Leita í fréttum mbl.is

Í dag er runninn upp þessi yndislegi dagur

eða alla vega ætla ég að hafa hann yndislegan hvort sem hann heitir Hvítasunnudagur, Mæðradagur eða bara Sunnudagur, það var nú reyndar ekki laust við það að ég var að stríða börnunum mínum í gær að nú væri mál að muna eftir Mömmudegi og hafði ég það af að skjóta því inní nánast allar samræður sem ég átti við þau tvö elstu, ég er alla vega mjög þakklát fyrir að eiga þessi börn sem og hin tvö börnin mín líka.

Samræður okkar í gær gengu svolítið útá unglinga drykkju því að gaurinn minn vill fá sér aðeins of oft í glas miðað við aldur og þau tvö elstu voru svona hálfpartinn að reyna sannfæra mömmuna um það að þetta gerðu margir unglingar á þessum aldri, en málið er bara það að ég er ekki móðir þeirra barna, hann að vísu benti mér á það hvort það væri betra ef hann færi á bakvið mig og fengi sér að drekka án þess að spyrja mig leyfis og að sjálfsögðu vill ég það ekki, ég vill geta haft smá stjórn á honum ef það er hægt.

Ég veit óskop vel að margir hverjir unglingarnir gera það sem þeim sýnist og fá sér vín eða eitthvað þaðan af verra ef þeim sýnist svo, málið er bara það að  unglingum í dag liggur svo lifandis skelfing á að verða fullorðinn.

Ég svona í hálfgerðu gríni bauð gaurnum í sjómann og ef ég myndi vinna hann þá mætti hann ekkert drekka, en ef hann ynni mig gaf ég leyfi fyrir 2 bjórum, ok hann tók því og vitið þið hvað gamla tók hann í sjómann á báðum höndum hehehe og minn var sko ekki sáttur, málið er nefnilega það að hann er vanur að vinna mömmu sína þegar við bregðum á leik í sjómann, en ætli málið hafi ekki verið það að annað hvort vildi hann að ég ynni sig eða þá að sú gamla hafi lagt alla sína krafta í þennan sjómann til þess að hafa á honum eitthvert tangarhald. það er spurning hvort heldur var.

Það eina sem ég er vissum er það að ég vill ekki að hann byrji á því að fara á bakvið mig þegar hann hefur ekki þurft þess fram til þessa, ég held satt að seigja að þá gætu fyrst vandræðinn byrjað, ég alla vega veit sem er að þegar ekkert er um annað en boð og bönn fyrir börn þá einmitt eiga þau það til að byrja að ljúga og svíkja foreldra sína og hvað er þá eftir þegar allt traust er farið.

Því miður þekki ég orðið ófá dæminn þar sem samskipti barns og foreldris ganga orðið útá lygi og svik, svo þegar upp um barnið kemst þá hefst refsinginn og á endanum verður þetta orðið hálfgerður vítahringur. Lygar og svik af hálfu barnsins og gegndarlausar refsingar af hálfu foreldris og hvað er þá eftir að milli þessara einstaklinga, ekki mikið myndi ég halda.

Ég vil getað treyst börnum mínum fyrir flestum sínum ákvarðanatökum og ég vil að þau geti leitað til mín án þess að eiga von á rifildi eða vantrausti af minni hálfu. Oft á tíðum finnst mér ég vera alltof lin við börnin en það er þetta með að finna þennan gullna meðalveg sem við öll leitum að í lífinu.

Æji þetta eru bara vangaveltur snemma á sunnudagsmorgni, kannski vegna þess að einmitt í dag er mæðradagurinn eða kannski vegna þess að fyrir mig skiptir það nánst öllu máli að börnin mín öll sem eitt verði hamingjusöm og ánægð í lífinu, svo reyndar er þetta málefni sem ég get endalaust talað um og að mínu mati er aldrei of varlega farið í þessum efnum, það er bara svoleiðis.

Kæru mömmur megið þið allar eiga góðan Mömmudag í dagHeart

Knús á ykkur öllHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband