Laugardagur, 3. maí 2008
Yndislegur dagur að kveldi kominn.
Þótt að veðurútlitið hafi ekki verið uppá marga fiska þegar ég fór á fætur í morgun, en sem betur fer þá reif hann af sér og þessi gula sem við hérna norðan heiða erum búin að sjá alltof lítið af undanfarnar vikur kíkti fram úr skýunum svo úr varð þetta dásamlega veður, það var byrjað á því að þrífa og pakka aðeins niður í leiðini, eins og svona í 5 kassa og annað eins í svarta ruslapoka, svo var farið að versla í Bónus og þar fékk kortið mitt smá útreið eins og um hver mánaðarmót því ég hef lagt það í vana minn að versla nánast fyrir allan mánuðinn í einu,alla vega þannig að út mán þarf ég þá bara að kaupa ferskvörurnar og þetta virkar bara þrælfínt fyrir mig.
Síðan var tekin smá rúntur og bæjarlífið skoðað og svo heim.
Það var gerð smá tilraun í gærkvöldi en þá leyfði elsta dóttir mín öllum 3 systkinum sínum að sofa hjá sér þannig að hér var bara (chillað) eins og krakkarnir seigja fram eftir kvöldi og reynt að vaka frameftir en það gekk að sjálfsögðu ekki og var skriðið í bælið um kl 23.00, þvílíkt gamalmenni sem maður er orðinn, ég er vissum það að foreldrar mínir vaka lengur en ég
Kútur var að gista í burtu að heiman í annað sinn síðan við fluttum til landsins og fyrir þann tíma hafði hann ekki sofið annars staðar í svo mörg ár að ég man ekki einu sinni hvænar það var síðast,en þessi nótt gekk svona ágætlega eftir því sem dóttir mín seigjir, kútur er hins vegar ekki alveg sammála systir sinni og vill meina að hann hafi nú ekki sofið of vel.
Ég átti samtal við kútinn áðan um það hversu hollt væri að vera utandyra meira en hann gerir því hann vill bara vera heim hjá sér og það er hrikalega erfitt að fá hann eitthvað með sér þannig að ég fór að seigja honum frá hryllingnum í Austurríki en notaði mun fallegri lýsingu en það sem gerst hefur þar, umræðan snérist aðallega um börnin sem ekki höfðu litið dagsins ljós í öll þessi ár og var að útskýra fyrir honum hvernig húðin er sögð vera á þeim og mínum litla manni brá heldur betur í brún þegar ég var að seigja honum þetta, ég veit svosem ekkert hvort það hafi verið rétt af mér að seigja honum þetta en ég vill nú samt meina það að svo sé, ég hef nefnilega tekið eftir því eftir að vinur hans úr sama skóla hefur verið að koma hingað í heimsókn að ég er búin að vernda þetta barn alltof mikið fyrir umheiminum, svo nú sé ég að tímabært að láta skarar skríða og koma honum meira í burtu frá mér og kenna honum á lífið utan veggja þessa heimilis.
Ég reyndar bind miklar vonar við nýja heimilið okkar þar sem hann á sinn besta vin í næstu götu og vonandi kemur hann til með að rölta þangað sjálfur og svo kannksi eitthvað lengra þegar fram líða stundir, ég verð samt að seigja það mér til varnar að öll árinn okkar í norge þá varð ég að verja hann með kjafti og klóm fyrir einelti og eflaust hef ég eitthvað komið sjálf skemmd undan því, svo má kannski geta þess líka að þar sem hann er í skóla útí sveit og er félagslega heftur þá hefur honum ekki gefist tækifæri á því að kynnast krökkunum hérna í hverfinu okkar, en það sem betur fer horfir allt til betri vegar þegar við flytjum.
Eigið gott kvöld elskurnar mínar öll sem eitt
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sko, ég á það líka til að versla vel fyrir mánuðinn - ætíð strax eftir mánaðarmót. Tel það líka vera mikið betra að gera það þannig. Gott að þurfa ekki að vera spá í hitt og þetta sem hægt er að hamstra fyrir heilanmánuð í einu.
Rétt hjá þér að skoða málið með að ýta drengnum meira út í lífið og láta hann vera meira útivið. Öll börn hafa svo gott af því, en ég skil þig samt vel með að hafa verið að ofvernda hann miðað við það sem hefur gengið á hjá honum greyinu. Farðu bara rólega í þetta, skref fyrir skref - þetta kemur og góðir hlutir gerast sannarlega þó þeir gerist hægt stundum.
Knús á þig Helga mín og eigðu góða helgarrest.
Tiger, 3.5.2008 kl. 22:43
Kvitt fyrir lesturinn Helga
Kveðja úr Sól og sumri í Danmörku
Bói
Jac Norðquist, 3.5.2008 kl. 23:30
Góðan dag og hafðu það gott í dag. Já það borgar sig að versla í bónus. Knús
Ps en ekki í Nóatúni.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.5.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.