Fimmtudagur, 8. maí 2008
Oft á maður það til að gleyma
litlu hlutunum. Eins og ég skrifaði um í gær,deyfðina og þreytuna og las svo öll yndislegu kommentin frá ykkur sem skrifuðu mér þá allt í einu mundi ég eftir msn skilaboðum sem elsku dóttir mín (sú elsta) skrifaði mér í fyrradag, en þar er hún að þakka mér fyrir að vera besta mamma í heimi og hversu þakklát hún sé fyrir að eiga mig fyrir mömmu, en þar sem mamman hékk í einhverju þunglyndiskast eða hvað sem á að kalla það, þá tók hún ekki eftir þessum yndislegum orðum frá dóttir sinni og ég viðurkenni það að ég dauðskammast mín fyrir það, en svona aðeins til þess að verja mig þá þakkaði ég nú elskuni fyrir falleg orð í minn en af einhverjum ástæðum var ég ekki tilbúin til þess að meðtaka þessi skilaboð á þeim tímapunkti.
Það er svo skrýtið með það hversu auðvelt er að detta ofaní í einhvern þunglyndispytt og þá sér maður ekki alla fallegu hlutina sem eru að gerast í kringum mann, td það sem að elsta dóttir mín skrifaði mér, það var svo fallegt og seigjir manni það að eitthvað hefur maður verið að gera rétt í uppeldinu, þó að manni finnist maður oft vera hálf misheppnaður í þegar kemur að foreldrauppeldi, en kannski er það einhver fullkomnunar árátta sem veldur þessu, ég hugsa það.
Það er alla vega mjög mikið sem maður getur verið þakklátur fyrir og vissulega er ég það, hitt er svo annað að það er að muna eftir því sem maður getur verið þakklátur fyrir, það er oft þrautini þyngra.
Mér finnst alveg dásamlegt að geta notað bloggið til þess að tjá mig um flest allt sem mér býr í brjósti og ég finn hvað það gerir mér gott að fá svona yndisleg komment, þetta er ein af ástæðum þess að maður heldur þessu áfram og það er alveg ótrúlegt hvað skrifuð orð frá bláókunnugu fólki geta hjálpað mikið.
Þið eruð yndisleg öll sem eitt og megi dagurinn í dag verða ykkur sem allra bestur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 09:12
knús
Aníta gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.