í sumar og ég get svarið það mér verður bara óglatt við tilhugsunina um það að senda hann frá mér.
Ég geri mér 150% grein fyrir því að það væri það besta sem ég gerði fyrir okkur bæði en guð minn góður hvað það yrði erfitt,kanski meira fyrir mig enn hann reyndar þegar upp yrði staðið,en þar sem ég hef vafið þetta barn inní bómull alla hans ævi svo hann verði nú ekki fyrir neinu hnjaski útí í lífinu þá er bara svo andsk erfitt að vefja utan af honum bómullinn.
Þetta er alveg SKELFILEG tilfinning að halda það að engin geti passað jafnvel uppá hann og ég,þetta er bara rett og slett vond tilfinning,ég get reyndar alveg hrósað mér af því að ég hef tekið alveg slatta framförum síðan við fluttum heim en ég er bara einhvern veginn þannig að ég virðist þurfa að taka svona baby steps í þessu að vefa hann niður af bómull.
Nýjasta dæmið er bara í síðustu viku þegar einn skólafélagi kom í heimsókn jafngamall honum og þeir ákvaðu að skella sér niður á skóla lóð hérna rétt hjá og ég var bara á nálum allan tíman sem þeir voru þarna......Svona er maður orðinn ruglaður.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Helga min, hvenær fórst þú á fætur í morgun? Sá að þú skrifaðir hjá rúmlega sex.Þetta með bómullina. Mikið skil ég það. Ég hef alveg farið frá mínum í nokkra daga og jafnvel við hjónið bæði. En að þau og þá sérstaklega strákurinn fari í burtu í viku eða eitthvað. No way. Að vísu önnur ástæða ern hjá þér. Stóra min var í burtu í 9 daga um daginn, hitumm hana að vísu einu sinni í millitíðinni í fermingu fyrir sunnan en hún var sko ekki tilbúin að fara heim. Mér fannst þetta hálfskrítið. En gangi þér að vefja utan af. Einn hringur á viku, þá ertu kannski kominn inn fyrir sumardvöl.
Anna Guðný , 2.4.2008 kl. 08:58
Skil þig með börnin, svona er ég enn, maður verður að venja sig af þessu. Eigðu góðan dag og ég vona að allar pestar fari að yfirgefa ykkur. Kær kveðja til þín ljúfa kona
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 15:03
mamma mín...ég skil þig sko vel... hann lilli okkar er stóra gullið okkar sem maður vill helst bara hafa hjá sér allan timan því maður er svo hræddur um að eikkað leiðinlegt gerist eða einhver sé vondur við hann. en satt að segja er hann miklu stærri og sterkari en okkur grunar... held að hann sé sko alveg tilbúinn til að fara svona sumarbúðir:) og það væri svo gaman fyrir hann. og gott fyrir þig... þarft að fara sleppa elskan mín;)... þér tókst að sleppa mér... svona eiginlega... hehe
þóranna (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:19
Ég skil þig mín kæra. Ég vona að þið farið vel með ykkur passaðu þig að vera ekki mikið úti ég er en með hósta og slöpp. knús elskan
Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 18:20
Helga mín þú verður að sleppa og treysta, hvernig heldur þú að þetta verði eftir nokkur ár, sko ég skil þig afar vel, en við eigum ekki börnin okkar og það kemur að því að þau vilja brjótast út sér í lagi stúlkurnar.
Mínar stelpur fóru allar í framhaldsskóla að Laugum í Reykjadal S, Þing.
ein af þeim gafst upp. litla barnið mitt sonurinn var í sveit í Vopnafirði frá 7 ára og hann vildi fá að fara fermingarsumarið sitt líka og fékk það að sjálfsögðu.
þegar þetta var bjó ég í Sandgerði, en erfiðast var þegar Milla mín JR. fór til
Ameríku í eitt ár, hélt ég mundi ekki hafa það af, en svona er þetta.
En maður verður að sleppa.
Knús á þig Helga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 19:48
mikið skil ég þig en ég þekki svona dæmi og sá aðili er 48ára í dag og enn er mamma hans að hafa áhyggjur hvort hann se búinn að borða og fleirra ,,hann býr ekki einu sinni hjá henni en nafnastrengurinn er enn ,,,en það er börninn og okkur fyrir bestu að vera smá tíma frá hvort öðru en það er mira en að segja það,,en ég vona að þú finnur hvað þú ætlar að gera gangi þér vel Helga mín
lady, 2.4.2008 kl. 19:59
Mín börn fóru í sveit og höfðu gott af því.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:01
Kannast við þetta með að vefja barnið í bómull en þetta er bara móðureðlið Helga mín, sérstaklega ef að börnin okkar eiga við einhverja röskun að stríða.
Vonandi batnar liðinu þínu flensan
Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 21:46
Takk fyrir kveðjurnar allar elskurnar,það er bara svo skrýtið með það að ég læt bara svona með hann einan,en það er einmitt útaf því sem hún Huld mín nefnir þetta með að vera með barn með einhverja röskun,hin 3 börnin mín hafa öll farið af heiman í missjafnlega langan tímaog auðvitað var það erfitt en með þennan kút er það bara einhvern vegin allt öðruvísi,en það er eins og ég seigji ég þarf bara að taka þessi baby steps í rólegheitum og þá vonandi kemur þetta hjá mér.Knús á ykkur öll,Heyrðu já Anna ég var komin á fætur 5.30 í morgun,bara svona af því að þú spurðir.
Helga skjol, 2.4.2008 kl. 22:01
Æ hvað það er slæmt að skinnið skuli hafa veikst. Það er nú meiri veikindahrinan sem dynur á alstaðar. Ég er farin að halda að lýsistaka fjölskyldunnar hjá mér leiði til þess að við höfum sloppið alveg ótrúlega vel. En elskuleg ef til vill ertu að hafa óþarfa áhyggjur af stubbnum þínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 23:30
Elsku systir, það er erfitt að sleppa en en, maður verður að gera það. Ég er viss um hann hefði gott af því og Þ'U LIKA
Kristín Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.