Leita í fréttum mbl.is

Mig langar að seigja ykkur sögu af fíkli.

Fíkli sem hóf sambúð með konu,konu sem átti 3 börn af fyrra hjónabandi.Í fyrstu gekk allt vel konan hafði satt að seigja ekki hugmynd um að fíkillin væri fíkil þar sem hún hafði aldrei umgengist eiturlyfjaneytanda fyrr og þekkti engin einkenni.

Sagan byrjar á heimsókn konunar til vinkonu sinnar og þar situr þessi myndarlegi maður í kaffi,það fer vel á með þeim öllum og mikið spjalla,svo er ákveðið að skella sér á djamm um kvöldið ásamt fleira fólki og fíklinum og konuni verður vel til vina,það gerist ekkert merkilegt á þessu djammi þau spjalla heilmikið um líf sitt og við hvað verið sé að vinna og þar fram eftir götunum ekkert merkilegt,en konuni fannst hann svo heiðarlegur í svörum þegar hún spurði einhvers um hans hagi að ekki datt henni til hugar að á bak við þetta samtal leyndist myrkur DJÖFULL, djöfull sem nefnist FÍKILL.

Þau halda áfram að vera á spjallinu næstu vikur og á endanum er konan fallinn fyrir fíklinum og þau rugla saman reitum sem endar síðar með sambúð,allt gekk vel og konan hélt í sakleysi sínu að fíklilinn hefði átt við áfengisvandamál að stríða þar sem lítið var gert úr eiturlyfjaneysluni af hálfu fíklisins,hans orð voru þegar þetta var rætt.....Ja hef annað slagið fengið mér í haus og meira að seigja þetta orð HAUS vafðist fyrir konuni og þurfti hún nánari útskýringar við hvað þessi haus væri.Ok hún tók orð hans góð og gild.

Tíminn leið og konan varð ófrísk og var mikil gleði hjá henni en hjá honum kanski ekki alveg jafnmikill og velti konan vöngum yfir því hvers vegna hann kættist ekki yfir þessum gleðifregnum þar sem um var að ræða hans fyrsta barn en konan taldi sér trú um að þetta myndi nú breytast með tímanum sem það og gerði reyndar,á þessum tíma var fíkillinn til sjós og ekki vissi konan betur en að allt væri eins og best væri á kosið,konan var ekki langt gengin þegar uppvíst varð að hann skuldaði skipsfélaga sínum 10.000 kr fyrir eiturlyfja sendingu og fór fíkillinn að stinga undan peningum til þess að fjármagna neyslu sína en sökum vantrausts þá leitaði konan í veski hans og fann þar extra peningin,en að sjálfsögðu náði fíkillinn að ljúga sig útúr því eins og öllu öðru og konan þessi græningi trúði honum eins og nýju neti.

Um það var rætt að nú væri komin tími á að taka sig alvarlega og fara að vinna í sínum málum og jú hann gerði það,alltaf leið lengri og lengri tími milli þess sem hann reyndi að kaupa sér eiturlyf og lífið lék við fjölskylduna,fíkillin hafði alltaf verið duglegur til vinnu það vantaði ekki og stóð hann sig eins og hetja útá við enn í skúmaskotum hugans hvíldi dimmur djöfull,djöfull sem átti eftir að brjótast fram.

Þau eignuðst yndislegt barn,barn sem þau elskuðu og dáðu og hálfsystkininn 3 tóku litla barninu með gleði,en á fyrsta ári þessa barns fór að bera á því að eitthvað væri að eitthvað sem erfitt var að henda reiður á hvað væri en eftir miklar vangaveltur og læknaviðtöl kom í ljós að barnið væri með AD/HD ásamt ýmsu öðru,ok við því var fengið rítalín og barnið varð sjálfu sér samkvæmt að mestu leyti alla vega.

Tíminn leið og einn dag rekst konan á grein í uppeldi þar sem viðtal er tekið við mann og þar kemur í ljós að hann sem fullorðinn greinist með AD/HD og fékk hann lyf við því,konuni fannst sem hún væri að lesa um sinn mann og benti honum á viðtalið og jú hann var sammála þeir áttu býsna margt sameiginlegt þessir tveir og ákveðið var að fíkillinn færi í greiningu sem hann og gerði og jú maðurinn var með AD/HD og fékk hann lyf í samræmi við það,en því miður var Adam ekki lengi í paradís því mannhelvítið gat ekki haldið sig við réttan lyfjaskammt heldur varð hann að taka þá miklu stærri skammt sem endaði svo með því að hann varð að hætta á lyfjum sökum þess að honum var ekki treystandi fyrir þeim,ok gott og vel hann hætti en ekki leið á löngu þar til konan tók eftir því að farið var að vanta í lyfjabox barnsins og eftir mikið þref og mikin grát þá loksins viðurkenndi fíkillin það að hann væri að éta lyfin frá barninu.

Eftir mörg samtöl við ráðgjafa og ýmsa aðra aðila tók fíkillinn þá ákvörðun að fara í meðferð og það var pantað pláss en eins og fíklum er oft svo tamt þá fann hann alltaf afsökun fyrir því að fara ekki þegar á hólminn var komið og alltaf trúði konan því að allt myndi nú lagast þar sem hún gat ekki skilið þennan fíkill heldur trúði því og treysti að nú myndi allt lagast sem það og gerði í einhvern x langan tíma en svo fór allt í sama farið aftur,fíkillin stal aftur og aftur frá barninu.

Á endanum gafst konan upp og henti honum út fyrir fullt og allt og er hann þar enn,samband við barnið fær hann ekki að hafa nema undir eftirliti og aldrei er um gistinætur að ræða þar sem honum er ekki treystandi fyrir lyfjum barnsins þrátt fyrir að vera edrú í dag og búin að vera það lengi.

Þessi maður var hvers manns hugljúfi,hann vann sína vinnu,elskaði öll börnin eins og þau væru sín eigin.aldrei lagði hann hendur hvorki á konu eða börn og gerði að öllu leyti það sem heilbrigðir feður gera með sínum börnum og í hjarta sínu fann konan að hann meinti vel og vildi vel en þar sem dimmur DJÖFULl bjó í hugarfylgsnum hans gat hann ekki búið með sinni fjölskyldu lengur.

Sú sem sagði mér þessa sögu bað mig að setja hana hérna inn til þess að fólk gæti kanski séð hvernig lífið með fíkli geti verið og séð hversu mikið þetta böl getur skemmt útfrá sér,kanski sjá þetta aðrir fíklar sem eru að berjast við það sama,hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósbjörg Stefánsdóttir

hæ hæ. góð grein. hvað er að fretta hja þer. fra norge er allt gott að fretta. frabært veður alla daga. klem fra norge Rosa.

Rósbjörg Stefánsdóttir, 26.4.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir það Rósa mín,mikið er gaman að sjá þig loksins hérna,héðan er allt gott að frétta.

Helga skjol, 26.4.2008 kl. 09:35

3 identicon

já svona er fíkla lífið ömurlegt þarf að eyðileggja allt og alla

eins og ein skrifaði í comment hjá dóttir minni bréf frá fíklinum

læt það fylgja með það er svo mikið rétt sem stendur þar

Fíkn

Ég var bara að hugsa um hvort þú hafir gleymt mér, ég er sjúkdómurinn þinn.

Ég hata fundina, ég hata æðri mætti, ég hata alla sem hafa prógram.

Skilaboð: Allir sem komast í snertingu við mig, ég óska ykkur kvalar og dauða. Leyfið mér að kynna mig, ég er sjúkdómurinn fíkn.

Ég er gráðugur, falskur og sterkur. Svona er ég. Ég hef drepið manneskjur í milljóna tali og er ekki enn ánægður. Ég elska að koma þér á óvart. Ég elska að þykjast vera vinur þinn og huggari, ég hef huggað þig, eða hvað? Var ég ekki til staðar þegar þú varst einmanna? Þegar þú vildir bara deyja, var það ekki ég sem þú hrópaðir á? Ég var hjá þér. Ég elska að láta þér líða illa. Ég elska að láta þig gráta, eða öllu heldur að ég fái þig það lokaða tilfinningalega að þú getir hvorki fundið sársauka né hamingju. Þegar þú merkir ekkert tilfinningalega, þá er ég ánægður og allt sem ég bið þig um eru miklar kvalir. Ég hef alltaf verið til staðar fyrir þig. Þegar allt gekk vel hjá þér, bauðst þú mér inní líf þitt. Ég var sá eini sem hélt með þér og saman eyðinlögðum við allt það góða sem var í lífi þínu.

Fólk tekur mig ekki alvarlega. Það tekur heilablæðingu, hjartaáfall og sykursýki alvarlega, heimskingar.. Ég er sjúkdómur sem allir hata, en ennþá kem ég óboðinn. Þú velur að hafa mig. Það eru svo margir sem hafa valið mig fram fyrir venjulegt líf og frið. Meira en þú hatar mig, hata ég 12Spora prógrammið, Æðri mátt þinn og fundina hata ég. Allt þetta svíkur mig og ég get ekki unnið eins og ég vill. Nú verð ég að hafa mig hægan. Þú sérð mig ekki en ég er hér.

Þangað til við hittumst aftur, ef við hittumst óska ég þér kvalar og pínu.

Kveðja, Fíkn.

kannski einhver sem er ekki búin að lesa þetta 

Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi lærir einhver af þessari sögu Helga mín, en það er svo skrýtið að það er eins og fólk þurfi ætíð að fara alveg niður til að snúa við blaðinu.

Aníta ég las þetta á síðunni hjá Fanney og ég hrökk í kút,
það sem fíknin skrifar er mér sagt alveg satt, en ömurlega sorglegt.
                        Kærleikskveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband