Leita í fréttum mbl.is

Ég er búin að vera í smá naflaskoðun

undanfarna daga,reyna að finna ástæðu fyrir því af hverju mér hefur ekki liðið neitt of vel og ég held svei mér þá að ég sé búin að finna alla vega eina af ástæðum þess og hún er einfaldlega sú að það er svo mikið vont að gerast í heiminum í dag og svo virðist sem ég taki þetta allt saman svona rosalega inná mig.

Ég hugsa að u.þ.b. 90% frétta sem fluttar eru séu neikvæðar í einni eða annari mynd og ég hef undanfarna dag reynt að finna einhverjar jákvæðar fréttir en þær eru af svo skornum skammti að það er varla að maður finni þær skammlaust, ég finn það að mér finnst orðið erfitt að lesa fréttir og ég er steinhætt að horfa á allar fréttir í sjónvarpi.

Í framhaldi af þessari niðurstöðu minni hef ég ákveðið að snúa mér að einhverju léttara lesefni og skrolla framhjá slæmu fréttunum.

Nú er ég ekki að seigja að þetta sé eingöngu vandamálið en eftir naflaskoðun gærdagsins og lestur á uppbyggilegra efni en öllu því vonda sem er að gerast í heiminum þá finn ég það að það gerir mér alls ekki gott að lesa svona mikið af neikvæðni, kannski tek ég þetta óþarflega mikið inná mig ég veit það ekki, kannski er maður bara svona ruglaður, ég veit það ekki heldur, það eina sem ég veit er að það gerir mér ekkert gott að velta mér uppúr mannvonsku heimsins.

Eigið góðan dag elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég er svo sammála, mér finnst komið gott af hryllingi, það hlýtur að vera eitthvað fallegt og gott að gerast einhvers staðar í heiminum

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:54

2 identicon

það er margt rosalega gott að gerast í heiminum í dag... málið er bara að það er ekki fréttnæmt því að þetta slæma er því miður eitthvað sem fólk hefur meiri áhuga á!! eins sorglegt og það er. En það eina sem við getum gert er að hugsa jákvætt og um allt þetta góða sem við höfum... t.d birta mjöll... pældu mamma hvað við erum heppinn að eiga þennan fallega litla gullmola... það er ekki annað en hægt að brosa þegar maður hugsar um hana:) og svo ég tali nú ekki umm öll þín fallegu börn... þótt við séum nú ekki fullkomin og frek á okkar hátt... þá erum við samt öll mjög góð börn... :) ekkert bull og vesen hjá okkur:) ert rosalega heppinn mamma mín... það þýðir ekkert að vera velta sér uppúr málum sem eru að gerast úti heimi... þótt misnotkanir og svoleiðis séu allt að koma uppá yfirborðið núna þá vitum við öll að þetta er eitthvað sem hefur alltaf verið til... alveg frá því að guð skapaði heimin, þetta var bara alltaf svo lokað og eitthvað sem mátti ekki tala um. En svo núna er þetta orðið opið og allir að reyna að láta sér líða betur og gera það með að segja sínar reynslusögur og kæra hina og þessa afbrotamenn! Og svo éta slúðurblöðinn þetta upp til agna í staðinn fyrir að segja frá þeim sem hafa sigrast á hinu og þessu og líða vel í dag...

 en nóg um það... vertu ekki að taka þetta svona næri þér elsku mamma mín.

þóranna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir orð dóttur þinnar...ekki það, ég held að allir sem eru tilfinningaríkir einstaklingar taki nærri sér neikvæðar og sorglegar fréttir..það þýðir að maður er lifandi og enn ekki orðið sama um náungann.

Ég verð sjálfrar mín vegna að takmarka aðgang minn að neikvæðum fréttum og reyni alla daga að hugsa mig í jákvæðan gleðigír, það tekst ekkert alltaf en ég verð að reyna samt.

Ef þú lagast ekki þá er kannski spurning um að athuga hvort um þunglyndi sé að ræða....þekki það því miður líka af eigin raun en það er hægt að ná stjórn á því og sumir læknast.. allavega farðu vel með þig

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg sammála þér með þetta Helga mín, það er allof mikið neikvætt í fréttunum, eitthvað sem maður getur ekki breytt, eða gert neitt við.  Maður finnur til með fólki, en getur ekkert gert.  Það tekur á sálina og maður verður dapur.  Þess vegna er voðalega gott að slökkva á fréttunum, skrolla fram hjá þeim og hugsa eitthvað fallegt og jákvætt.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: lady

ég er 100% sammála þeim sem skrifuðu á undan mér,maður valla þorir að opna   tv eða lesið blöðin,þá er alltaf eitthvað neikvætt að gerast ,,en óska þér góða helgi Helga mín kv ólöf Jónsdóttir

lady, 9.5.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér Helga mín ég er líka búin að fá nóg. Knús á þig inn í helgina.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 13:31

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þeim sem hafa skrifað hér að ofan og ég er svo sammála því líka að það er allt of lítið talað um jákvæða og góða hluti, held að fréttamenn haldi að það hrífi betur, ég leita alltaf uppi jákvæða hluti, því að þannig verður lífið auðveldara og svo þarf maður að koma sér upp varnarvegg í sjálfum sér, það er óhollt sálinni að taka inn á sig alla erfiðleika, segi ekki að það sé auðvelt en það er hægt.  Eigðu ljúf helgi mín kæra Mother's Day Vase

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:36

8 Smámynd: Tiger

  Já Helga mín, þetta er málið! Um að gera að byggja sig upp með jákvæðum huga og jákvæðum fréttum sem og jákvæðu lesefni! Brilljant hjá þér..

Við getum alltaf fundið eitthvað fallegt að lesa eða horfa á. Það fallega í heiminum er mun meira en það neikvæða - bara leita og draga það til þín þegar  þú ert leið! Knús á helgina þína mín kæra og gangi þér allt vel..

Tiger, 9.5.2008 kl. 14:40

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Lífið er til að lifa því,Lifandi

Birna Dúadóttir, 9.5.2008 kl. 15:22

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eg skil þig svo vel elsku systir, það er lika þess vegna sem að við erum systur

Eigðu góða Hvítasunnuhelgi, heirumst þegar ég kem aftur heim

Kristín Gunnarsdóttir, 9.5.2008 kl. 16:49

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er einmitt í smá fréttapásu, það er auðvelt að verða niðurdreginn á öllum hörmungar og neikvæðnisfréttunum, því er gott að taka stundum pásu!

Eigðu góða Hvítasunnuhelgi

Huld S. Ringsted, 9.5.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband