Leita í fréttum mbl.is

Kominn heim í heiðardalin

og það er alltaf jafngott að koma heim,þetta var alveg yndisleg ferð í alla staði sem svo endaði ekki svo vel.

Við ákváðum að stoppa við hyrnuna í Borgarnesi og fá okkur að borða áður en heim væri haldið og viti menn,haldið þið ekki að einhver kall hafi ekki bakkað á bílinn mínn,sá gamli var ekki alveg sáttur við stæðið sem hann lagði í og ákvað að færa sig um 1 stæði Note bene 1stæði og hann bakkar á ágætis keyrslu og tók í leiðini vinstra hornið á mínum bíl og eyðilagði stuðaran hjá mér og það stórsér á bílnum mínum og ekki nóg með það að þá er þetta í annað skiptið sem bakkað er á bílinn minn á 2 vikum takk fyrir,síðast var það afturstuðarinn sem varð fyrir tjóni og ég sem er að bíða eftir tíma á verkstæði þannig að nú verða 2 flugur slegnar í einu höggi og skipt um bæði að aftan og framan og ég er búin að eiga bílinn í 2 mánuði og það besta við þetta er að ég hef aldrei á ævi minni lent í árekstri en nei takk nú 2svar og í bæði skiptinn er ég kyrrstæð alveg ótrúlegt.

Annars var brúðkaupsveislan alveg meiri háttar flott og brúðhjónin voru svo falleg að það var yndislegt að sjá þau og ég grenjuskjóðan fór að skæla um leið og brúðarmarsinn var spilaður og ekki batnaði það þegar Fríða gekk inn kirkjugólfið með Fósturpabba sínum honum 'Ola,hún var svo falleg að það var æðislegt og þau bæði voru bara svo meiriháttar flott hún og hennar nýji ektemann hann Helgi.

Svo var veislan haldinn uppí skessubrunni og maturinn og kökurnar voru alveg meiriháttar enda ekki slæmir kokkar þar á ferð en það var mamma Fríðu og Unnur vinkonur mínar sem sáu um allt saman og gerðu það lystivel eins og þeim einum er lagið,báðar meistara kokkar og bakarar.

Það var frábært að hitta Unni aftur eftir öll þessi ár og hún leit svo vel út þessi elska,ekki elst um 1 ár síðan ég sá hana síðast.

Þetta var svo vel heppnað og allir svo afslappaðir og kammó,fólk sem maður hefur aldrei hitt áður,allir að spjalla við alla.Æji þetta var bara YNDISLEGT.Þarna var ekkert áfengi haft um hönd og ég verð bara að seigja það að ég er miklu hlynntari svoleiðis brúðkaupum heldur en hitt.

Ég má líka til með að monta mig á því að Fríða var í brúðarkjólnum mínum og þó ég seigji sjálf frá þá var hann eins og sniðin á hana og ég er svo sæl með það að hún skildi þiggja það að fá hann lánaðan enda tel ég mig alltaf eiga þó ekki sé nema pínku pons í henni Fríða minni.

Ég mun setja inn myndir í vikuni þegar dóttir mín lánar mér vélina sína því eins og venjulega þá gleymdi ég minni vél en er svo heppinn með það að myndavél dóttir minnar er gróinn við hendina á henni þannig að ég get reitt mig á hana hihi.

Eigið gott kvöld elskurnar mínarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim þó ekki hafi farið vel, hvað bílinn snertir, hlakka til að sjá myndir úr brúðkaupinu og sérstaklega kjólinn ó þetta er svo gaman.
                     Kærar kveðjur. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að þú ert komin heim, var farin að sakna þess að heira ekki í þér. Hlakka til að sjá myndirnar úr veislunni

Hringi á eftir

Kristín Gunnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband