Leita í fréttum mbl.is

Fékk símtal í gær

frá kennara gaursins og tjáði hún mér það að upp hefði komið sú saga að gaurinn hefði séðst vel fullur fyrir utan annan skóla hérna fyrir 2 vikum síðan en þá helgi vorum við stödd á Akranesi í brúðkaupi.

Hún hafði kallað hann afsíðis og spurt hvort hann væri byrjaður að smakka áfengi og minn svaraði því með jái, kom það henni virkilega á óvart að hann skildi viðurkenna það í fyrstu atrennu og ekki verið með neinar málalengingar í þeim efnum, hún spurði líka hvort að mamma vissi þetta og svaraði gaurinn með jái þar líka svo hún taldi ráðlegast að hringja í mig og spyrja hvort satt væri og þar sem ég veit það að hann sé byrjaður að smakka áfengi þá að sjáfsögðu sagði ég já líka.

Málið er það að hann hefur komið einu sinni fullur heim og þá varð mín ekki hrifinn, var þetta rætt fram og til baka og fékk hann refsingu sem ég taldi hæfilega og tók hann þeirri refsingu.

Hann hefur spurt mig marg oft hvort hann megi drekka og alltaf er sama svarið hjá mér.Nei ég vil ekki að þú drekkir því mér finnst þú of ungur, það er nægur tími til þess að drekka þegar þú ert orðin eldri,en áfram heldur hann að suða í mér, ég tel honum það þó til tekna að alltaf skal hann spyrja mig, meira að seigja hefur það komið fyrir að hann hringir í mig og heldur áfram að suða.....Mamma gerðu það má ég fá mér einn bjór,en þetta seigjir mér það að hann er ekki tilbúinn til þess að brjóta af sér eða fara á bak við mig í þessum efnum og þykir mér alveg ofsalega vænt um það að hann skuli spyrja mig leyfis þrátt fyrir að alltaf fái hann sama svarið frá mér.

Ég met það alveg óendanlega mikils að hann skuli þó spyrja mig og að hann skuli fara eftir því sem ég seigji í þessum máli.

Kannski er hann að taka stóru systir sína til fyrirmyndar því þegar hún smakkaði áfengi í fyrsta sinn þá að skríða í 17 ára mánuði síðar að þá hringir hún í mig til þess að biðja mig um leyfi hvort hún mætti smakka bjór og þar sem hún var að verða 17 ára og spurði mig um leyfi þá gaf ég henni leyfi til þess að drekka 4 bjóra alla helgina en þetta var um verslunarmannahelgi og veit ég það fyrir víst að hún hlýddi mér og alveg uppað 18 ára aldri spurði hún mig alltaf um leyfi en sem betur fer var það nú ekki oft.

Mér finnst skipta alveg óendanlega miklu máli að börnin manns geti leitað til manns því ef þau gera það ekki þá getum við ekki heldur ráðlagt þeim og rætt við þau um skaðsemi of mikilar drykkju eða annars sem um er að ræða í það og það skiptið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Já það er gott þegar börnin leita til manns með leyfi til áfengisdrykkju. Það sýnir manni einmitt að þau eru ekki viss um að þau séu tilbúin til þess sjálf og þurfi í raun leiðsöng með það. Miklu verra er að farið sé á bak við foreldra og að hlutirnir komi þeim í opna sjöldu. Eigðu góðan verkalýðsdag

Unnur R. H., 1.5.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Frábært að hann skuli spyrja þig....líður grreinileg illa með að gera hluti í þinni óþökk. Eigðu góðan dag.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær strákur - þú átt að vera stolt af honum og það ertu greinilega.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 13:37

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það væri betra ef að fleiri unglingar þyrðu að ræða um þessi mál við foreldra sína. Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 1.5.2008 kl. 13:52

5 Smámynd: Helga skjol

Já hann er alveg frábær þessi elska og ég er virkilega stolt af því að geta bæði verið mamma og vinur barnana minna og finnst mér það skipta öllu máli að þau geti leitað til mín með öll sín vandamál eða ekki  vandamál þegar svo ber undir.

Fyrst og fremst er ég mamman og á eftir kemur vinurinn. 

Helga skjol, 1.5.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Helga mín, viltu senda mér meil það kemur villumelding á adressuna sem ég er með svo ég get ekki sent þér póst. Ég er að rukka fyrir varalitinn, vil ekki setja reiknisnúmerið mitt hér inn á bloggið.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 18:11

7 identicon

Frábær strákur sem þú hefur alið vel upp

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:18

8 identicon

HEY ! hún var að vera 16, ekki 17 ! :)

Árni (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:54

9 Smámynd: Tiger

Já, ég er sammála því að það segir meira um þig heldur en nokkuð annað að þau spyrji þig og leiti til þín. Sýnir bara hve yndisleg móðir þú ert og það að þau beri mikla virðingu fyrir þér. Dásamlegt þegar samband foreldra og barna er á góðum og hreinskilnum nótum. Maður getur endalaust treyst börnunum sínum þegar þau sýna foreldrum sínum virðingu. Þetta er geinilega góður og traustur drengur sem þú átt þarna .. Knús á þig og eigðu yndislegan fostudag

Tiger, 2.5.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband