Leita í fréttum mbl.is

Við komin heim

reyndar fyrir nokkrum tímum síðan,sjúkrahúsdvöl kútsins gekk mjög vel það voru teknar blóðprufur og fylgst með svefni í nótt og kom allt vel útúr því (svefninum sko) en við þurfum að bíða í 2 vikur eftir niðurstöðum úr blóðprufunum því þær eru sendar til USA til rannsóknar ef ég skildi þetta rétt,svo fór hann í röntgen og fæ ég að vita úr því öðru hvoru megin við helgina.

Læknirinn gerði sér spes ferð inná herbergi til okkar til þess að hrósa okkur fyrir það hvað við værum nú samt að gera góða hluti með kútin,hún sýndi mér kúrfuna hans og samkvæmt henni er hann alla vega ekki að þyngjast og BMI vægið hefur lækkað töluvert og sagði hún að það væri hægara sagt en gert að lækka það en það seigjir okkur það að fitan er að minnka en vöðvar að stækka sem er gott mál,svo hefur hann lengst allverulega undanfarna mánuði og ef ég man það rétt þá hefur hann lengst um eina 7cm frá því við fluttum heim í júni í fyrra og er það mjög gott,þar af leiðandi eru komnar alla vega einhverjar skýringar á því af hverju hann léttist ekki svo mikið.

Ég viðurlkenni það líka alveg að ef hann hefði ekki komist inní hlíðarskóla síðastliðið haust og ég fengið svona mikla hjálp frá þeim þar þá væri hann ekki í svona góðum málum í dag það er alveg ljóst,þar sem ég var búin að standa í þessu nánast ein öll árinn og lítið sem ekkert gekk en svo fékk hann inngöngu í þennan líka ÆÐISLEGA skóla þar sem við erum að fá alla þá hjálp sem hægt er að hugsa sér og ég verð bara að viðurkenna það að ég dýrka þennan skóla og alla hans starfsmenn og ég hugsa að ég komi aldrei til með að getað þakkað þeim almennilega fyrir allt sem þau eru að gera fyrir kútin og okkur öll hin í leiðini.

Öll sú hjálp sem hann er að fá hérna heima er örugglega 1000 sinnum meiri en hann fékk öll árin í norge og þegar við fluttum heim þá bjóst ég aldrei við að fá alla þessa hjálp fyrir hann sem ég er að fá í dag,það var bara orðið þannig að ég var orðinn svo úrkula vonar að þessi elska myndi nokkurn tíma fá þá hjálp sem hann er að fá í dag,ég seigji það bara fyrir mig að HLÍÐARSKÓLI og allt það teymi sem er í kringum elskuna mína er bara satt að seigja að bjarga hans lífi svo einfalt er það.

 Í fyrsta skipti á hans ævi eigi ég VON,von til þess að hann geti átt sér líf utan veggja heimilsins og hann geti farið að hitta vini og gert það sem önnur börn gera í dag á þessum aldri,ég hins vegar viðurkenni það að þegar fjölskylduráðgjafinn okkar í skólanum sagði þetta við mig í haust þá var mín fyrsta hugsun sú að hún hlyti að vera eitthvað rugluð að halda það að hann gæti átt eitthvert líf,en viti menn það var ég mamman sem var orðn rugluð enda búið að innprenta það í hausinn á mér úti í norge að ég skildi fara að undirbúa sjálfan mig með það að setja hann á stofnun eftir einhver ár því fyrir rest gæti ég ekki hugsað um hann. Í dag seigji ég fuck you NORGE (afsakið orðbragðið).

Kanski erum við ein af þeim fáu sem getum þakkað fyrir svona góða þjónustu eins og við erum að fá og það vildi ég óska að allir foreldrar sem eiga börn eins og mitt væri jafn heppið og ég og ef þau eru það ekki nú þegar þá vona ég af öllu mínu hjarta að þau veri jafn heppinn og ég og nú er ég að verða fullvæminn,en það er líka bara allt í lagi,því að í minum huga eru bara hreint og beint að gerast KRAFTAVERK fyrir þessa elsku og ég er ekki vissum að svona hefði verið tekið á málum einhvers staðar annar staðar á landinu,en það er reyndar eitthvað sem ég fullyrði ekki.

Eigið gott kvöld elskurnar mínar   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært hvað allt gekk vel hann er líka svo yndislegur

það var líka svo gott að hafa hann hér um helgina hann er orðin svo

rólegur svo gott að tala við hann og hvað hann var duglegur með litlu þríburafrænkur sínar yndislegur alveg

knústu hann frá frænku  

Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Anna Guðný

Sammála Siggu, hamingjuóskir með allt þetta. Og gangi ykkur áfram vel.

Anna Guðný , 23.4.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Tiger

  Jú, það er alltaf gott ef vel gengur. Örugglega oft sem fólk sér ekki fram á bjarta daga eða ljósa punkta - en það koma alltaf góðir tímar af og til. Málið er að vinna bara stanslaust í því að gera það besta í stöðunni hverju sinni. Knús á ykkur og gangi ykkur allt í haginn Helga mín.

Tiger, 23.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband