Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna þurfa unglingar

að haga sér eins og fífl, ég skil þetta bara alls ekki. Málið er það að ég fékk símtal klukkan að verða miðnætti í gærkvöldi og þar er manneskja á línuni og er í hálfgerðu sjokki og hrikalega reiður yfir því að barnið hans hefði verið að keyra bíl próflaus og velt bílnum, bíl sem að viðkomandi átti ekki einu sinni  og eigandi bílsins dauðadrukkin í farþegasætinu, bíllinn fór einar 3 eða 4 veltur, en ekki urðu alvarleg slys á hvorki þeim próflausa né eiganda bíls.

Hins vegar er foreldrið svo hrikalega reitt og sárt yfir hegðun barnsins að hann veit satt að seigja ekki  hvert hann á að snúa sér, það er eilíft vesen á krakkanum hann tekur engu tiltali,lýgur gengdar og þindar laust að foreldrum sínum og er svo lofað öllu fögru en ekki staðið við neitt.

Hvað er það sem veldur að börn geta orðið svona hrikalega lyginn og ósvífinn, alveg sama hvað reynt er að gera fyrir þetta barn það skilar nákvæmlega engum árangri, hvers vegna.

Foreldrarnir eru tilbúnir til þess að vaða eld og brennistein til bjargar barninu sínu, en það er ekkert sem virkar.

Þessi unglingur sem um ræðir ætti að öllu jafna vera allir vegir færir til þess að ganga menntaveginn því ekki vantar í það vitið en NEI það er nú ekki svo gott, heldur hefur það valið leið með fíkniefna DJÖFLINUM, djöfli sem búin er að taka öll völd inná heimilinu.

Lífið og tilveran snýst orðið nánast eingöngu um þennan einstakling,heimilið er sett á annan endan og það er allt reynt til þess að einstaklingnum líði sem best en allt kemur fyrir ekki, það er bara ekkert að virka.

Einstaklingurinn er ekki búin að fara í svo ófáar meðferðar en það er bara varla sem svo að það sé komið út aftur að þá er allt komið í sama farið aftur, þetta barn er búið að lenda í hinum ýmsum hremmingum, hremmingum sem flestir mundu láta staðar numið með fíkniefnadjöfli, en nei ekki þessi einstaklingur.

Barnið nánast drap sig á einni af sinni fyrstu keyrslu með fíkniefnadjöfli og mátt ekki tæpra standa í það skiptið, en allt kemur fyrir ekki, einstaklingurinn lætur sér ekki seigjast.

Þetta er bara vægast sagt ÖMURLEGT líf fyrir foreldra þessa barns og ég sárkenni í brjóst um þau að þurfa að standa í þessum sporum.

Ég veit það ekki kannski hefur maður ekki nægjanlega mikin skilning á þessu öllu saman enda hef ég sloppið fram til þess og vona af öllu hjarta að ég muni sleppa svona vel áfram, maður bara einhvern vegin skilur þetta ekki og kannski telur maður sér trú um að þar sem um barn er að ræða sem ekki hefur verið svo lengi samferða þessum djöfli að kannski sé það ekki orðið nógu háð þessum efnum, en hvað veit maður svosem.

Kannski er eitt skipti nóg til þess að verða háður þessu HELVÍTI og ef svo er af hverju er þá ekki barnið nógu móttækilegt til þess að taka á móti þeirri hjálp sem býðst strax, af hverju þarf allt að vera svona erfitt hjá þessum unglingum sem ánetjast þessu helvíti.

Æji kannski er ég bara svona græn, það getur alveg verið, ég bara finn svo til með öllum þeim foreldrum sem þurfa að ganga þessa þrautargöngu með börnum sínum og ég vildi óska þess að ég ætti einhverja töfralausn fyrir alla þá foreldra sem standa í þessum sporum.

Eigið gott laugardagskvöld elskurnar mínarHeart  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo skelfilegt og eins og sonur minn yngsti sagði þegar hann var hættur í neyslu, "mamma, við verðum snillingar í að ljúga" þegar þessi sonur minn var 18 ára og neyslan kom í ljós, þá lokuðum við á hann, töluðum ekki við hann og bönnuðum honum að koma heim. Hann fann svo sína leið til bata á ný. Í dag er hann 20 ára og komin á rétta braut, en aldrei er maður öruggur, tekur einn dag í einu.  Kær kveðja og vona að hlutirnir skáni, það má ekki hjálpa unglingnum að vera í ruglinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hlustaðu á Ásdísi helga mín. Þú mátt trúa mér í því að hún talar af reynslu og hvert orð er satt sem hún segir! Þú ert í stríði við Djöfulinn sjálfan og allar hans hersveitir..

Helga er líka að senda þér jákvætt "signal". Kannski hún viti of mikið og ég skil hana mjög vel ef hún er þreytt. 

Þetta tekur alla á taugum og étur upp heilu fjölskyldurnar sem allaf eru að gera sitt "besta" enn fatta ekki að þau eru að gera það versta...

Aðstandendur eru miklu stærri fórnarlömb þegar kemur að neyslu annarra... 

Óskar Arnórsson, 11.5.2008 kl. 03:26

3 Smámynd: Fanney Unnur Sigurðardóttir

ég er alveg sammála þér , og það hefur ekkert uppá sig að fara með þetta nafnleynt ! .. þetta ver ég ! ... ég veit að ég læri ekki af mistökum mínum , en vonandi kemur það!

Fanney Unnur Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband