Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Djísús hvað maður er duglegur stundum
Allir sem vettlíngi geta valdið skelltu sér uppá háloftið um 8 leytið og byrjað var að tína allt niður af því og niður á holið sem við vorum búin að tæma áður,á holinu var svo byrjað að opna alla kassa og úr þeim var hent og hent dóti sem við komum aldrei til með að sakna eða nota framar og við þetta fylltust slatta margir svartir ruslapokar og um leið tæmdust einir 10 stórir pappakassar,sem nú er svo hægt að byrja að fylla aftur.
Þrátt fyrir að hafa bara búið hér í tæpt ár þá er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að safna að sér dótinu sem maður heldur að maður geti nú einhvern tíman haft not fyrir,en málið er bara það að þetta gleymist og þá er keypt nýtt í staðinn,þannig er það bara (alla vega á mínu heimili ).
Ég reyndar viðurkenni það að ég á meira af jólaskrauti heldur en geymsludóti og því miður tími ég ekki að láta það frá,það er bara þannig um hver jól að þá þarf ég alltaf að bæta aðeins í safnið en það má alls engu henda af því gamla,enda er elsta jólaskrautið mitt komið vel til ára sinna alveg frá mínum fyrstu búskaparárum og sumt ennþá eldra sem mamma var kanski að lauma að mér,eitthvað sem hún átti fyrir.
Það er nú samt alveg á hreinu að það á eftir að henda eða gefa miklu meira en þetta,því að í nýja húsnæðinu sem við fengum er ekki svona gott geymslupláss eins og hérna og þar verður miklu meira haft í kössum vegna þess að maður hefur ekki hugmynd um hversu lengi maður verður á þeim staðnum við alla vega fáum þetta í 6 mán í einu þangað til þetta selst eða þangað til það kemur að okkur hjá búseta,ég mun alla vega ekki taka jafnmikið uppúr kössum þar og ég gerði hérna,enda bjóst ég við að vera hér í 3 ár en ekki 1 ár eins og raunin varð.
Í kvöld er tekin stefnan á grillið og er ég búin að bjóða uppáhaldsfólkinu mínu í mat en það eru elsta dóttir mín,fallega Birtan hennar ömmu sinnar og svo mínir yndislegu foreldrar svo það verður glatt á hjalla verðum heil 9 stykki til borðs og mér finnst það bara æðislegt.
Jæja best að hætta að slóra og koma sér aftur uppá loftið og taka til hendini.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í flutningum og gleðilegt sumar
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 24.4.2008 kl. 15:10
Já, maður hefur alltaf gott af því að hreinsa aðeins til, taka uppúr gömlum kössum og henda - og já - bara til að búa til pláss fyrir næstu hluti sem maður þarf örugglega að nota einhvern tíman í framtíðinni ---> not!
Ég er eins og þú með jólaskrautið, bæti árlega helling í safnið en tými aldrei að henda því gamla. Gleðilegt sumar ljúfan og góða skemmtun í grillinu - og hafðu það yndislegt og ævintýralegt í sumar!
Tiger, 24.4.2008 kl. 15:12
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:31
Takk fyrir kveðjurnar öll sem eitt.
Birna mín ég spyr eins og flón....enn hvers lags FÍFLI dettur til hugar að stela jólaskrauti manns,ég hefði alla vega ekki lyst á því að skreyta með stolnu skrauti fyrir mér eru jólin alltof heilög til þess,en vonandi gengur þér vel að safna fyrir þau næstu.
Helga skjol, 24.4.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.