Leita í fréttum mbl.is

Er að verða uppurinn

af allri orku,það er alveg hryllilega slítandi að vera á leigumarkaðnum í dag,ég er búin að sækja um og skoða allar mögulega og ómögulegar íbúðir undanfarna síðustu 2 daga og ég er að verða nett brjáluð,málið er ekki það að ég geti ekki fengið neina af þessum íbúðum heldur það að annað hvort eru þær of litlar eða of dýrar,ég er reyndar búin að fá úthlutað í búseta líka,íbúð sem er í smíðum en það er bara alveg sama hvernig ég reikna dæmið ég hef ekki efni á því að borga svona mikið á mánuði eins og það yrði af þeirri íbúð og þá er ég að tala um HÁA leigu,en það kemur reyndar svona dýrt út fyrir mig vegna þess að ég þyrfti að taka lán fyrir 10% búsetaréttinum og það er það sem ég treysti mér ekki til að gera því það eru bara litlar 3.100.000 og það er bara of miklar greiðslurnar af því í tillegg við venjulegar mánaðargr.

Ég get líka fengið 3ja til 4ra herb íbúð hjá leigufélagi hér í bænum en það myndi jafnframt þýða það að ég þyrfti að skipta út mestum parti að húsgögnum til þess að geta komið okkur öllum þar fyrir sem þýðir en meiri kostnaður,svo til þess að kóróna þetta allt saman að þá leigði ég þetta hús með öllum heimilstækjum en átti þau líka fyrir sjálf en svo þegar ég hélt að ég yrði hérna í 3 ár og vildi ekki láta tækin mín skemmast þá lét ég þau af hendi svo nú bættist sá kostnaður ofaná.

En þar sem ég er búin að taka ÁKVÖRÐUN um það að vera jákvæð þá veit ég að þetta gengur allt saman upp hjá mér.

Púff varð bara að fá að pústa smá.

Eigið góðan dag elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er satt leigumarkaðurinn er rosalegur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Anna Guðný

Ja hérna, mikið er ég fegin að vera ekki í þessu veseni. Vinkona mín er einmitt að flytja hingað í bæinn og vantar íbúð , svipaða að stærð og þú ert að leita eftir. Skoðaðir þú einhverja hér á eyrinni? Er ekki leigufélagið með í Skálateig eða þar um kring?

Sendi þér góða  strauma og trúi því að með jákvæðninni fari þetta allt vel.

Anna Guðný , 4.4.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: lady

vona svo innilega að þú fáir húsnæði fljótlega sjálf er ég í 3 herb íbuð hjá felagsbústöðum ,,er að bíða eftir milliflutnig 3 herb,,ef þú veist um einhvern sem vil búa í gravarholtinu,  svo  það myndi vilja skipta við mig  ,en ég vona svo innilega aftur að þú fáir húsnæði ,,því að leigja  hjá þeim á leigumarkaðum er ansi dýrt og er ekki bjóðandi láglaunðum   óska svo þér og fjölsk innilega góða helgi kv Ólöf Jónsd

lady, 4.4.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona svo sannarlega að þú fáir gott húsnæði.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Ragnheiður

ó hvað ég er fegin að vera ekki á leigumarkaði...þetta er rosalegt.

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 10:20

6 Smámynd: Unnur R. H.

Já það er orðið bókstaflega ólifandi á landi þessu, ef það er ekki dýr leiga, þá er það maturinn sem hækkar upp úr öllu valdi. Að vísu er ég ekki með það á hreinu hversu há leigan er fyrir norðan, en ég gæti sem dæmi leigt íbúðina mína, með bílskúr á 200.000,. Og af því sem maður er að heyra, þá er vöntun á stærri eignum til leigu þannig að verðið getur farið enn hærra! Er þettta hægt? sjit

Unnur R. H., 4.4.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Jac Norðquist

Vonandi að þetta gangi upp hjá ykkur.... frábær að taka jákvæðnina á þetta, mér lýst vel á það. Kveðja til Akureyris

Jac

Jac Norðquist, 4.4.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Jæja Systir, heldur þú ekki að þetta reddist með hækkandi sól

Reindi að hringja í þig í gær en einhver var að kjafta í hann, svo að ég gafst upp. Hringi í dag

Kristín Gunnarsdóttir, 4.4.2008 kl. 13:50

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga ef þú ert á Akureyri getur þú þá ekki keypt þig inn í eldra húsnæði það er miklu lægra verð fyrir þær,spurðu bara um það á Búseta t.d. hana Regínu eða Baldvin, síðan verður þú að taka inn í dæmið að þú færð annað hvort vaxtabætur eða húsaleigubætur, eftir því hvaða lán eru á húsinu.
En kannski veistu þetta allt saman, en bara að miðla því sem ég veit.
                              Knús á þig Helga mín.
                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 14:52

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ofboðslega er þetta erfitt. Ég finn til með þér.  Vona að það rætist samt eitthvað úr.  Hvernig á fólk að eignast húsnæði nú til dags, ég bara spyr??  Knús til þín í erfiðleikana

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 15:46

11 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar mínar.

Milla ég veit þetta með búseta og er einmitt með nr hjá þeim en því miður er listin langur hjá þeim eftir notuðu húsnæði,svo ég verð bara að taka á honum stóra mínum og bíða þangað til röðin kemur að mér. 

Helga skjol, 4.4.2008 kl. 16:08

12 Smámynd: Unnur R. H.

Helga mín, ekki gefast upp Þú hafðir svo mikin kraft og þor nota það stelpa

Unnur R. H., 4.4.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband