Leita í fréttum mbl.is

Ég má eiginlega skammast mín

en ætla samt ekki að gera það  Málið er það að gaurinn minn fremdist í fyrra, nánar tiltekið 15 júli og allt gott um það að seigja,eins og lög gera ráð þá var að sjálfsögðu pantað í fermingarmyndatökuna og gaurinn mætti þar uppstrílaður í fermingarfötunum og við fengum framkallaðar myndir fyrir fermingu og áttum við svo að koma aftur eftir fermingu og klára dæmið,en þar sem mamman hefur ekki minni á milli eyrna þá náttúrulega gleymdi hún því í fleiri mánuði og alveg þangað til í síðustu viku þá seigjir gaurinn.....Heyrðu mamma á ekkert að fara klára þessa fremingarmyndatöku hjá mér 

Úpps ég dreif í því að panta myndatökuna og vorum við að klára það dæmi frá núna,díjsús hvað maður getur verið klikkaður,en alla vega þá er það frá og gaurinn á von á myndum fljótlega og ég að sjálfsögðu líka,hann mátti nú til með að taka tíkina með í myndatökuna og ég varð að standa hjá ljósmyndaranum og tala við hana svo hún myndi horfa í vélina.

Títlan mín litla er að fara í sitt fyrsta skólaferðalag á morgun og verður í burtu í 2 daga,ferlega skrýtið að hún skuli vera að fara eitthvað í burtu til annara en þá sem ég þekki,en þetta verður örugglega hrikalega gaman hjá henni.

Svo á föstudag er stefnan tekin á skagan og vera í brúðkaupi hjá Fríðu og Helga á sunnudag það verður örugglega meiriháttar gaman og mér finnst ég verða að mæta sérstaklega vegna þess að Fríða verður í mínum brúðarkjól og mig hlakkar svo til að sjá hana í honum og þar sem ég tel mig nú eiga smá í henni Fríðu þá er bara æðislegt að hún skildi vilja nota kjólinn mínn,enda er hann alveg æðislegur og ég vona bara að dætur mínar eigi líka eftir að gifta sig í honum þegar að þar að kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haha svo var ég að hafa áhyggjur, bara mánuður frá fermingu og gleymist alltaf að klára myndatökuna annars verð ég að fara að drífa mig því annars verður þetta að ári eins og hjá þér þetta kemur fyrir besta fólk!

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Helga skjol

Hehe betra seint en aldrei

Helga skjol, 15.4.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góð

Birna Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fór ekki í myndatöku þegar ég fermdist, fannst ég svo asnaleg og ég sleppti börnunum mínum líka við myndatökur, þau eru mér ævarnadi þakklát fyrir það.  Húsbandið fór hins vegar í myndatökur og mér finnast myndirnar af honum yndislegar, mikið hár og stór eyru það er það eina sem hann minnist þegar talað er um fermingarmyndir.  Hjartans kveðja til þín mín kæra  Thank You

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 19:49

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:56

6 identicon

Greinilega mikið að gera og mikið fjör á þínu heimili

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Anna Guðný

Það er heilt ár í fermingu hjá mér. Er þetta þá eitt af því fyrsta sem ég skrifa á gátlistann? Muna eftir að klára myndatökuna!!!

Ef þú hefðir ekki klárað þetta í dag, hefðirðu alveg mátt koma með mér á næsta.

Títlan þín er þá að fara  í Kiðagil. Það verður örugglega alveg rosalega gaman hjá þeim. ég kem oft þangað.

Eigðu ljúfa drauma í nótt.

Anna Guðný , 15.4.2008 kl. 21:21

8 Smámynd: Tiger

  Úff já... fyrst kemur storkurinn - er það ekki annars? Jú, og svo áður en maður veit þarf að fara að ferma eggin sem storkurinn skilur eftir hjá manni sko ... úff.

Æijamm.. auðvitað getur alltaf gleymst eitt og annað ef maður hefur ekki klárað það frá a-ö... tala nú ekki um þegar maður hefur mikið á sinni könnu og að mörgu að huga. En, hugsaðu þér bara ef þú hefðir gleymt þessu í fimm ár - það hefði ekki verið gott að taka fermingamyndirnar af tvítugum kappa sko! Gott að pjakkurinn minnti þig á þetta, nú er bara að taka á og hespa þessu af.. knús á þig Helga mín og eigðu yndislega nótt og ljúfan dag á morgun!

Tiger, 16.4.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband