Föstudagur, 2. maí 2008
Síðasti einn og hálfur sólarhringur
hefur einkennst af miklu kvíða og miklu stressi.Þannig var að á miðvikudagskvöldið fékk ég mjög svo sorglegt símtal frá manneskju sem er mér mjög nákomin og hún sagði mér alveg skelfilegar fréttir sem ég ætla reyndar ekki að tíunda hér í bili þær eru of alvarlegar til þess.
Hins vegar togast á í mér margar tilfinningar t.d. mjög mikil sorg,mjög mikil reiði og mikil spenna.
Sorg yfir því hversu heimurinn er orðinn vondur og að þarna skuli vera einstaklingar sem allir eru mér kærir og þurfa að lenda í hringiðuni án þess að hafa nokkuð af sér gert.
Reiðin herjar á mig sökum þess að ég er að horfa á fólk drepa sig í rólegheitum úr eiturlyfjaneyslu og þá er ég ekki bara að tala um 1 eða 2 einstaklinga.Allt eru þetta einstaklingar sem eru hið besta fólk en svo bankar fíkniefnadjöfullinn uppá og þar með er draumurinn búin,fólk fer að gera alls kyns vitleysu sem það annars myndi aldrei láta sér detta til hugar.
Ég HATA þennan DJÖFUL, DJÖFUL sem er að eyðileggja heilu fjölskyldurnar og allt er þetta að gerast í kringum mig, það eru ekki mörg árinn síðan ég vissi hvorki um haus né sporð um þetta líf,ég þekki einn fíkill en honum sem betur fer kynntist ég ekki fyrren hann var hættur neyslu en ég hins vegar sé hvernig sú neysla fór með hausinn á viðkomandi og það er ekki skemmtileg sjón,komið hefur fyrir að sá einstaklingur rati ekki heim til sín eða viti ekki sitt eigið símanúmer og þarna er ég ekki að vísa í eitt og eitt skipti ónei ekki aldeilis,viðkomandi hefur stundum ekki hugmynd um hvert hann sé að fara, í hvað átt hann eigi að beygja þrátt fyrir að hann hafi margsinnis keyrt á sama áfangastað.
Það sem mér gremst mest er það að krakkar í dag fá alla þá fræðslu sem hægt er að fá að ég tel en því miður virðist ekkert af þeirri fræðslu festast þeim í minni.
En hvað er það sem veldur því að börnin leiðast útí svona lagað miðað við alla þá fræðslu, það er spurning sem ég spyr mig býsna oft.
Liggur þetta í genum.
Eru það fjölskylduaðstæður.
Eða er þetta umhverfið.
Það veit Guð að ekki veit ég svarið við þessum spurningum því ef svo væri þá myndi ég svara þeim öllum, kannski spilar þetta allt saman og mér þykir það svona einna líklegast án þess þó að staðfesta nokkuð um það.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 123753
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
2 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Nauðsynlegt að fá mig hingað núna
- Bjarni um ESB-leiðangurinn: Ekki styrkleikamerki
- Það eru ekki mannréttindi að fá að ofsækja fólk
- Alltaf gaman að dansa
- Það er af nógu að taka
- Lyklaskipti: Íhaldskonan er með alvöru lykil
- Ekki auðvelt að fylla í spor Þórdísar
- Bjarni afhenti lyklana að þriðja ráðuneytinu í dag
- Ókræsilegt veður yfir hátíðirnar
- Hjartans þakkir aftur Bjarni, ég vil fá knús
- Aðstæður í stjórnmálum geta breyst á einni nóttu
- Nær vonandi einhverjum jólamáltíðum
- Bjarni afhenti Kristrúnu lyklana
- Færir borgarbúa nær hver öðrum
- Lögreglan fylgist með umferð við kirkjugarða
Athugasemdir
tvö af mínum börnum eru búin að lenda í klóm djöfulsins, en sem betur fer hafa bæði séð af sér og snúið við blaðinu og eru í góðum málum í dag. Ekki er ég nú viss um að þetta sé genatengt en umhverfið á stóran þátt í að unglingar lenda í þessu, fyrst með fikti síðan af fíkn. Ég tel mig vera heppin að ekki fór ver hjá mínum, en það eru ekki allir svo heppnir.
Unnur R. H., 2.5.2008 kl. 07:46
Úff, þetta er ekki gott að heyra...ég hef því miður misst margan vinin úr eiturlyfjaneyslu og síðast ástkæran systurson minn fyrir tæpum 2 árum, það er nú einhvernvegin þannig að fólk telur sér trú um, að það ólíkt öðrum geti stjórnað því hvenær það notar eiturlyf.....
verst er að þetta hefur alltaf áhrif á líðan þeirra sem næstir standa.
gangi ykkur vel..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.5.2008 kl. 08:41
Ef við bara vissum , ja þá sætum við ekki hér í dag. Mín fjölskylda hefur svo sem ekki farið varhluta af þessu djöfli frekar en aðrar fjölskyldur. En það er annar djöfull sem hefur herjar meira á mínum nánustu og er það krabbameinið.Og ekki er hann betri við að eiga.
Hafðu annars góðan dag Helga mín.
Anna Guðný , 2.5.2008 kl. 08:48
Kíktu á www.lundur.net.Alveg frábært framtak og góð fræðsla um þennan skæða sjúkdóm alkaholisma,sem hefur drepið fleiri Íslendinga en nokkur vill viðurkenna
Birna Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 21:19
Sonur minn er fíkill í neyslu.
Þetta er eins og missa barnið sitt aftur og aftur !
Og ekki hefur hann þetta frá okkur foreldrunum
Guðrún Harðardóttir, 2.5.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.