Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Eins og flest allir vita
sem lesa bloggið mitt að þá á ég samkynhneigðan son 15 ára gamlan og finnst mér ekkert athugavert við það,ég elska hann alveg jafnmikið og hin börnin mín.
Ég má hins vegar til með að seigja frá samtali sem ég átti í gær við fullorðið fólk sem reyndar endaði á því að verða fyndið.
þannig var að ég er í kaffi hjá yndislegu fólki og talið berst að fíkniefnaneytendum og verið er að velta vöngum yfir því hvernig margir þessir einstaklingar fjármagna sína neyslu og í einhverjum samanburðar orðum seigji ég.......Vill ég þá heldur eiga samkynhneigðan gaur heldur en eiturlyfjaneytanda....Þá seigjir frúin á heimilinu er þetta ekki bara ímyndun í honum er hann nokkuð þarna það sem þú sagðir ( hehe gat ekki sagt orðið hommi )og þá gellur í manninum.....Ja þá má hann hafa verið ímyndunarveikur frá unga aldri og við hin öll líka,það hefur nefnilega aldrei farið framhjá neinum að elskan yrði samkynhneigður,hins vegar var og er kanski erfiðara fyrir sumt fólk að viðurkenna það.
Þetta seigjir svona pínulítið um þá leyndu fordóma sem fólk er að kljást við hvað varðar samkynhneigð en samt vill þetta sama fólk alls ekki vera fordómafullt,ég verð reyndar að viðurkenna það að ég hafði lúmskt gaman af þessu og gaurinn mínn líka þegar ég sagði honum frá þessu samtali mínu.
Ég er svo að fara á minn fyrsta fund í kvöld með foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra hérna á Ak og hlakkar mig bæði og kvíður fyrir,hlakka til að því leytinu að þarna vonandi hitti ég fólk sem glímir við það sama og ég,það er að seigja þessar skapsveiflur sem mér finnst oft hrjá gaurinn minn og ég veit ekki hvort það sé útaf kynhneigð eða einhverju öðru,ein besta vinkona mín á líka samkynhneigðan son og hún seigjir að hún sé að berjast við þetta líka svo gaman verður að sjá hvort fleiri séu í þessum hóp en við 2,en af hverju mig kvíður fyrir veit ég ekki,kanski vegna þess að þetta er nú svona frekar nýtt fyrir mér að mæta öðru fólki sem einnig eiga samkynhneigða einstaklinga.
Eigið góðan dag elskurnar.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
- Svarar Sigurði: Nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi
- Þung staða í kjaradeilu kennara
- Skýr vilji til að ganga í ESB
- Hvalur í Hafnarfjarðarhöfn
- Varaþingmaður segir sig úr Miðflokknum
- Reiðubúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum
- Boða verkföll í 10 leikskólum til viðbótar
- Vill grjótharðar aðhaldsaðgerðir
- Sjálfstæðisflokkurinn mun stærri hjá Gallup
- Foreldrar kalla eftir símafríi í skólum borgarinnar
Athugasemdir
Ég myndi halda að skapsveiflur hjá þínum tengist á engan hátt kynhegðun hans, þannig séð. Frekar myndi ég halda að ef hann t.d. verður fyrir einhverju aðkasti einhvers staðar - þá brjótist út - skiljanlega - einhverjar sveiflur í skapinu. Það er ótrúlegt hvað fólk almennt er hrætt við að segja orðið "hommi" eða "lessa" og ótrúlegt hvað miklir fordómar eru ennþá að gerjast hjá sumum - meina - kommon - núna er árið 2008!
Get sagt þér að ég myndi líka miklu frekar vilja eiga samkynhneigt barn en eiturlyfjaneytanda - enda er eiginlega á engan hátt hægt að líkja þessu saman náttúrulega. Það er ekkert að samkynhneigðum einstakling en eiturlyfjaneytandi er einstaklingur með mikið stórt vandamál á herðum og í sál sinni.
Eiturlyfjaneytandi þarf mikið af hjálp og þarf að heyja æfilanga baráttu við sinn draug - mikinn stuðning og mikla ástúð til að ná bata! Aftur á móti þarf samkynhneigður einstaklingur ekkert annað en ást og stuðning sinna nánustu - viðurkenningu á því hver hann er og verður alltaf. Nokkrir af mínum allra bestu vinum eru samkynhneigðir einstaklingar - og ég myndi ekki vilja skipta á þeim fyrir nokkurn skapaðan hlut. Líf mitt er miklu ríkara vegna þeirra og ég met þá vini mína mjög mikils - enda samkynhneigðir með þeim ljúfari og skilningsríkari sem ég veit um. En það veist þú nú líklega nú þegar sálf ljúfan.. Knús á þig og eigðu yndislegan dag!
Tiger, 9.4.2008 kl. 15:34
Veistu Helga, ég hafði bara ekki hugmynd um það. En ekki að það skipti neinu máli. Gangi ykkur vel í kvöld.
Anna Guðný , 9.4.2008 kl. 15:37
Ég hafði ekki hugmynd um þetta og það breytir engu fyrir mér, kynhneigð fólks. Tigercopper kemur auðvitað með flottasta svarið eins og alltaf.
Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 15:43
Vissi þetta ekki. Hann er algjör hetja að koma svona ungur fram. Það segir að hann hafi mikið sjálfstraust og góða að.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.4.2008 kl. 15:46
Sammála TíCí hér að ofan. Gangi þér vel Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:03
Takk tigercopper þetta er eflaust hárrétt hjá þér,elskan er bara akkúrat á þeim stað í lífinu að það er svo hryllilega hallærislegt að ræða við mömmu gömlu,knús á þig til baka ljúfur,þú ert yndislegur.
Nei Anna,Ragnheiður og Nanna kanski ekki skrýtið þar sem við erum svo nýjar bloggvinkonur allar saman,en ég hef samt svollítið rætt um þeskuna hérna í fyrri bloggum.
Ég er alveg óendanlega stolt af honum að hafa lagt það á sig að koma útúr skápnum þetta ungur,en það var gert í samráði við okkur eldra og reyndara fólk í þessum efnum,en eftir að við tókum þá sameiginlegu ákvörðun að hann kæmi útúr skápnum þá létti þessari elsku svo óendanlega mikið og eineltið sem hann hafði orðið fyrir nánast hvarf og það sem hann verður fyrir í dag getur hann höndlað mikið betur fyrir vikið.
Helga skjol, 9.4.2008 kl. 16:13
Elskuna átti þetta að vera en ekki þeskuna þvílíkur sauður sem maður getur verið.hihi
Helga skjol, 9.4.2008 kl. 16:14
Frábær pistill!
Sorglegt að það sé svo miklir fordómar gagnvart samkynhneigðum... óskiljanlegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 16:25
Já ímyndun hjá honum það er nú ekki hægt annað en að hlæja að þessu, ja ég vissi þetta nú ekki enda er ég svo græn mér finnst þetta bara eins og venjulegt fólk þekki marga samkynhneigða og ég er bara ekki að velta mér upp úr því.
Gott að þú skulir vera að fara á fund með foreldrum samkynhneigðra
það er alltaf gott að vita meira en maður heldur að maður viti.
gangi þér vel Helga mín.
Kærleikskveðjur þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:40
já ef ég gæti skipt þá mundi ég hiklaust gera það
það má guð vita að líf mitt væri mikið betra ef é ætti samkynhneigðan
einstakling eins og þú og svona líka yndislegan son eins og þú átt
ég gæfi allt fyrir það viltu bítta he he
eigðu yndislegan dag elsku systir mín knús
Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.