Leita í fréttum mbl.is

GLEÐILEGT SUMAR ELSKURNAR MÍNAR.

Ég seigji það en og aftur læknirinn hans kúts er meiriháttar,ég varð ekkert smá hissa í gærkvöldi hérna um kl 20.00 þegar hún hringir í mig til þess að seigja mér frá niðurstöðum úr röntgenmyndunum,ég bjóst aldrei við að fá að vita úr þeim fyrren í fyrsta lagi á morgun,en nei hún þessi frábæra kona hringir hérna til þess að seigja mér það að ristillin hjá kút er stútfullur og nú fer hann á eitthvað lyf til þess að hreinsa hann og þarf hann að vera á því í 6 vikur og ef það virkar ekki þá fær hann eitthvað annað.

Þetta er samt ferlega skrýtið því að nú hefur hann ekki verið í vandræðum með að gera nr 2 og gerir það allt að 4 sinnum á dag stundum en það virðist bara ekki vera nóg,en þarna er kanski komin ein skýring fyrir hans ofþyngd...hver veit.

Ég hélt bara í sakleysi mínu að maður hlyti að fá verki þegar ristillinn fyllist en hann kvartar alla vega ekki,kanski er hann bara orðin svo vanur þessu að hann sjálfur er kanski hættur að taka eftir því ef hann er með verki....gæti verið.

Ég er náttúrulega samkvæm sjálfri mér og komin á fætur kl 5.30 þrátt fyrir að hafa farið að sofa í seinni kantinum eða alveg að verða miðnætti,ég bara virðist ekki getað sofið í þessu húsi,um síðustu helgi þegar við vorum hjá Anítu systir minni á Akranesi þá svaf ég eins og ungabarn alla nóttina og meira að seigja alveg til að verða 7 og 8 á morgnana og ég sem hélt að maður svæfi alltaf best heima hjá sér en það er sko ekki þannig í mínu tilfelli.

Heyrðu já svo er ég búin að fá leyfi til þess að flytja héðan 1 júni í stað 1 júli og er það bara frábært þá þarf ég ekki að borga leigu af 2 húsum í júni mánuði,enda svosem gátu þau ekki samþykkt annað þar sem verið er að brjóta á mér með þessari uppsögn,í dag er mig farið að hlakka til þess að flytja héðan af svo ótal mörgum ástæðum,ég þekki húsið sem við flytjum í og við þekkjum helling af fólki í hverfinu plús það að þetta er besta hverfið í bænum að mínu mati,þarna ólst ég upp frá 4ra ára aldri og þekki hvern krók og kima á hverfinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleðilegt sumar elsku systir.

Knús

Kristín Gunnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 07:37

2 identicon

þið eruð velkomin hvenar sem er að gista hérna þú sást nú líka

hvað kútur litli svaf vel eins og ein sagði við mig

það væri svo gotrt að koma hingað inn svo góður andi

knús á ykkur  

Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Unnur R. H.

Gleðilegt sumar vina og alveg rétt, það er sko gott fólk sem vinnur a fsa. Sjáumst fljótlega

Unnur R. H., 24.4.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt sumar Helga. Gott að heyra að kúturinn þinn er að fá hjálp í sínu magaveseni.

Eigðu góðan dag í góða veðrinu

Huld S. Ringsted, 24.4.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært að fá þessar upplýsingar svona fljótt svo hægt sér að fara í að laga það sem þarf.  Og til lukku með að flytja og allt.  Og gleðilegt sumar Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt sumar gott allt gengur vel núna.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Tiger

  Greinilega snilldarlæknir þarna á ferðinni. Gott og blessað að vita að eitthvað kom í ljós og loks er eitthvað hægt að gera. Gleðilegt sumar og knús til ykkar..

Tiger, 24.4.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband